Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 43
Ófáir ljósmyndarar hafa tek-ist á við íslenska náttúruog þeim fer sífellt fjölg-andi. Við Íslendingar eig-
um nokkra snjalla og metnaðarfulla
náttúruljósmyndara en það er for-
vitnilegt að sjá hvaða tökum færir er-
lendir kollegar taka þennan heim
sem stendur
okkur svo
nærri og heillar
ófáan ferða-
langinn. Þessir
ljósmyndarar
skilja vel að það
er marg-
breytileg nátt-
úran sem er helsta auðlind þessa
lands, og verk þeirra eru ekki amaleg
landkynning – hvað þá þegar snjallir
ljósmyndarar eins og höfundar þessa
verks, Ísland í allri sinni dýrð, eiga í
hlut.
Erlend Haarberg hefur sex sinn-
um verið útnefndur náttúruljós-
myndari ársins í Noregi og Orsolya
Haarberg tvisvar náttúruljósmynd-
ari ársins í Ungverjalandi.
Haarberg-hjónin komu fyrst hing-
að árið 2008 og hafa eytt mörgum
mánuðum hér við myndatökur, á öll-
um árstímum. Þau eru algjörlega
hefðbundnir náttúruljósmyndarar, í
jákvæðri merkingu orðsins; varla
glittir í mannvirki og áhorfandinn
fær á tilfinninguna að menn búi varla
í þessu töfralandi. Því vissulega er
það töfrum líkast, svo næmir eru ljós-
myndararnir fyrir birtu og skuggum,
litum og hverskyns andstæðum í
veðri, áferð og formum. Það er
ánægjulegt að sjá allar árstíðir undir
í bókinni, og þótt talsvert sé birt af
myndum af stöðum sem jaðra við að
vera orðnar klisjur í landslagsbókum,
þá verður að hrósa ljósmyndurunum
fyrir að leggja hart að sér við að finna
fersk sjónarhorn á þá. Þau hafa líka
verið svo heppin að Eyjafjallagosið,
það dramatíska sjónarspil, brast á
meðan þau voru hér og þess sér stað.
Haarberg-hjónin hika ekki við að
nota allan skalann í linsum, frá mjög
víðu og upp í mikinn aðdrátt, allt eftir
því hvað fyrirmyndirnar kalla á.
Vinnslan á myndunum er afar jöfn og
góð; þær eru kontrastmiklar og and-
stæður í litum og birtu magnaðar upp
af fagmennsku.
Það sem gerir gildi þessa verks
meira en margra annarra bóka um
náttúru Íslands, er að hér er blandað
saman myndum af landslaginu og
myndum af villtum dýrum; og þótt
landið sé oft vel myndað þá koma
dýramyndirnar meira á óvart. Í bók-
inni eru til að mynda glæsileg skot af
kríum og svo eru myndir af refum
sérlega áhugaverðar.
Unnur Jökulsdóttir skrifar texta
bókarinnar – um sköpun landsins,
jarðfræðina og náttúruna sem ljós-
myndararnir takast á við – og gerir
afar vel. Unnur er mátulega léttleik-
andi í texta sínum og gæðir viðfangs-
efnið lífi, eins og þegar hún lýsir
hvernig náttúruöflin tefla saman jökl-
um og fjöllum og „teikna listaverk í
landið með beljandi jökulám og tær-
um bergvatnsám, skreyta með lípar-
íti og hrafntinnu, eiturgrænum mosa-
þembum og brjóstsykursbleiku
lambagrasi, skapa andstæður með bi-
kasvörtum söndum og snakahvítum
jöklum, leika sér að rjúkandi hverum
og blábúbblandi leirpollum.“ Hún
gæti eins verið að lýsa mörgum ljós-
myndanna í bókinni.
Hönnunin er helsti veikleiki þessa
verks, hún er frekar gamaldags og
hikað er við að lyfta bestu myndunum
eins og ætti að gera. Of oft eru full-
margar myndir á opnu, allt að fjórar,
og litlar myndir þá settar með hinum
stærri til að styðja við þær en draga
þó frekar úr áhrifamættinum. Það
hefði óhikað mátt fækka myndunum,
til að skapa enn sterkari heild-
armynd, og fækka líka myndastærð-
um bókarinnar; til dæmis virðist
enga reglu að sjá í því hvenær mynd-
ir eru látnar blæða út á jaðar síðn-
anna og hvenær þær eru birtar með
spássíu. Þrátt fyrir þessar nauðsyn-
legu aðfinnslur er þetta afar vel
prentað og heilsteypt úrval ljós-
mynda, eftir fært fagfólk á sínu sviði.
Það er glæsilegt land sem birtist hér í
allri sinni dýrð.
Brjóstsykursbleikt lambagras
Ljósmyndir
Ísland í allri sinni dýrð
Ljósmyndir: Erlend Haarberg og Orsolya
Haarberg. Texti: Unnur Jökulsdóttir.
Fáanleg á íslensku, ensku og þýsku.
Prentun: Oddi. Forlagið, 2012. 160 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Ljósmynd/Orsolya Haarberg
Náttúrusýn „… þótt landið sé oft vel myndað þá koma dýramyndirnar meira á óvart“. Tófur bregða á leik á Hornströndum.
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Með bókinni Skáld lýkur EinarKárason þríleik sínum um Sturl-ungaöldina, en sagnabálkurinnhófst með Óvinafagnaði og síðar
kom Ofsi. Í bókunum fer Einar þá óvenjulegu
leið að láta margar sögupersónur segja söguna.
Einar er meistari í að skapa persónur og með
þessari aðferð njóta ólíkar sögupersónur sín
enn betur. Lesandinn fær að kynnast skapgerð
þeirra, kostum og göllum og viðhorfum til at-
burða sem gerast á róstusömum tímum. Per-
sónurnar lifna við og oft stendur lesandi sig að
því að bera þær saman við samferðamenn eigin
samtíðar.
Í Óvinafagnaði er fjallað
um átök Þórðar kakala við
Kolbein unga og Gissur
Þorvaldsson og í Ofsa er
fjallað um Flugumýrar-
brennu. Í bókinni Skáld
hnýtir Einar saman lausa
enda, segir frá uppgjöri
Gissurar við þá sem stóðu
að Flugumýrarbrennu,
drápinu á Snorra Sturlusyni og ekki síst rithöf-
undinum Sturlu Þórðarsyni. Í Skáldinu hefur
hann ekki úr jafn spennandi söguefni að moða
og í fyrri bókum. Það er komið víða við og sagð-
ar margar sögur, sumar eru spennandi eins og
aðdragandi að drápinu á Snorra í Reykholti, en
aðrar eru dauflegar eins og um veru Sturlu í
Færeyjum.
Í samanburði við ýmsar aðrar sögupersónur
Einars Kárasonar er aðalpersóna bókarinnar,
Sturla Þórðarson, ekkert sérstaklega eftir-
minnilegur karakter. Hann er t.d. ekki nærri
eins áhugaverður og aðalpersónan í Ofsa. Eyj-
ólfur ofsi er sérstaklega eftirminnilegur galla-
gripur sem ýmist telur sig geta allt eða er aum-
astur allra í sínu þunglyndi. Sturla hefur án efa
verið afreksmaður í ritlist, en lesandinn á í erf-
iðleikum með að finna til með þessu friðsama
og drykkfellda skáldi. En það er auðvitað auð-
veldara að hleypa lífi í ofbeldisseggi og ófriðar-
menn, en að segja sögu hæglátra manna sem
reyna að forðast átök.
Bókin Skáld er að hluta til sögð af sögu-
manni, en sögupersónurnar sjálfar koma fram
reglulega og segja frá atburðum frá sínum
sjónarhóli. Ástæðan er vafalaust sú að í bókinni
er ekki verið að segja eina sögu heldur margar
og því gengur frásagnarformið ekki almenni-
lega upp án þess að alvitur sögumaður birtist
öðru hverju til að segja söguna. Í bókinni er
líka farið fram og aftur í tíma og af þeim sökum
verður bókin stundum dálítið sundurlaus.
Einar leyfir sér í bókinni að setja fram
spennandi kenningar um höfund Íslendinga-
sagna. Þær eru forvitnilegar. Hvað sem mönn-
um finnst um þær er bókin ómissandi fyrir
áhugamenn um bókmenntir Íslendinga á sögu-
öld. Þó Skáld sé ekki besta bókin í sagnabálki
Einars um Sturlungaöldina er hægt að mæla
með henni. Einar er einstakur sögumaður og
hefur lag á að draga upp skýra mynd af sögu-
persónum sínum.
Friðsama drykkfellda skáldið á Staðarhóli
Skáldsaga
Skáld
bbbnn
Eftir Einar Kárason Mál og menning, 2012.
235 blaðsíður.
EGILL ÓLAFSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Kristinn
Höfundurinn „Einar …hefur lag á að draga
upp skýra mynd af sögupersónum.“
STOFNAÐ 1987
M
ál
ve
rk
:
V
ig
n
ir
Jó
h
an
n
ss
o
n
Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Skipholt 50a | Sími 581 4020 | www.galleri l ist. is
einstakt
eitthvað alveg