Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 2
Skannaðu kóðann
til að sjá fyrsta
þáttinn.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nýr viðskiptaþáttur hefst á mbl.is í
dag. Sigurður Már Jónsson blaða-
maður fær þar til sín fólk úr við-
skiptalífinu og ræðir við það um
helstu mál á baugi. Fyrsti viðmæl-
andi Sigurðar er Páll Harðarson, for-
stjóri Kauphallarinnar, en þeir ræða
meðal annars um traust á fjármála-
mörkuðum, skráningu Eimskips og
skort á útflutningsfyrirtækjum á
markaðnum. Páll telur að á næstunni
muni skráningum fyrirtækja í Kaup-
höllinni fjölga mikið og þau verði um
20 í lok næsta árs. Hann segir æski-
legt að sjávarútvegs- og orku-
fyrirtæki fari á markað en það muni
bæta fjármögnunarumhverfi fyrir-
tækja hérlendis. Ýmislegt standi þó í
vegi fyrir því og nefnir Páll óvissu um
starfsumhverfi sjávarútvegsins.
Mörg þeirra hafi fulla burði til að
sóma sér vel á markaði og það geti
verið grunnur að góðri sátt um
sjávarútveginn, þar sem almenningi
er gefinn kostur á að fá hlutdeild í
arði fyrirtækjanna. Þátturinn verður
sýndur á fimmudögum á mbl.is.
thorsteinn@mbl.is
Viðtalsþáttur um viðskipti
Á dagskrá alla
fimmtudaga á mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nýr þáttur Páll Harðarson var fyrsti gesturinn í nýjum viðtalsþætti á mbl.is.
Björn Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri NTC sem m.a. starf-
rækir 20 verslanir á höfuðborgar-
svæðinu, segir að samdráttur í
fataverslun komi til vegna minni
kaupgetu almennings. Samkvæmt
úttekt Rannsóknarseturs verslun-
arinnar minnkaði fataverslun um
6,2% í október miðað við sama mán-
uð í fyrra á föstu verðlagi. Verð á
fötum hækkaði um 4,2% á sama
tímabili.
Björn segir samdráttinn hjá NTC
minni eða 4-5%. Hann gefur lítið
fyrir þær skýringar að samdrátt-
urinn sé vegna tíðari verslunar-
ferða Íslendinga erlendis. „Versl-
unarferðir erlendis eru ekki nýtt
fyrirbæri. Verslunarferðir voru
vinsælar í góðærinu og enn er mik-
ið farið í slíkar ferðir í dag. En ef
eitthvað er þá erum við samkeppn-
ishæfari í dag heldur en þá vegna
gengisins. Að fara erlendis að
versla þarf ekki að vera ódýrari
kostur þó það sé misjafnt eftir því
hvort fólk kaupi föt á miklum af-
slætti eða á útsölum. En það getur
alveg eins verið tilfellið hér á
landi,“ segir Björn.
Hann segir að söluaukning sé í
sumum búðum en minnkun í öðrum,
sú þróun virðist ekki fara eftir til-
teknum vöruflokkum eða verði.
„Þetta eru erfiðir tímar og það
virðist sem svo að meðaljónarnir
hafi minna á milli handanna,“ segir
Björn. Hann minnir á að oft vilji
gleymast að fyrirtæki á landinu
geti ekki velt auknum álögum og
óhagstæðu gengi út í verðlagið
heldur þurfi að taka slíkt á sig að
stórum hluta. heimirs@mbl.is
Verslun Landsmenn virðast vera
spara við sig í fatakaupum.
Fataversl-
un að drag-
ast saman
Verslunarferðir er-
lendis ekki skýringin
Í gær var átaksverkefninu „Grunnskóli á grænu
ljósi“ ýtt úr vör í Ölduselsskóla en því er ætlað að
vekja athygli á þremur afar mikilvægum atriðum:
endurskinsmerkjum, öruggum ferðaleiðum og
skólaakstri.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra,
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirrit-
uðu samning um átakið, sem er samvinnuverkefni
ráðuneytanna þriggja.
Í tilkynningu frá Umferðarstofu kemur m.a.
fram að einstaklingur með endurskinsmerki sjáist
allt að sjö sinnum fyrr en sá sem er án þess og að
mikilvægt sé að öruggar ferðaleiðir séu valdar til
og frá skóla og milli skóla og frístundastaða.
Þá segir einnig að nokkur fjöldi nemenda í
grunnskólum á Íslandi noti skólabíla til að komast
í skólann. Gæta þurfi m.a. að notkun öryggisbelta,
því hvernig gengið er að og frá hópferðabifreið
og að bílstjórar þurfi að sýna sérstaka varkárni
þegar ekið er framhjá skólabifreið.
Morgunblaðið/Kristinn
Grunnskóli á grænu ljósi
Átaksverkefni um endurskinsmerki, öruggar ferðaleiðir og skólaakstur
Andri Karl
andri@mbl.is
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hyggst láta
reyna á lögmæti sérstaks skatts á lífeyrisréttindi
launafólks á almennum vinnumarkaði, en sam-
bandið telur að álagning skattsins brjóti gróflega
gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. ASÍ segir
að margítrekað hafi verið gefin loforð um afnám
skattsins en þau ekki efnd.
Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræði-
deildar ASÍ, segir auðvelt að sjá hvernig sjóðs-
félögum er mismunað. „Það er vegna þeirrar ein-
földu staðreyndar að greiðslur lífeyrissjóða á
almennum vinnumarkaði eru háðar ávöxtun þeirra
og afkomu hvers árs fyrir sig.
Gefnar eru forsendur og lífeyr-
inn reiknaður út. Ef eitthvað
brestur, eins og í þessu tilviki
nýr skattur, bitnar það á sjóðs-
félögum, því lífeyrissjóðirnir
eru ekki með sama hætti og áð-
ur færir um að greiða þeim
þann lífeyri sem ætla hefði
mátt.“
Það sama gildi hins vegar
ekki um þá sem aðild eiga að
opinberum lífeyrissjóðum, en þar á meðal eru ráð-
herrar, alþingismenn og opinberir starfsmenn.
„Opinberir sjóðir lofa, samkvæmt lögum,
ákveðnum lífeyri. Þau loforð eru ekki bundin við af-
komu sjóðanna. Þannig að þó svo hægt sé að segja að
á yfirborðinu sé skattlagningin sú sama á alla lífeyr-
issjóði eru afleiðingar hennar gagnvart sjóðsfélög-
um gjörólíkar. Og það er mismunun.“
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hverjum
verður stefnt eða hvenær dómsmálið verður höfðað.
Málið verði undirbúið í rólegheitum. En hvers vegna
núna?
„Það er ósköp einfaldlega vegna þess að marg-
ítrekuð loforð um að falla frá þessari skattheimtu
hafa ekki verið efnd. Nú ber fjárlagafrumvarpið það
með sér að þetta eigi að koma til framkvæmda og því
ekki skilað sem tekið var og það er óásættanlegt,
samkvæmt áliti miðstjórnar ASÍ,“ segir Magnús.
Ítrekuð loforð gefin ASÍ ekki
efnd og dómsmál því höfðað
Sambandið telur að skattlagning á lífeyri feli í sér grófa mismunun sjóðsfélaga
Magnús M.
Norðdahl