Morgunblaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Kveðjustund er runnin upp. Hún
mamma mín lést laugardaginn 27.
nóvember. Við mamma vorum alltaf
í miklu og góðu sambandi, við
hringdumst á oft í viku, stundum
daglega, stundum hringdi hún og
sagði: „Ég bara varð að heyra í þér,
er búin að hugsa svo mikið um þig,
er ekki allt í lagi hjá ykkur?“ Svona
var hún mamma mín, þurfti alltaf að
vita af fólkinu sínu, hún lifði fyrir
okkur börnin sín og svo komu
barnabörnin og síðan barnabarna-
börnin sem voru henni mjög kær og
hún hafði alltaf nógan tíma fyrir
Hallfríður Margrét
Magnúsdóttir
✝ Hallfríður Mar-grét Magnús-
dóttir fæddist í
Hringverskoti í
Ólafsfirði 21. ágúst
1922. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Fjallabyggðar,
Siglufirði, 27. októ-
ber 2012.
Útför Hallfríðar
fór fram frá Ólafs-
fjarðarkirkju 10. nóvember 2012.
þau, hún var aldrei
upptekin ef þau báðu
um eitthvað. Mömmu
fannst líka svo vænt
um svo marga, systk-
inin sín, uppeldis-
systkini sín, hún
sagði svo oft: „Mér
þykir svo vænt um
hann eða hana,“ og
þá var það hún Binna,
trausta vinkonan
hennar sem hún talaði mikið um.
Mamma var mikil handavinnu-
kona, lærði að sauma þegar hún
var ung sem nýttist henni vel, hún
var alltaf prjónandi eða saumandi,
svo gaf hún það. „Þú mátt bara
eiga þetta, ég hef ekkert að gera
við þetta, en ég verð að gera eitt-
hvað,“ sagði hún.
Mamma og pabbi bjuggu allan
sinn búskap í sveit nema síðustu
árin að þau keyptu íbúð í Ólafsfirði,
þau unnu alltaf saman og voru allt-
af saman og missti hún mikið þeg-
ar pabbi dó 2005. Mamma flutti að
Hornbrekku fyrir tæpu ári, henni
leið vel þar eftir að hún flutti, þar
eignaðist hún marga góða vini, hún
sagði svo oft: Við erum alltaf að fífl-
ast á mínu borði, og það líkaði
henni vel.
Kæra mamma, hvíl í friði elsku
mamma mín, ég sakna þín.
Þín
Sveina.
Fríða er farin. Fríða kom á heim-
ili foreldra minna á Kálfsá í Ólafs-
firði strax eftir að þau misstu sitt
fyrsta barn og áður en við systkinin
fæddumst. Hún var uppeldissystir
okkar og gætti okkar og leiddi frá
fyrstu tíð. Fríða hlaut sérstakt
gælunafn frá mér um leið og ég fór
að mynda orð sem barn en það var
nafnið Æja. Fríða var svo kölluð
það af flestum á heimilinu fram yfir
fermingu og ég hélt því áfram þar
til að hún gifti sig en þá fannst mér
það ekki eiga við lengur. Það var
oftast langt á milli okkar Fríðu.
Hún bjó með eiginmanni sínum
Ragnari Kristóferssyni, miklum öð-
lingsmanni, á Selárdal við Arnar-
fjörð um langt skeið. Ég fór tvisvar
sinnum að heimsækja Fríðu í Sel-
árdalinn. Í annað skiptið til að vera
viðstödd fermingu sonar hennar
Kristins Kristófers sem hefur verið
móður sinni umhyggjusamur alla
tíð og henni mikil stoð ásamt systr-
um sínum Ásu, Sigríði og Sveinu.
Öll voru þau áhugasöm um velferð
móður sinnar. Fríða flutti frá Sel-
árdal með fjölskylduna á æskuslóð-
irnar í Ólafsfirði. Þar átti hún systk-
ini og frændfólk. Við hittumst ekki
oft á seinni árum því að fjarlægðin
varð meiri á milli okkar en síminn
var notaður og bréf gengu á milli
okkar. Ég sakna þess að hafa getað
heimsótt hana oftar og rifjað upp
minningarnar en ég þakka fyrir þær
góðu samverustundir sem við áttum
saman. Fyrir rúmu ári vorum við
Fríða saman fyrir norðan. Við rifj-
uðum upp ýmislegt og þar á meðal
Æjunafnið. Ég sagði henni að mér
hefði ekki látið Fríðunafnið vel í
munni til að byrja með. „Nú, byrj-
aðu þá bara aftur að kalla mig Æju,“
svaraði Fríða.
Fríða var mikil handavinnukona.
Hún var hjálpsöm, glaðlynd og hlát-
urmild. Hún var hjartahlý og aldrei
mátti hún neitt aumt sjá eða líða ein-
elti og illt umtal í nálægð sinni. Það
mætti margur taka það sér til fyr-
irmyndar. Ég kveiki ljós á kerti fyrir
Æju mína, gef mér hljóða stund með
þakklæti í huga til hennar.
Ljúf minning lifir.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Guðrún.
–– Meira fyrir lesendur
Minningarorð og kveðjur samferðamanna
eru dýrmætur virðingarvottur sem eftirlifandi
ástvinum gefst nú kostur á að búa veglega
umgjörð til varðveislu um ókomin ár.
Minningar er innbundin bók sem hefur að geyma
æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um
hinn látna í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Hægt er að
kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Bókina, eitt eintak eða fleiri, má panta á forsíðu mbl.is
eða á slóðinni mbl.is/minningar. Bókin er síðan
send í pósti.
Nánari upplýsingar í síma 569-1100.
✝ Málfríður Jóns-dóttir fæddist
23. júlí 1927. Hún
lést á Landspítala,
Fossvogi, 26. októ-
ber 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Sig-
urðsson, f. í Kross-
gerði,
Beruneshreppi, S-
Múlasýslu, 8. jan-
úar 1879, d. 6. jan-
úar 1964 og Ingibjörg Eyjólfs-
dóttir, f. á Gufuskálum 14.
nóvember 1895, d. 4. febrúar
1966. Systkini Málfríðar eru
Guðný Jónsdóttir, f. 11. mars
1921, Sigrún Jónsdóttir, f. 22.
ágúst 1923, Guðmundur Jóns-
son, f. 11. mars 1929 og Anna
Kristín Jónsdóttir, f. 3. júní
1931.
Eiginmaður Málfríðar var
Héðinn Gústaf Jó-
hannesson, fv. flug-
vallarfræðingur, f.
á Ísafirði 16. júní
1923, d. 15. júlí
2009. Foreldrar
Héðins voru Oddný
Margrét Halldórs-
dóttir, f. á Vopna-
firði 11. október
1891, d. 23. febrúar
1971 og Jóhannes
Jóhannesson, f. á
Ísafirði 20. nóvember 1882, d. 9.
nóvember 1957. Börn Málfríðar
og Héðins eru Margrét Ólöf
Héðinsdóttir, f. 12. janúar 1967
og Héðinn Gústaf Héðinsson, f.
15. ágúst 1956. Sonur Margrétar
er Alexander Kristófer Gúst-
afsson, f. 3. september 1987.
Útför Málfríðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 15. nóv-
ember 2011, kl. 13.
Kæra móðir og amma. Við
munum ávallt minnast þín með
hlýhug og virðingu. Eftirsjáin og
söknuðurinn er meiri en orð fá
lýst, við erum víst í raun og veru
aldrei búin undir að meðtaka né
skilja slíkan missi. Við fráfall þitt
hefur myndast mikið tómarúm í
lífi okkar Alex en með tíð og tíma
mun okkur takast að fylla upp í
það með gleði og þakklæti yfir því
að hafa hlotnast sú gæfa og for-
réttindi að hafa þekkt þig og ver-
ið þér samferða frá því við mun-
um eftir okkur. Við vitum vel að
þar sem þú dvelur núna ertu laus
við hið líkamlega heilsuleysi sem
hrjáði þig í nær tvo áratugi. Þú
hafðir mikinn andlegan styrk að
geta gengið í gegnum þetta svona
lengi en samt tekið þessu með
þolinmæði og jafnaðargeði. Þú
barst þig eins og hetja síðustu
dagana sem þú áttir ólifaða, barð-
ist fyrir lífi þínu en vissir með
fullri vitund hvert stefndi, að
tímaklukkan þín væri að lokum
komin og stutt í brottför. And-
lega skýr, sátt, æðru- og óttalaus
andaðist þú í friði og kærleik,
tilbúin til annars hlutverks á ein-
hverjum stað sem við hér kunn-
um ekki skil á né höfum þekkingu
á en eitt er víst að við munum
finnast þar að lokum að eilífu.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Þín dóttir,
Margrét og dóttursonur
Alexander.
Málfríður
Jónsdóttir
Elsku tengda-
pabbi minn.
Efst í huga mér er þakk-
læti. Þakklæti fyrir að hafa
kynnst þér og fyrir að hafa
haft þig í lífi mínu. Ég er ekki
aðeins að kveðja tengdapabba
heldur líka einstakan vin, góða
fyrirmynd og yndislegan afa
dætra minna.
Þú tókst þátt í lífi okkar
fjölskyldunnar af fullum
krafti. Allt sem við tókum okk-
ur fyrir hendur hvort sem það
var á vettvangi vinnu, náms,
húsbygginga, ferðalaga eða
hvað sem það var þá lést þú
Óskar
Steindórsson
✝ Óskar Stein-dórsson fædd-
ist í Reykjavík 6.
ágúst 1930. Hann
lést á Landspít-
alanum Fossvogi 3.
október 2012.
Útför Óskars fór
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 16.
október 2012.
það þig varða og
sýndir því fullan
og einlægan
áhuga. Í þínum
augum var allt
sem við gerðum
svo frábært og þú
varst alltaf svo
glaður og stoltur
af okkur öllum. Þú
lést okkur líða
eins og værum öll
svo sérstök. Það
var og er mér enn mikils virði.
Ég vil að þú vitir, elsku
Óskar minn, hvað þú átt stórt
pláss í hjarta mínu. Það er
ekki síst þér að þakka hversu
vel mér hefur vegnað með öll-
um þeim stuðningi og styrk
sem þú gafst mér skilyrðis-
laust.
Þú skilur svo mikið eftir þig
sem ég kem til með að taka
áfram með mér. Ég kveð þig
með söknuði en hugga mig við
allar þær yndislegu minningar
sem ég á um þig.
María Erla.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um innsend-
ingarmáta og skilafrest. Einnig
má smella á Morgunblaðslógóið
efst í hægra horninu og velja við-
eigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar