Morgunblaðið - 15.11.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
BÍLARAF
BÍLAVERKSTÆÐI
Bílaraf
www.bilaraf.is
Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is
Allar almennar
bílaviðgerðir
Tímapantanir í síma 564 0400
Gott verð, góð þjónusta!
Startarar og alternatorar
í miklu úrvali
BAKSVIÐ
Ágúst Jngi Jónsson
aij@mbl.is
„Eðlilega harma ég uppsagnir sjó-
manna,“ segir Sævar Gunnarsson,
formaður Sjómannasambands Ís-
lands. Á þriðju-
dag var greint frá
uppsögnum hjá
Ögurvík og segir
Sævar að þær
þurfi ekki að
koma alls kostar á
óvart. Með aukn-
um álögum blasi
hagræðingar-
aðgerðir við og
fleiri útgerðir
gætu gripið til uppsagna. Komi til
verkbanns útgerðarmanna á sjó-
menn óttast hann að slíkt myndi
bitna á þjóðinni allri.
Í ljósi uppsagna hjá útgerðarfyrir-
tækinu Ögurvík þar sem útlit er fyrir
að 20 sjómenn missi vinnuna var
Sævar spurður hvort hann óttist
frekari uppsagnir:
Ákvörðun um hagræðingu
„Mér finnst að svona nokkuð hafi
legið í loftinu. Ég held að eitt skip
geti veitt kvóta þeirra og hafi getað
gert lengi. Auk þess er skipið, sem á
að selja, að verða gamalt þó svo að
það sé í fínu standi. Að mínu mati er
þetta ákvörðun um hagræðingu líkt
og gert var hjá Stálskipum í Hafnar-
firði fyrir nokkrum árum, þegar ann-
ar togari fyrirtækisins var seldur.
Ég viðurkenni að það er ákveðin
skynsemi í svona ráðstöfunum en
auðvitað er alltaf slæmt þegar menn
missa vinnuna og ég ítreka að ég
harma uppsagnir. Fleiri gætu siglt í
kjölfarið og fækkað skipum og ég hef
verulegar áhyggjur ef það verður
fækkun í stéttinni.
Það getur vel verið rétt hjá Hirti
Gíslasyni í Ögurvík að veiðileyfa-
gjaldið hafi verið kornið sem fyllti
mælinn og ég bendi á að við höfum
ályktað gegn auðlindagjaldinu.
Hjörtur nefnir einnig fallandi verð á
mörkuðum og fleiri atriði og sjálfsagt
er þetta allt rétt hjá honum. Hins
vegar veit ég um útgerðir sem eru
með of mörg skip fyrir þær aflaheim-
ildir sem þær hafa, það er bara stað-
reynd. Margar þeirra leggja skipum
tímabundið á hverju ári og þær út-
gerðir hljóta að hugsa sinn gang.“
Kjaramálin verða eflaust fyrir-
ferðarmikil á þingi Sjómanna-
sambandsins eftir tvær vikur. Sævar
hefur sagt að meginkrafa útgerðar-
innar feli í sér að sjómenn taki auk-
inn þátt í útgerðarkostnaði sem nem-
ur 25-30 milljörðum króna. Ekki
komi til greina að semja um breyt-
ingar á hlutaskiptum.
Beðið eftir frumvörpum
um stjórnun fiskveiða
Fleiri mál gætu orðið tímafrek á
þingi Sjómannasambandsins:
„Ákvörðun útgerðarinnar um boð-
un verkbanns ætti að liggja fyrir
þegar við höldum þingið og kjara-
málin verða örugglega í brennidepli.
Einnig stjórnun fiskveiða, en
atvinnuvegaráðherra boðaði að þrjú
eða fjögur frumvörp kæmu fram í
þessari viku og þeirri síðustu. Ekk-
ert þeirra er reyndar komið fram en
auðvitað bíðum við spenntir eftir því
að sjá hvað þau hafa að geyma,“ seg-
ir Sævar.
Hann hefur verið formaður Sjó-
mannasambandsins frá 1994 og gef-
ur kost á sér til endurkjörs á þinginu.
Á stjórnarfundi SÍ í dag verður
fjallað um undirbúning að þinginu.
Sævar segist muna eftir að verk-
bann hafi verið sett á þegar hluti sjó-
mannastéttarinnar var í átökum. Þá
hafi verið sett verkbann á hinn hlut-
ann til að sá hópur færi einnig af
launaskrá meðan flotinn var bundinn
við bryggju.
Afdrifaríkt að stoppa
flotann í langan tíma
„Þá var um viðbrögð við verkfalli
að ræða, en ég man ekki eftir síðan
ég byrjaði að fylgjast með málum að
vinnuveitendur hafi sett á verkbann
sem fyrstu aðgerð,“ segir Sævar.
„Við höfum fengið að heyra það
æði oft, forystumenn sjómanna, að
við gerum okkur ekki grein fyrir því
hvað það væri afdrifaríkt að vera
með flotann stopp í langan tíma út af
markaðsástæðum. Ég held að verk-
bann hafi sömu áhrif og verkfall og
núna eru markaðir mjög viðkvæmir.
Eðlilega fara áhrifin eftir því hvenær
verkbannið verður, komi til þess, og
hversu lengi það stendur. Þetta er
hins vegar réttur vinnuveitenda ef
þeir kjósa svo.
Verði þessi leið valin hef ég fyrst
áhyggjur af mínum umbjóðendum,
en einnig af fiskverkafólki og stöð-
unni á mörkuðum. Kjaradeilur bitna
oft á þriðja aðila og jafnvel þjóðinni í
heild sinni. Ég óttast að það geti orð-
ið niðurstaðan núna komi til verk-
banns,“ segir Sævar Gunnarsson.
Fleiri útgerðir gætu
gripið til uppsagna
Morgunblaðið/Ómar
Stormur Það hefur gustað um sjávarútveginn að undanförnu og ekki sér fyrir endann á því. Þessir kappar höfðu
nógu að sinna um borð í Stormi frá Grundarfirði í Hafnarfjarðarhöfn á dögunum þegar ein haustlægðin gekk yfir.
Kjaradeila útgerðar og sjómanna hefur verið í brennidepli undanfarið. Í
dag verður fundur hjá ríkissáttasemjara í deilunni, en Sævar Gunnarsson
segist ekki reikna með stórtíðindum af þeim fundi, deilan sé í erfiðum
hnút.
Á morgun fjallar stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna síðan
um verkbann á sjómenn. Aðalfundur LÍÚ, sem haldinn var í lok síðasta
mánaðar, samþykkti að ef ekki tækjust samningar um skiptingu aflaverð-
mætis milli útvegsmanna og sjómanna skyldi efnt til atkvæðagreiðslu
um boðun verkbanns, eins og segir á heimasíðu LÍÚ. Stjórn SA hefur
heimilað LÍÚ að sækja heimild til verkbanns til aðildarfélaga.
Kjaradeila í brennidepli
FUNDUR HJÁ SÁTTASEMJARA OG STJÓRNARFUNDUR LÍÚ
Þáttur Styrmis Þórs Bragasonar í
hinu svokallaða Exeter-máli var
tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær.
Hæstiréttur dæmdi í sumar þá
Jón Þorstein Jónsson og Ragnar Z.
Guðjónsson í fjögurra og hálfs árs
fangelsi fyrir umboðssvik í málinu.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður sýknað þá.
Styrmir Þór var einnig ákærður í
málinu fyrir hlutdeild í brotunum
og sýknaður í héraðsdómi. Hæsti-
réttur ómerkti þann dóm og sendi
aftur til héraðsdóms. Sagði Hæsti-
réttur, að einu rök héraðsdóms fyr-
ir sýknu Styrmis hefðu verið að
þeir Jón og Ragnar væru sýknaðir.
Með fyrstu ákærum sérstaks
saksóknara
Ákæran í Exeter-málinu var ein
af þeim fyrstu sem embætti sér-
staks saksóknara gaf út. Ragnar er
fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs
og Jón Þorsteinn fyrrverandi
stjórnarformaður sparisjóðsins.
Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik
í tengslum við lánveitingu Byrs til
einkahlutafélagsins Exeter Hold-
ing. Lánið var veitt til kaupa á
stofnfjárbréfum í eigu Jóns Þor-
steins og nokkurra starfsmanna
sparisjóðsins og félags sem að hluta
var í eigu Ragnars.
Í dómnum sagði að Jón og Ragn-
ar hefðu komið málum þannig fyrir
að áhættu á tjóni vegna stofn-
fjárbréfanna hefði verið velt yfir á
Byr.
Ákæran á hendur þremenning-
unum var gefin út í júní 2010.
Styrmir Þór er ákærður fyrir
hlutdeild í umboðssvikum Jóns Þor-
steins og Ragnars Zophoníasar, en
hann var þáverandi forstjóri MP
banka.
Þá er Styrmir Þór ákærður fyrir
peningaþvætti með því að hafa í
stöðu sinni sem framkvæmdastjóri
MP banka tekið við fjármunum sem
aflað hafi verið með umboðssvikum
Jóns og Ragnars. jonpetur@mbl.is
Mál Styrmis Þórs
tekið fyrir í héraði
Dómur Héraðsdómur Reykjavíkur.
Formaður Sjómannasambandsins harmar uppsagnir
Óttast að verði af verkbanni bitni það á þjóðinni allri
Sævar Gunnarsson