Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Loft er lævi blandið á evrusvæð-inu, fyrirheitna landi sumra.
Þjóðverjar finna smjörþefinn af
því. Vinstrivaktin segir frá heim-
sókn Merkel kanslara til Lissabon:
Portúgalar taka ámóti þýska
kanslaranum með
því að breiða svört
klæði á svalir,
minnismerki og
byggingar. Merkel
er að sögn for-
sprakka mótmæl-
anna eins konar tákn fyrir þau
pólitísku mistök sem bitna á Portú-
gölum þessa dagana.“
Hún er einnig svört áferðin affrásögn af heimsókn Merkel
til Grikklands á dögunum:
Landamæravörður: Country?Merkel: Germany
Landamæravörður: Occupation?
Merkel: No, not this time. I will
only stay for few days.
En aftur að fullri alvöru.Vinstrivaktin segir frá því að
Merkel kanslari hafi haldið ræðu á
þingi ESB í Brussel, um viljann til
„að finna réttu leiðina til að koma
á jafnvægi á evrusvæðinu til fram-
búðar og leiðrétta kerfislægar
skekkjur“.
Leiðtogi þingflokks frjálslyndra,
Guy Verhofstadt, skaut því að
henni að tafarlaust yrði að hefja
undirbúning að formlegri stofnun
stórríkis ESB, þ.e. Bandaríkjum
Evrópu. Því svaraði kanslarinn
með þessum orðum:
Að sjálfsögðu mun fram-kvæmdastjórn ESB breytast
einn daginn í ríkisstjórn. Ráð-
herraráð ESB verður þá að ann-
arri deild þingsins („second cham-
ber“) og Evrópuþingið mun fá
aukin völd.“
Merkel kanslari
Ekki fréttir
„RÚV“ þetta
STAKSTEINAR
Krúsaðu
frítt í eitt ár
*Upphæð inneignarkortsins er 260.000 kr. sem samsvarar 1.000 lítrum á núverandi verði.
**Meðalakstur miðað við fólksbíl (bensín), árið 2011, samkvæmt Umferðarstofu.
1.000
LÍTRAR INNIFALDIR*
Cruze LTZ bsk. 4d | Verð aðeins 3.190 þús.
Aðein
s
örfáir
bílar
eftir!
Tangarhöfða 8 • 590 2000 | Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • 420 3330 | Bílaríki • Glerárgötu 36 Akureyri • 461 3636 | www.benni.is
Þegar þú kaupir Chevrolet Cruze
færðu 1.000 lítra* inneignarkort
með hágæða Shell V-Power
bensíni. Miðað við um 12.200
km** akstur á ári má segja að
þú akir frítt í eitt ár.
Chevrolet Cruze er áberandi
glæsilegur og hlaðinn staðalbúnaði
Veður víða um heim 14.11., kl. 18.00
Reykjavík 4 rigning
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri -2 skýjað
Kirkjubæjarkl. 1 rigning
Vestmannaeyjar 5 rigning
Nuuk -3 alskýjað
Þórshöfn 7 skúrir
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Stokkhólmur 11 skýjað
Helsinki 7 skýjað
Lúxemborg 3 skýjað
Brussel 8 heiðskírt
Dublin 12 skýjað
Glasgow 8 alskýjað
London 11 heiðskírt
París 5 alskýjað
Amsterdam 11 heiðskírt
Hamborg 10 skýjað
Berlín 5 heiðskírt
Vín 5 léttskýjað
Moskva 2 skýjað
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 18 skýjað
Barcelona 18 skýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 20 léttskýjað
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg -10 skýjað
Montreal 2 léttskýjað
New York 6 léttskýjað
Chicago 4 skýjað
Orlando 22 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:59 16:27
ÍSAFJÖRÐUR 10:23 16:13
SIGLUFJÖRÐUR 10:07 15:55
DJÚPIVOGUR 9:33 15:52
Flokksval fer fram hjá Samfylking-
unni í Suðurkjördæmi og Reykja-
vík um helgina. Netkosning hófst í
Suðurkjördæmi á miðnætti sl. og í
Reykjavík hefst hún á miðnætti nk.
Í Reykjavík eru um 7.000 félagar á
kjörskrá og lýkur kosningu kl.
18.00 laugardaginn 17. nóvember.
Þrettán eru í framboði í flokks-
valinu í Reykjavík: Anna Margrét
Guðjónsdóttir sem gefur kost á sér
í 3.-4. sæti, Arnar Guðmundsson í
4.-5. sæti, Björk Vilhelmsdóttir í
3.-4. sæti, Freyja Steingrímsdóttir í
7.-8. sæti, Helgi Hjörvar í 2. sæti,
Hrafnhildur Ragnarsdóttir í 5.
sæti, Mörður Árnason í 3. sæti, Ósk
Vilhjámsdóttir í 6. sæti, Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir í 1.-2. sæti,
Skúli Þór Helgason í 2.-3. sæti,
Teitur Atlason í 4.-5. sæti, Val-
gerður Bjarnadóttir í 1.-2. sæti og
Össur Skarphéðinsson sem gefur
kost á sér í 1. sæti. Niðurstaða
flokksvalsins er bindandi í 8 efstu
sætin.
Um 3.500 manns eru á kjörskrá í
Suðurkjördæmi og þar lýkur kosn-
ingu kl. 18 á laugardag.
Í framboði í Suðurkjördæmi eru:
Arna Ír Gunnarsdóttir, sem gefur
kost á sér í 3. sæti, Árni Rúnar Þor-
valdsson í 2.-4. sæti, Bergvin Odds-
son í 3. sæti, Björgvin G. Sigurðs-
son í 1. sæti, Bryndís
Sigurðardóttir í 1-4. sæti, Guðrún
Erlingsdóttir í 2.-3. sæti, Hannes
Friðriksson í 3. sæti, Kristín Erna
Arnarsdóttir í 3.-4. sæti, Oddný G.
Harðardóttir í 1. sæti, Ólafur Þór
Ólafsson í 2.-3. sæti og Soffía Sig-
urðardóttir í 3. sæti.
Niðurstaða flokksvalsins er bind-
andi í fjögur efstu sæti listans í
Suðurkjördæmi og paralistaaðferð
verður beitt til að tryggja jafnt
hlutfall kynja.
Nánari upplýsingar um flokks-
valið má finna á xs.is.
Flokksval
hjá Sam-
fylkingu
Kosið verður
á tveimur stöðum