Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 34
34 MINNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
Gisting Akureyri
Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm
einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að-
staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að
hafa hund í Skógarhlíð. Er einnig með
fleir sumarbústaði við Akureyri og
allir með heitum potti.
orlofshus.is Leó 897 5300
Hvataferðir, fyrirtækjahittingur,
óvissuferðir, ættarmót
Frábær aðstaða fyrir hópa. Líka
fjölskyldur. Heitir pottar og grill.
Opið allt árið. Sími: 486 1500.
Minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
Heimili í borginni -
www.eyjasolibudir.is 2-3ja herb.
íbúðir, fullbúnar m. öllu, sængur og
handkl., internet. Laust á næstunni.
LAUST UM JÓL /ÁRAMÓT. -
Fjölskylduvænt. Velkomin.
eyjasol@internet.is - 898 6033.
Húsnæði íboði
Húsnæði í boði
Herbergi og íbúðir. Alltaf til leigu í
stuttan eða langan tíma. Upplýsingar
í síma 511 3030 og gsm 861 2319.
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Verslun
Jólavörur í úrvali
Erum með mikið úrval af fjarstýrðum
þyrlum, skipum, skýjaluktum, plast-
módelum ásamt úrvali af skotveiði-
vörum. Erum í Verslunarmiðstöðinni
Glæsibæ. Sími 517 8878.
Tactical.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Dodge Charger, 2007-árgerð
Ekinn aðeins 29 þús. m. Sportleg
græja sem kostar ekki of mikið.
20" álfelgur. Eyðsla í blönduðum
akstri 11,2 lítr.
Verð aðeins 2.775.000.
.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið 12-18 virka daga.
GULLFALLEGUR LAND ROVER
Range Rover H S E. SVARTUR MEÐ
SVÖRTU LEÐRI, ekinn 120 Þ. MÍLUR,
bensín, sjálfskiptur. Staðgr. verð 1990
þús.. Rnr.105476.
ÓSKUM EFTIR VINNUVÉLUM OG
TÆKJUM Á SKRÁ.
sala@bifreidar.is
bifreidar.is
Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík.
S. 577 4777.
http://www.bifreidar.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Tilboð á vetrardekkjum
155 R 13 kr. 6.900
165 R 13 kr. 7.900
165/70 R 13 kr. 7.900
195 R 14 C kr. kr. 8.900
185 R 15 C kr. kr. 9.900
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
Kópavogi, s. 544 4333.
Nama heilsársdekk tilboð
175/70 R 14 kr. 10.900
185/70 R 14 kr. 12.900
195/70 R 14 kr. 12.900
205/70 R 14 kr. 15.500
205/65 R 16 kr. 16.500
225/55 R 16 kr. 17.900
215/55 R 17 kr. 18.900
235/55 R 17 kr. 22.900
225/55 R 17 kr. 22.900
225/65 R 17 kr. 22.900
(gegn framvísun auglýsingar)
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 544 4333.
Kebek neglanleg vetrardekk
- tilboð
Hönnuð í Kanada
175/65 R 14 kr. 10.500
185/65 R 14 kr. 11.900
185/65 R 15 kr. 12.900
195/65 R 15 kr. 13.900
205/55 R 16 kr. 14.900
205/60R 16 kr. 17.900
215/65 R 16 kr. 18.900
205/50 R 17 kr. 18.900
225/65 R 17 kr. 24.900
(gegn framvísun auglýsingar)
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 5444 333.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Þægileg og háþróuð kennslubifreið.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Sagan okkar Ingu saman er
orðin löng. Við bjuggum í sama
húsi á Aðalgötu 20 í Súganda-
firði sem ungar konur. Við spil-
uðum saman handbolta, vorum
með Barnastúkuna Vísi, vorum
saman í vegavinnunni, störfuð-
um saman í leikfélaginu og öðr-
um félögum í þorpinu okkar
Suðureyri við Súgandafjörð.
Inga var lífsglöð kona, spilaði
og söng, en gítarinn var aldrei
langt undan. Það var gaman að
umgangast svona konu. Hún
var mörgum ógleymanleg í
hlutverki sambýliskonu Sveins
Jónssonar í „Leynimel 13“ og
sem Rósamunda í „Eruð þér
frímúrari“ svo eitthvað sé
nefnt. Við spiluðum mikið
handbolta og vorum mjög góð-
ar. Í fámenninu í þorpinu okkar
æfðum við á móti strákunum og
urðum við Vestfjarðameistarar
í handbolta.
Inga átti ákaflega gott með
að gera vísur og ljóð og oft hef
ég fengið frá henni vísur við
hin ýmsu tækifæri. Við útfarir
Ingibjörg
Jónasdóttir
✝ Ingibjörg Jón-asdóttir fædd-
ist á Siglufirði 3.
febrúar 1926. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Hrafnistu í
Hafnarfirði 2. nóv-
ember 2012.
Inga var jarð-
sungin frá Hafnar-
fjarðarkirkju 7.
nóvember 2012.
vina okkar úr firð-
inum er oft leikin
tónlist og textar
eftir Ingu, eins og
„Fjörðurinn og
fjöllin“ sem segir
margt um hug
hennar til þorpsins
okkar.
Inga átti yndis-
legt heimili með
Mumma sínum og
börnunum tveim. Á
sumrin voru bróðursynir henn-
ar mikið hjá henni því hún var
gestrisin kona. Á jólum voru
oft gestir hjá þeim sem enga
áttu að. Hjá þeim Ingu og
Mumma var alltaf skjól. Á
sumrin í Súganda var það starf
Ingu að keyra börnin á sund-
námskeiðin í sundlaugina sem
var þá nokkra kílómetra fyrir
innan þorpið. Ferðir hennar
voru margar, aldrei kom neitt
óhapp fyrir svo lánsöm var hún.
Þegar Inga og Mummi fluttu
suður löngu á eftir okkur hélst
sambandið þó við værum fjarri
hvor annarri.
Við Þórhallur þökkum Ingu
ómetanlega samfylgd í gegnum
árin og vottum börnum hennar
samúð okkar.
Við kveðjum með ljóðabroti
eftir vinkonu mína Vigdísi Ein-
ars.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar
skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Guð þig geymi kæra vinkona.
Sigrún Sturlu
frá Súgandafirði.
Þá hefur þú kvatt okkur
kæri vinur. Það er sárt að
horfa á eftir góðu fólki sem
maður vill hafa í lífinu eins
lengi og hægt er. Himnaríki
ætti að vera vel sett með því
góða fólki sem hefur kvatt okk-
ur á þessu ári.
Við hittumst reglulega í tölu-
verðan tíma og áttum við góðar
stundir. Við mættumst aldrei
öðruvísi en í kurteisi, kærleik
og hlýju.
Ég sé þig fyrir mér með fal-
lega gefandi brosið þitt sem
sagði meira en mörg orð, með
hægri olnboga ofan í vinstri
lófa, vísifingur á kinn, þumal-
fingurinn undir hökunni og
langatöng strauk andlit þitt.
Það var ómetanlegt að fá að
heyra þig tala um lífið og
gamla daga. Þá ljómaði andlit
þitt og ástin skein úr augum
þínum. Þennan fallega ljóma
mátti líka sjá þegar þú horfðir
aðdáunaraugum á hana Ingu
þína.
Megi góður Guð styrkja
Ingu, börnin ykkar og barna-
börn í gegnum þá sorg sem
hefur nú sótt fjölskyldu ykkar
á ný. Sólin okkar saknar Ósk-
ars afa og finnst ósanngjarnt
að kallið hafi komið svona
fljótt.
Mér finnst texti Ása í Bæ
Óskar Þórarinsson
✝ Óskar Þór-arinsson fædd-
ist í Vest-
mannaeyjum 24.
maí 1940. Hann lést
á Heilbrigðis-
stofnun Vest-
mannaeyja 2. nóv-
ember 2012.
Útför Óskars fór
fram frá Landa-
kirkju í Vest-
mannaeyjum 10.
nóvember 2012.
passa vel við þig
kæri vinur:
Ó, gamla gatan mín
ég glaður vitja þín
og horfnar stundir
heilsa mér.
Hér gekk ég gullin
spor
mín góðu bernskuvor,
sem liðu burt í leik
hjá þér.
Með vinsemd og
virðingu,
Fríða Hrönn.
Ég þakka Óskari á Háeyri
fyrir skemmtilega ferð í gegn-
um lífið. Hann var næmur
Eyjamaður. Hafði yndi af list-
um, en djassinn var hans uppá-
hald. Það kurraði í honum þeg-
ar góður djass var leikinn,
augun lokuð og brosið frosið á
andlitinu sem hristist í takt við
tónlistina sem hann ann svo
mikið. Vel gefinn og athugull
maður, framsýnn og skemmti-
legur í öllu spjalli um lífið og
tilveruna í lúkarnum eða á vigt-
inni á alvarlegri nótum eða
glensið taumlaust en saklaust.
Fróður um lífið og tilveruna,
um sjósókn og sjósóknara,
fiskimið og náttúruna sem hann
lifði á og af. Honum var lífið
hugleikið, ekki síst mannlífið
sem hann sá í spéspegli þegar
það átti við. Hann var sjómað-
ur, en heimsborgari á sinn hátt,
djúpur en svo mikill Eyjamað-
ur að fáir voru þeir betri. Við
upphafið á kvótakerfinu sat
Óskar hjá okkur á vigtinni. Við-
miðunarárin voru mishagstæð
og fæstir sáu til enda þessa
kerfis sem var að stíga sín
fyrstu skref. Óskar sagði þá
orð sem ég gleymi aldrei í ljósi
reynslunnar af kerfinu: „Takið
eftir því, peyjar, þess verður
ekki langt að bíða að kvótinn
verður leigður á milli báta og
kallarnir um borð vera látnir
borga leiguna og allt logar í ill-
deilum.“ Aðrar lýsingar hans á
kerfinu hafa svo ég best man
flestar komið fram. Hann sjálf-
ur útgerðarmaðurinn var með
hugann við kallana um borð
löngu áður en vandinn varð til.
Þannig eru góðir útgerðar-
menn, vinna sín mál með körl-
unum um borð.
Í mínum huga var alltaf
ljómi yfir Óskari á Háeyri.
Honum gekk vel sem skipstjóra
og síðar sem útgerðarmanni.
Fór vel með og var ekki að
flíka sínu mikið. Það var meiri
sveifla þegar við vorum að
skemmta okkur saman og það
var gaman að vera með Óskari
á þeim stundum. Uppátækja-
samur og gerði meira en tala
um hugmyndirnar, þær voru
framkvæmdar. Hæðnissvipur-
inn á honum og andlitsfallið svo
skemmtilegt með bogna nefið,
svo einkennandi fyrir Óskar á
Háeyri. Hann var einu sinni að
fara yfir svunturnar í ávísana-
heftinu eftir nokkra törn og við
Friðrik Már með í félagsskapn-
um. 600 þúsund, 800 þúsund,
500 þúsund, fólkið í kringum
okkur var farið að glápa á
þennan mann sem las upp þess-
ar stóru tölur. 900 þúsund en
svo stoppar hann: „4.500, fjög-
ur þúsund og fimm hundruð,“
hann horfir á Friðrik Má og
segir: „4.500, hvað hefur það nú
verið?“ Nokkru áður hafði hann
keypt hest á uppboði enda vor-
um við staddir á Landsmóti
hestamanna á Hellu árið 1986.
Rauðblesóttan fola, mikið efni á
metverði. „Já, svo þú býrð í
Eyjum,“ segir eigandinn.
„Hvernig ætlarðu að flytja fol-
ann þangað?“ Óskar snýr sér
að Má, sem hvíslar í eyra hans:
„Heyrðu vinur, gætir þú ekki
saltað hann í tunnu fyrir okkur
og sent hann til Eyja?“ Kaup-
unum var rift. Svona gat Óskar
á Háeyri orðið háðskur og allt-
af til í smásprell. Þessi glaumur
var löngu liðin tíð hjá okkur
báðum en minningarnar eru
góðar og skemmtilegar og sak-
laust að rifja þær upp á kveðju-
stundu.
Óskar á Háeyri hefur bundið
bagga hildar langt fyrir aldur
fram og ég þakka honum sam-
leiðina sem við áttum í lífinu.
Ingu, börnum, barnabörnum og
fjölskyldu sendi ég samúðar-
kveðjur.
Ásmundur Friðriksson.
Kveðja.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín systir,
Þóranna.
HINSTA KVEÐJA
Þú ert besti afi í heimi og
besti vinur minn.
Æ, afi, hvar ertu? Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á
haf?
Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
(Höf. ók.)
Kveðja,
Guðbjörg Sól (Sólin þín).