Morgunblaðið - 15.11.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 15.11.2012, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími: 515 7050 | volvo.is Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Volvo XC60 AWD D4 dísil, 20 ventlar, 5 strokkar, 163 hö, tog 400 Nm, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönd- uðum akstri 6,8 l/100 km. CO2 179 g/km. Verð frá 8.890.000 kr. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ungmennafélag Íslands er að und- irbúa tillögu að IPA-verkefni Evr- ópusambandsins til að koma á fót lýðháskóla á Skógum undir Eyja- fjöllum. Rangárþing eystra og Mýr- dalshreppur eru formlegir sam- starfsaðilar UMFÍ við styrk- umsóknina en öll sveitarfélögin í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells- sýslu standa að baki verkefninu. Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, segir að Ung- mennafélag Íslands hafi í mörg ár undirbúið stofnun lýðháskóla á Ís- landi. Hann nefnir að slíkir skólar séu á öllum Norðurlöndunum, einn- ig á Grænlandi og í Færeyjum. UMFÍ er í samstarfi við nokkra lýðháskóla og hefur haft milligöngu um að koma íslenskum ungmennum í skóla þar, ekki síst í Danmörku. Sæmundur segir að mikill áhugi hafi komið fram í viðræðum við full- trúa stjórnvalda, meðal annars hjá menntamálaráðherra, en ekki hafi verið til fjármagn til að setja í verk- efnið. Umsókn um IPA-styrk hjá Evrópusambandinu sé tilraun til að koma hreyfingu á málið. Markmið IPA-verkefna sem framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins styrkir er að undirbúa þátttöku aðila í um- sóknarlöndum undir mögulega þátt- töku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu. Ólíkt námsefni Ætlunin er að hefja kennslu í lýðháskóla á Skógum með 50 til 100 nemendum á aldrinum frá átján ára til þrítugs. Námsefnið er ólíkt al- mennum skólum því áhersla er lögð á verklegt nám, listir, menningu, umhverfi og íþróttir. Dagarnir byrja á söng. Lagt er upp úr því að mynda gott samfélag í skólanum og að allir nemendur taki þátt í dag- legum störfum við rekstur hans. Sæmundur segir að lýðháskóli geti orðið val fyrir einstaklinga sem finni sig ekki í almennum fram- halds- eða háskólum, eða vilji prófa eitthvað annað í eitt ár. Hins vegar sé hann ekki hugsaður sem úrræði fyrir sérstaka hópa. Þá reiknar hann með að áhugi verði hjá ungu fólki frá hinum Norðurlandaþjóð- unum að sækja slíkan skóla á Ís- landi. Undirbúa lýðháskóla á Skógum  Ungmennafélag Íslands sækir um IPA-styrk til Evrópusambandsins til að stofna lýðháskóla  Sveitarfélögin standa að verkefninu  Valkostur fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Forn frægð Héraðsskóli og framhaldsskóli voru í Skógum í fimmtíu ár. Þar er nú rekið Eddu-hótel á sumrin en húsin ónotuð á vetrum. Héraðsskóli tók til starfa í Skógum á árinu 1949 eftir að Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslur tóku við stórum hluta jarðarinnar Ytri- Skóga að gjöf. Héraðsskóli og síðar framhaldsskóli var þar í fimmtíu ár. Þegar ríkið hætti rekstri Skógaskóla 1989 tóku heima- menn byggingarnar á leigu í þeim tilgangi að reka hann áfram en skólahald lagðist al- veg af árið eftir. Hótel Edda rekur sumarhótel í húsnæði gamla héraðsskólans. Skóli rekinn í fimmtíu ár SKÓGASKÓLI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.