Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 31

Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 ✝ Jóhann Finn-bogi Guð- mundsson, flug- umferðarstjóri, fæddist í Reykjavík 1. desember 1923. Hann lést á Landa- kotsspítala 5. nóv- ember 2012. Foreldrar hans voru þau Guð- mundur Pálsson, verslunarmaður, fæddur að Hjallakoti á Álfta- nesi, 28. september 1900, d. 10. júlí 1980, og Finnborg Finn- bogadóttir, húsmóðir, fædd að Leyningi við Siglufjörð, 29. apríl 1903, d. 23. júlí 1962. Systkini Jóhanns: Ólöf Erla, látin, Engil- ráð Ólína, Pálhildur Sumarrós, Anton Svanur og Sigurður, lát- inn. Eftirlifandi eiginkona Jó- hanns er Lára Vigfúsdóttir, inn- anhússarkitekt, f. í Vest- mannaeyjum 25. ágúst 1929. Foreldrar hennar voru þau hjónin Vigfús Sigurðsson, skip- stjóri og útgerðarmaður, f. 24. júlí 1893, d. 25. febrúar 1970, og Jóna G. Vilhjálmsdóttir, hús- móðir, f. 28. september 1905, d. 5. júlí 1993. Jóhann og Lára voru barnlaus. Börn Jóhanns af störfum við flugumferðarstjórn starfaði hann á Landspítalanum við heilalínuritun, sem hann lærði í Svíþjóð og Noregi, og varð síðar deildarstjóri þess sviðs. Starfsævinni lauk hann sem starfsmaður við eigna- vörslu hjá Háskóla Íslands. Jó- hann lét mjög til sín taka í fé- lagsmálum og sat í ýmsum stjórnum. Hann var m.a. í stjórn Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, bæði sem gjaldkeri og varaformaður; í stjórn Norræna ökukennarasambandsins og Ökukennarafélags Íslands. Einnig var hann í stjórn Félags íslenskra frímerkjasafnara. Þá sat hann í stjórn Sjúkrasamlags Seltjarnarness, landsstjórn Gí- deonfélaga og var um hríð for- maður fjáröflunarnefndar kirkjubyggingar Seltjarnar- neskirkju. Hann hafði með höndum kristilegt starf á meðal fanga allt frá árinu 1982 og til 2006 en til þessa sjálfboða- liðsstarfs hafði hann fengið köll- un. Hjónin Jóhann og Lára fóru í fangelsin um aldarfjórðungs- skeið og boðuðu föngum trú og liðsinntu þeim á margvíslegan hátt. Jóhann var fyrsti formað- ur Íslandsdeildar Prison Fel- lowship International og var gerður að heiðursfélaga Ís- landsdeildarinnar ásamt eig- inkonu sinni árið 2010. Útför Jóhanns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. nóv- ember 2012 og hefst athöfnin kl. 13. fyrra hjónabandi: 1) Árný Björg, f. 29. desember 1948, gift Halldóri Nikulási Lárussyni, f. 7. ágúst 1954. Sonur þeirra er Ívar Jó- hann, f. 1970. Eig- inkona hans er Hrefna Rós Wiium, þau eiga fimm börn. 2.) Jóhann Ingi, f. 26. maí 1954. Dóttir hans er Inga Lauf- ey f. 1978. Eiginmaður hennar er Óskar Michael Andrew Wen- der, þau eiga þrjú börn. Móðir Árnýjar Bjargar og Jóhanns Inga var Ingibjörg Árnadóttir Blandon, f. 19. nóvember 1918, d. 5. mars 2006. Jóhann stundaði ungur að ár- um ýmis störf til sjós og lands. Hann sótti kvöldskóla KFUM og var einnig við nám hjá Náms- flokkum Reykjavíkur í ýmsum greinum. Síðan lauk hann námi í flugumferðarstjórn hér heima og einnig í Boston og Chicago og öðlaðist réttindi sem flug- umferðarstjóri. Hann starfaði við flugumferðarstjórn hér á landi og einnig um tíma í Sádi- Arabíu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Eftir að hann hætti Pabbi hefur alltaf verið í lífi mínu og það er svo skrýtið að hann sé allt í einu farinn. Ég upplifi að ég þurfi að taka upp símann og hringja í hann, mig langar svo að heyra röddina hans. Ég veit að hann svarar ekki sím- anum lengur, en sem betur fer á þessari tækniöld get ég leitað í vídeóupptökur og bæði séð hann og heyrt. Ég geri það bráðum, þegar mesti söknuðurinn er horf- inn. Pabbi var góð fyrirmynd þess að láta drauma sína rætast. Láta dugnað og áræði leiða sig. Og oft fékk maður að upplifa ævintýrin með honum. Eins og að búa í Sádi- Arabíu í 2 ár, það var ekki leið- inlegt. Hann skráði sig í kvöldskóla KFUM, útskrifaðist þaðan og hélt til hinnar stóru Ameríku til að læra flugumferðarstjórn og vann við það starf í mörg herrans ár, á Keflavíkur- og Reykjavíkurflug- velli og í Sádi-Arabíu. Eftir veruna í Sádi-Arabíu ákvað hann þó að reyna nýjar brautir og gerðist heilalínuritari við Landspítalann. Ég fékk að fylgja honum út í það ævintýri. Vinna og dugnaður var hans mottó og frá því að ég man eftir mér skapaði hann sér alltaf auka- vinnu til að drýgja tekjurnar og skulda sem minnst. Ég man eftir því að hann fjárfesti í vefstól og óf litrík teppi. Ég fékk að taka þátt í því ævintýri. Það var gaman að munda skutluna og sjá litina renna saman í falleg teppi. Fyrir einhver jól ákvað hann að búa til músastiga og annað jólaskraut, ég fékk líka að taka þátt í því. Hann náði sér í ökukennarapróf og kenndi á bíl í fjölda ára. Þar gerð- ist enn eitt ævintýra minna, hann kenndi mér að keyra. Eitt ævintýra hans var að boða föngum hér á landi kærleika Guðs og fagnaðarerindi hans. Það var mikið hjartans mál og ég veit að hann upplifði frábærar stundir innan fangelsisveggjanna en einn- ig sorglegar. Ég fékk að fara nokkrum sinnum með, það er ógleymanleg minning. Lára, eig- inkona hans, með gítarinn og sína einstöku söngrödd leiddi fangana í sálmum og kórum og pabbi boð- aði orð Guðs. Svona gáfu þau föngunum von um annað og betra líf og voru stór hluti af þeirra lífi. Pabbi lét gera kort sem heita Líftrygging. Ekki fengu einungis fangar þessi kort, heldur fólk á förnum vegi hans. Um hver jól í mörg ár stóð hann í Austurstræt- inu og gaf gangandi vegfarendum kortið. Ég veit um fólk sem þetta kort varð til bjargar. Pabbi og Lára áttu sumarbú- stað sem þau elskuðu að vera í og það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja þau þangað. Gestrisn- in var 100% og spennandi að sjá hvað yrði í matinn. Silungar áttu „sporðum“ sínum fjör að launa þegar pabbi birtist með veiði- stöngina sína að ánni og veiðiafl- inn var svo mikill stundum að það mátti selja hann í verslanir, já og gefa okkur fjölskyldunni. Já, minningarnar ylja. En það sem ég er þakklátust fyrir á þess- ari stundu er að ég mun hitta pabba minn aftur. Hann gerði það sem Biblían býður hverjum og einum. Að trúa í hjarta sínu að Jesús sé Drottinn og játa það með munni sínum. Þá erum við hólpin. Róm. 10: 9-10. Það höfum við bæði gert og þess vegna sjáumst við ný. Bless í bili, elsku pabbi minn, ég elska þig. Þín einkadóttir, Árný Björg Jóhannsdóttir. Ég var margoft sendur í pöss- un til afa og ömmu á Látraströnd þegar ég var lítill og ljóshærður bítlastubbur. Í hvert skipti fór ég í stækkunarrannsókn inni á skrif- stofu afa, þ.e. mér var stillt upp við vegg (hljómar ekki vel) og á með- an ég stóð grafkyrr tók afi upp blýant og gerði strik á vegginn rétt fyrir ofan höfuðið á mér. Þannig var stækkun mín skrásett samviskusamlega og þessi hvatn- ing var líklega þáttur í því að ég stækkaði vel sem strákur. Ég veit að afa þótti mjög vænt um mig. Hann sýndi það glöggt með því að verja löngum stundum með mér. Hann tók mig með sér í ógleymanlegar sumarbústaðar- ferðir og veiðitúra. Svo leyfði hann mér að stýra bílnum sínum þegar löggan sá ekki til, hann eld- aði fyrir mig hafragraut, hann stríddi ömmu til að skemmta mér, hann leyfði mér að skoða ótal margt í sjónaukanum sínum, við flögguðum saman, veiddum sam- an og sungum saman, og aldrei þreyttist hann að deila afrekssög- um okkar og uppákomum með öðrum. Við áttum saman dýrmætt spjall nokkrum dögum fyrir and- lát hans og rifjuðum upp ógleym- anlegar stundir sem við upplifðum saman, stundir sem munu lifa áfram ævilangt í huga mínum og hjarta. Afi glímdi við veikindi undir það síðasta og reyndist honum erfitt að átta sig á dagsetningum. Á föstudeginum langa kom ég ásamt konu minni og börnum mín- um til að heimsækja hann. Honum varð litið út um gluggann þar sem við sátum saman í stofunni og sá hann að nágrannar höfðu flaggað í hálfa stöng. Þá spurði hann okkur hvort við vissum til þess að ein- hver háttsettur maður hefði látist þennan dag. Þarna vil ég meina að afi hafi fengið opinberun að ofan. Það var ekki bara hvað hann sagði heldur hvernig hann bar upp spurninguna sem snerti okkur öll sem þarna vorum hjá honum. Í orðum hans var alvara, tregi og umhyggja. Honum stóð ekki á sama og andi hans skynjaði að eitthvað hefði farið úrskeiðis hjá einhverjum sem honum var kær. Sá sem lést á þessum degi var sjálfur Konungur konunganna, háttsettur herra sem afi talaði við oft á dag í bænum sínum. Nú hefur Guð kallað þig til sín, afi minn. Að þessu sinni færð þú að vera eins og lítill strákur sem fúslega fetar í fótsporin stóru, og upplifir ný og stórkostleg ævin- týri með Frelsaranum þínum. Þú færð að hvílast á grænum grund- um himnaríkis og Frelsarinn mun leiða þig að vötnum þar sem þú mátt næðis njóta. Sál þín er hress á ný og nú gengur þú um réttan veg í eilífðinni með Jesú Kristi sem þú þjónaðir trúfastlega í þínu dauðlega lífi. Takk afi fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, allar minn- ingarnar sem ég á um þig, fyrir vináttu þína, ást og trúfesti. Takk fyrir að beina ljósi á þá braut sem ég geng á í dag. Og þegar mín ævi- braut endar þá vona ég að við mætumst á bak við dauðans dyr, í eilífu ljósi skapara okkar. dýrðarstund kalt er kvöldið sofnar sál upp rís andinn kveður í kyrrðinni heimsins brautin hál dýrðar dagur vaknar sál upp rís andinn dofna í dýrðinni heimsins björtu bál. Ívar. Kær vinur og velgjörðarmaður er fallinn frá. Kominn til Jesú, sem hann elskaði svo mikið. Það er að sönnu fagnaðarefni þó sökn- uðurinn sé sár. Við Jóhann kynnt- umst fyrir 34 árum. Hann var yf- irmaður minn á þeim tíma. Fylginn sér, geðríkur, glettinn og stríðinn. Það var aldrei lognmolla í kringum hann. Við urðum góðir vinir og hann reyndist mér alla tíð vel. Það var gaman að heimsækja þau Láru á fallega heimilið þeirra, fyrst á Látraströndina og síðar á Sléttuveginn. Þakklæti mitt á sér engin takmörk. Kæra Lára, Árný, Ívar og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Drottinn blessi minningu Jóhanns. Sigurvina Falsdóttir. Jóhann F. Guðmundsson fékk köllun til að boða kristna trú með- al fanga. Þetta var árið 1982 og fyrstu árin fór hann einn í fang- elsin til að sinna köllun sinni og síðar gekk kona hans, Lára Vig- fúsdóttir, til liðs við hann. Eftir það var aldrei talað öðruvísi um þau í fangelsunum en sem Jóhann og Láru. Þau voru eitt. Fangarnir kunnu vel að meta starf þeirra og sóttu alla jafna samkomur þeirra vel. Og þó enginn fangi kæmi sem var sjaldgæft þá héldu þau sam- komuna engu að síður. Gítarleikur Láru og söngur ómaði um fang- elsið og í fjarska heyrðist Jóhann lesa upp úr Biblíunni. Þetta var köllun og þess vegna var aldrei slegið slöku við. Þau hvöttu fang- ana til að snúa við af villubraut og hefja nýtt líf undir merkjum frels- arans, Jesú Krists. Þau voru einlæg og kröftug í boðun sinni og trúin var heit. Jó- hann sagði föngunum margar sög- ur úr lífi sínu og aðrar sem hann hafði sjálfur ýmist þýtt eða ritað. Fangarnir sáu að þessi höfðing- legi maður og djarfmælti vildi þeim vel. Hann sagðist ekki vera þar sín vegna heldur þeirra og hann væri sendur til að benda þeim á ljós lífsins, ljós sem þeir gætu brugðið yfir lífsferð sína og orðið hamingjumenn. Samtökin Prison Fellowship International voru stofnuð 1976. Markmið þeirra er að boða kristna trú í fangelsum og liðsinna föngum á ýmsa vegu. Jóhann og Lára kynntust þessum samtökum löngu eftir að þau höfðu hafið starf í fangelsunum. Þau gengu til liðs við þessi alþjóðlegu samtök og störfuðu undir merkjum þeirra síðar. Stofnuð var Íslandsdeild þessara alþjóðlegu samtaka og voru þau hjónin þar í forsvari. Þau Jóhann og Lára tóku iðulega á móti fulltrúum Prison Fellowship International þegar þeir komu hingað til að kynna sér stöðu fang- elsismála. Einnig sóttu þau nokkrum sinnum ráðstefnur sam- takanna í útlöndum. Þegar heilsa Jóhanns tók að bila ákváðu þau hjónin að láta staðar numið í boðunarstarfinu. Þetta var árið 2006. Þá höfðu þau starfað við boðun í fangelsum um aldarfjórðungsskeið. Þau vildu gjarnan að einhver tæki upp merki Prison Fellowship og kviðu því ekki að svo yrði enda var beðið fyrir því á hverjum degi. Síðan kom góður hópur að samtökunum og hefur haldið starfi þeirra og Jó- hanns og Láru áfram. Árið 2010 voru þau hjón gerð að heiðurs- félögum í Prison Fellowship Ice- land. Áður hafði þeim hlotnast margvísleg viðurkenning frá Pri- son Fellowship International og hlaut Jóhann gullmerki þeirra fyrir nokkrum árum. Prison Fellowship Iceland (Ís- landsdeild kristinna fangavina) kveður frumkvöðul kristins sjálf- boðaliðastarfs meðal fanga á Ís- landi með virðingu og þökk. Ekki þarf að efast um að frelsarinn tek- ur á móti hinum trúa og góða þjóni, Jóhanni F. Guðmundssyni, og segir: „Gakk inn í fögnuð herra þíns“ (Mt 25.21). Blessuð veri minning Jóhanns. Guð styrki og huggi Láru sem og fjölskyldu hans. F.h. stjórnar Prison Fellowship Iceland, Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, formaður. Jóhann F. Guðmundsson Lokað Lokað verður föstudaginn 16. nóvember frá kl. 12:00 vegna jarðarfarar ÓLAFS ANGANTÝSSONAR. Nýsköpunarmiðstöð Íslands. ✝ Okkar ástkæri FRIÐJÓN JÓNSSON frá Lindarbrekku í Staðarsveit lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 7. nóvember á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 11:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Skógarbæjar. Hanna Olgeirsdóttir, Elísa Anna Friðjónsdóttir, Hermann Jóhannesson, María Lóa Friðjónsdóttir, Gunnar Sigurfinnsson, Jón Unnar Friðjónsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Heiða B. Friðjónsdóttir, Linda Kristín Friðjónsdóttir, Björn Magnús Tómasson, Linda Elínborg Friðjónsdóttir, Viktor Pétursson, afabörn og langafabörn. ✝ Okkar kæra ÞÓRHILDUR BERGÞÓRSDÓTTIR andaðist á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 6. nóvember. Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu mánudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Rósamunda Káradóttir. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRA J. HÓLM, Álfheimum 42, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 12. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Magnús G. Pálsson, Karl Óskar Magnússon, Guðný Bjarnarsdóttir, Þóra Margrét Karlsdóttir, Magnús Gunnar Karlsson. ✝ Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI S. VALGARÐSSON húsasmíðameistari, Smáragrund 21, Sauðárkróki, sem lést miðvikudaginn 7. nóvember verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 17. nóvember kl. 14.00. Jakobína R. Valdimarsdóttir, Ragnar Þór Kárason, Freyja Jónsdóttir, Linda Dröfn Káradóttir, Ragnar Grönvold, Kári Arnar Kárason, Kristín Inga Þrastardóttir og barnabörn. Við Anna kynntumst í gegn- um stjórnarstörf hjá Menor, Menningarsamtökum Norðlend- inga. Það var eins og við hefðum þekkst alla ævi. Við unnum vel saman, við hlógum mikið saman og gátum endalaust spjallað saman. Við höguðum því svo til að Anna kom í Grenjaðarstað og við fórum saman yfir gögn og Anna Helgadóttir ✝ Anna Helga-dóttir fæddist 13. janúar 1943 í Leirhöfn á Mel- rakkasléttu og ólst þar upp. Hún varð bráðkvödd 28. október 2012. Útför Önnu var gerð frá Akureyr- arkirkju 9. nóv- ember 2012. gamalt dót Menor en aðallega þó til að eiga samfélag. Eftir að samstarfi lauk áttum við góð- ar heimsóknir hvor til annarrar norðan og sunnan heiða og jólakortin með smá fréttapistli voru árviss. Anna var heilsteypt kona sem hafði reynt margt og varð rík af reynslu sinni í þá veru að hún miðlaði til samferðafólks síns lífsgleði, krafti og samlíðan. Að leiðar- lokum sem komu alltof fljótt, þakka ég fyrir vináttu okkar og bið Guð að blessa fjölskyldu hennar og gefa þeim styrk og gleði minninganna um mæta konu. Margrét Bóasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.