Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 24
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
S
tjórnvöld, í samstarfi við
m.a. skólastjórnendur,
kennara og foreldra, ættu
að setja sér það grund-
vallarmarkmið að allir
nemendur ljúki skilgreindu námi á
framhaldsskólastigi. Þá ætti viðmið-
unarnámstími í grunn- og framhalds-
skóla að minnka í 13 ár og leggja ætti
aukna áherslu á einstaklingsmiðað
nám.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu starfshóps um
samþættingu mennta- og atvinnu-
mála en hlutverk hans var m.a. „að
móta aðgerðaráætlun sem skuli sam-
þætta áherslur í mennta- og atvinnu-
stefnu stjórnvalda með áherslu á að
greina menntunarþörf atvinnulífsins,
auka vægi starfsnáms í íslensku
menntakerfi og þróa nýjar fjöl-
breyttar námsleiðir“.
Í skýrslu starfshópsins kemur
m.a. fram að ýmislegt bendi til þess
að margir fari ekki í nám við sitt hæfi.
Við blasi að íslenskt menntakerfi að-
lagi nemendur um of að fyrirfram
mótuðu skipulagi skóla, í stað þess að
menntaferill nemenda mótist af hæfi-
leikum, getu og áhuga nemendanna
sjálfra.
Þá segir einnig í skýrslunni að
íslenskir nemendur á framhalds-
skólastigi velji mun sjaldnar verk-
nám en jafnaldrar þeirra í öðrum
löndum OECD og að samkvæmt
rannsókn frá árinu 2007 hafi aðeins
14% nemenda valið verknám á fram-
haldsskólastiginu, þrátt fyrir að um
helmingi nýnema hafi líkað betur við
verklegar greinar en bóklegar í
grunnskóla.
Misvægi á vinnumarkaði
Starfshópurinn segir mikilvægt
að fólki verði tryggðar leiðir til að
halda áfram námi á framhalds- og há-
skólastigi eftir að hafa reynt fyrir sér
á vinnumarkaði en um þriðjungur Ís-
lendinga á aldrinum 25-64 hafði ekki
lokið formlegu námi á framhalds-
skólastiginu árið 2011.
Í skýrslunni kemur einnig fram
að dregið hafi úr eftirspurn eftir
ósérhæfðu starfsfólki í OECD ríkjum
en færnisspá Starfsmenntastofnunar
Evrópu gerir ráð fyrir að á næstu ár-
um verði áfram mikil eftirspurn eftir
fólki í þjónustu-, tækni- og sérfræði-
störf.
„Hérlendis hefur komið fram al-
varlegt misvægi sem felst í því að hér
er verulegt atvinnuleysi meðal ungs
fólks á sama tíma og skortur er á fag-
menntuðu vinnuafli í ýmsum vaxtar-
greinum, s.s. hugverkaiðnaði og
málmiðnaði,“ segir í skýrslu starfs-
hópsins.
Skortur á sérhæfðu starfsfólki
hafi þegar leitt fyrirtæki á borð við
CCP, Össur, Marel, Héðin og Fram-
tak-Stálsmiðju til að ráða inn erlent
vinnuafl eða jafnvel taka út vöxt sinn
erlendis en Samtök iðnaðarins hafi
t.d. áætlað að hægt væri að bæta við
1.000-2.000 starfsmönnum í
málmiðnaði umsvifalaust.
Einstaklingsmiðað nám
Meðal þeirra úrbóta sem starfs-
hópurinn leggur til að verði gerðar er
að vægi verk- og tæknináms í
menntakerfinu verði aukið og að efnt
verði til hvatningarátaks í þessu sam-
bandi og m.a. efnt til árlegrar verk-
og tækninámsmessu.
Þá er lagt til að komið verði á
virkara samstarfi skóla og atvinnulífs
um nýjar áherslur í menntun og að
vinnustaðaþáttur námsins verði efld-
ur og tenging við atvinnulífið aukin.
Einnig er mælst til þess að
náms- og starfsráðgjöf í grunn- og
framhaldsskólum verði efld og að
aukin áhersla verði lögð á ein-
staklingsmiðað nám og að mótaðar
verði persónubundnar námsáætlanir
með tilliti til áhugasviðs og styrkleika
nemenda.
Morgunblaðið/Ernir
Verknám Starfshópurinn leggur til að leitað verði samstarfs við RÚV um
sýningu á verkgreinakeppninni „Gerðu betur“ til að auka áhuga nemenda.
Þörf á ýmsum úrbót-
um í menntakerfinu
Nám á Íslandi
» Á blaðamannafundi
starfshópsins, sem settur var
á laggirnar af forsætisráðu-
neytinu, kom m.a. fram að það
væri þjóðsaga að Íslendingar
væru upp til hópa vel mennt-
aðir. Hlutfall þeirra sem ein-
vörðungu hefðu lokið grunn-
menntun væri talsvert hærra
hér en í öðrum Evrópulöndum.
» Þá kom fram að af 4.000
nýnemum í framhaldsskólum
haustið 2002 hefðu 45% lokið
námi fjórum árum síðar en
61% sjö árum seinna.
» Aðeins 10% nýnema á
framhaldsskólastigi haustið
2012 voru skráðir á verknáms-
brautir.
» Rannsóknir Gerðar G.
Óskarsdóttur benda til þess að
nám í 10. bekk grunnskóla og á
1. ári í framhaldsskóla sé sam-
bærilegt og styðja við hug-
myndir um styttingu náms til
stúdentsprófs um eitt ár.
» Af þeim sem hafa verið
atvinnulausir lengur en 12
mánuði eru 51,6% eingöngu
með grunnskólamenntun og
15,8% með háskólapróf.
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Frá árinu2008 hefuratvinnu-
lausum fjölgað um
tæplega 4.000 hér
á landi. Á sama
tíma hefur þeim
sem eru starfandi fækkað um
rúmlega 12.000 og hafa þeir
ekki verið færri frá árinu 2005.
Þetta eru sláandi tölur en það
sem gerir þær enn meira slá-
andi er að frá árinu 2005 hefur
íbúum landsins fjölgað um
26.000. Starfandi íbúum hefði
því átt að fjölga umtalsvert en
ekki dragast verulega saman.
Tölur um atvinnuleysi, sér-
staklega hlutfall atvinnu-
lausra, segir lítið við þær að-
stæður sem hafa verið
skapaðar í þjóðfélaginu og
þess vegna er nauðsynlegt að
skoða aðra hópa til að átta sig
á raunverulegri stöðu á vinnu-
markaði og þar með á að-
stæðum almennings.
Fólki utan vinnumarkaðar
hefur fjölgað mikið og nú eru
um 5.000 fleiri í þeirri stöðu en
árið 2008. Þetta eru þeir sem
eru á vinnualdri en eru ekki í
vinnu, til að mynda námsmenn
og heimavinnandi fólk.
Nú er vissulega gott að fólk
geti verið í námi eða heima-
vinnandi en aðeins ef fólk vel-
ur þessa kosti. Við þær að-
stæður sem vinnumarkaðnum
hafa verið búnar, þar sem at-
vinnusköpun mætir afgangi og
áherslan er lögð á að bregða
fæti fyrir atvinnulífið, er fjölg-
un námsmanna og heimavinn-
andi ekki jákvætt merki.
Þvert á móti er þetta til marks
um að fólk hefur hrakist af
vinnumarkaði og skráir sig í
nám eða hverfur inn á heimilin
af þeim sökum. Það skráir sig
ekki atvinnulaust, en fjarvera
þess af vinnumarkaði er engu
að síður jafngildi atvinnuleys-
is.
Til að fá rétta mynd af þró-
un síðustu ára – þróuninni sem
forystumenn ríkisstjórn-
arinnar kalla „árangur“ í efna-
hagsmálum – er
þess vegna nauð-
synlegt að skoða
þessa heild-
armynd. Hún sýn-
ir að frá árinu 2008
hafa nær 4.000
bæst í hóp atvinnulausra og
nær 5.000 horfið af vinnu-
markaði. Við þetta bætast svo
þær þúsundir sem flúið hafa
land vegna atvinnuástandsins.
Um þessar tölur má segja
það sama og um flestar hag-
tölur að þær eru ónákvæmar
og hægt er að teygja og toga
túlkunina á þeim út og suður
ef vilji er fyrir hendi. Og vilj-
ann til að túlka skortir ekki
hjá talsmönnum ríkisstjórn-
arinnar. Þrátt fyrir þetta get-
ur engin túlkun breytt því að
þegar tekið er tillit til þeirra
þúsunda sem flúið hafa til út-
landa undan atvinnustefnu
ríkisstjórnarinnar og þeirra
sem bæst hafa beint og óbeint
í hóp atvinnulausra hér innan-
lands, þá blasir við að í tíð rík-
isstjórnarinnar hafa tapast á
annan tug þúsunda starfa.
Efnahagslegt tap þjóðar-
innar vegna þessa er gríðar-
legt. Við eðlilegar aðstæður
væri þessi fjöldi nú starfandi
við að skapa verðmæti hér á
landi en er nú ýmist erlendis
eða í besta falli að sinna mun
minna arðbærum verkefnum
innanlands.
Fyrir ríkið þýðir þetta
miklu minni skatttekjur og
þar með lakari opinbera þjón-
ustu og þrengri kjör þeirra
sem þurfa að reiða sig á stuðn-
ing ríkisins. Fyrir hagkerfið í
heild og landsmenn alla þýðir
þetta einfaldlega að minni
verðmæti verða til og hagur
allra versnar.
Stærsta verkefni ríkis-
stjórnarinnar ætti að vera að
snúa þessari þróun við. Þess í
stað velur hún að spinna sögur
um „árangur“ og eftirlætur
næstu ríkisstjórn að laga það
sem aflaga hefur farið á vinnu-
markaði.
Í tíð ríkisstjórnar-
innar hafa tapast
á annan tug
þúsunda starfa}
Tap allra landsmanna
Sagt var fráeinni af afleið-
ingum stefnu
ríkisstjórnarinnar
í sjávarútvegs-
málum í gær, þeg-
ar greint var frá
því að útgerðarfélagið
Ögurvík hefði sagt upp tugum
sjómanna og hygðist selja
annan togara sinn. „Þetta er
hrein og klár afleiðing af árás
stjórnvalda á útgerðina.
Minni útgerðir treysta sér
greinilega ekki til þess að
halda áfram miðað við þetta,“
sagði Vilmundur
Jósefsson, formað-
ur Samtaka at-
vinnulífsins, vegna
uppsagnanna.
Uppsagnirnar hjá
Ögurvík eru ekki
fyrsta dæmið um afleiðingar
stjórnarstefnunnar í sjávar-
útvegsmálum og örugglega
ekki það síðasta. Spurningin
er aðeins hve mörg skip verða
seld og hve margir sjómenn
missa vinnuna áður en stjórn-
völd átta sig á að þau eru á
villigötum.
Hversu margir munu
missa vinnuna áður
en stjórnvöld átta
sig á ástandinu? }
Afleiðingar stjórnarstefnu
F
jölmargir Íslendingar líta á Vil-
hjálm Bjarnason sem vin sinn
enda hefur frammistaða hans í
fjölmiðlum síðustu misseri verið
sköruleg, hvort sem hann
skammast yfir spillingu eða svarar spurn-
ingum í Útsvari. Það var því gleðilegt að verða
vitni að góðu gengi Vilhjálms í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokks á sama tíma og formaður flokks-
ins, Bjarni Benediktsson, beið afhroð.
Vilhjálmur Bjarnason mun líklega seint
verða dæmigerður þingmaður. Hann er of
sjálfstæður og sérsinna til að falla umsvifa-
laust í hóp litlausra þingmanna. Að öllum lík-
indum verður sláttur á honum og skemmtileg-
heitin eru líkleg til að fylgja honum og smita
vonandi út frá sér á Alþingi. Þar vantar stund-
um lífsmark í þingmenn og skiptir þá engu
hvaða flokki þeir tilheyra. Strákarnir í þingliði Samfylk-
ingarinnar eru til dæmis næstum allir sama týpan, hvort
sem þeir heita Skúli, Helgi, Magnús eða Róbert. Kannski
fara einstaklingar sem sitja saman á fundum dag eftir
dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár
ósjálfrátt að líkjast hver öðrum og byrja að hugsa eins.
Prófkjör eru til þess fallin að brjóta upp þessa eins-
leitni. Það verður að bjóða kjósendum upp á fleiri mann-
gerðir en Skúla, Helga, Magnús og Róbert. Reyndar
gerðist það um daginn að Erna Indriðadóttir, sem er
talsmaður atvinnuuppbyggingar og framfara, vann góð-
an sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar. Jafn hressilegt
og það var fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá Vil-
hjálm Bjarnason til liðs við sig þá er jafnvel
enn betra fyrir Samfylkinguna að fá Ernu
Indriðadóttur í sinn hóp. Hún er nútímalegur
jafnaðarmaður og ekki líkleg til að lepja upp
vitleysurnar í vinstri-grænum eins og of
margir þingmenn Samfylkingar hafa gert.
Stjórnmálaflokkar eiga að leitast við að fá
alvörufólk til liðs við sig, einstaklinga sem búa
yfir sjálfstæðri hugsun og hafa kjark til að
segja meiningu sína. Slíkt fólk hefur verið að
bjóða sig fram í prófkjörum og á skilið að ná
góðum árangri. Brynjar Níelsson er einn
þessara einstaklinga. Hann lætur hysteríska
rétttrúnaðarliðið á netinu ekki draga úr sér
kjark. Það skiptir engu máli hversu hátt þessi
hópur galar, Brynjar stendur við sannfær-
ingu sína og á aldrei í vandræðum með að
rökstyðja mál sitt. Það er ekki annað hægt en að virða
slíka menn. Þjóðfélagið þarf á þeim að halda.
Við lifum í furðulegu umhverfi þar sem talið er næsta
sjálfsagt að öskra og gala og ausa svívirðingum yfir fólk
og dæma til hægri og vinstri. Þeir sem þetta gera, og
kunna ekki almennar kurteisisreglur, telja sig svo í
flokki merkra álitsgjafa. Það er engin þörf á fólki af þess-
ari tegund.
Við þurfum kraftmikla þingmenn, fólk sem hefur kjark
og þor og býr yfir skynsemi. Við höfum ekkert að gera
við staðlaðar manngerðir. Þetta ættu kjósendur að muna
þegar þeir taka þátt í prófkjöri. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Við þurfum kraftmikla þingmenn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon