Morgunblaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
akkargjörðarhátíðin er
fyrst og fremst fjöl-
skylduhátíð og þetta er
ein af fáum hátíðum í
Bandaríkjunum sem
ekki eru tengdar við trú. Nánast all-
ir Bandaríkjamenn halda upp á
Thanksgiving og þetta er stórhátíð-
isdagur, sá sem kemst næst jólun-
um. Allar búðir eru lokaðar og fólk
fer oft í langt frí samhliða hátíðinni
og ferðast langan veg til að vera
með stórfjölskyldunni. Þetta er
langur veisludagur, það er byrjað
snemma og endað seint. Á þessum
tíma eru margir leikir í gangi í am-
eríska fótboltanum og sumir gefa
sér góðan tíma til að horfa á hann.
Þetta er mikil fjölskyldusamkoma
og oft eru þetta stórveislur með
fimmtán til tuttugu manns. Fyrir þá
sem hafa búið í Ameríku er þetta
hefð sem fólk hefur virkilega gaman
af að halda við,“ segir Dagmar Kr.
Hannesdóttir en hún er í undirbún-
ingsnefnd fyrir þakkargjörðarhátíð í
anda Bandaríkjamanna sem haldin
verður næstkomandi laugardag á
Hotel Nordica í Reykjavík.
Allir velkomnir í veisluna
„Þessi hátíð er haldin á vegum
fyrrverandi Fulbright-styrkþega en
hún er opin fyrir alla, þó svo að við
gerum þetta vissulega til að efla
tengsl milli Íslendinga sem hafa
verið við nám og störf í Bandaríkj-
unum og Bandaríkjamanna sem bú-
settir eru hér. Við vonumst til að sjá
alla þetta kvöld sem hafa fengið
Fulbright-styrki en okkur langar
líka til að halda með þessu móti upp
á þakkargjörðarhátíðina með fólki
sem er í tengslum við bandaríska
sendiráðið, Íslensk-ameríska versl-
unarfélagið eða tengist Ameríku á
Hefð sem fólk vill
gjarnan halda við
Þeir sem hafa búið í Ameríkunni taka oft með sér hefðir þaðan hingað heim.
Þakkargjörðarhátíðin er ein þeirra og verður slík veisla öllum opin á laugardag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dagmar Búin að gera allt klárt fyrir þakkargjörð, grasker og fínerí.
Ef þér finnst gaman að dytta að
heima fyrir og gefa gömlum hlutum
nýtt líf eða svolitla breytingu þá
ættir þú að kíkja á vefsíðuna curbly-
.com. Þar er að finna leiðbeiningar
að ýmsu slíku, t.d. hvernig megi
gæða gamlan koll lífi með því að
bólstra hann með litríku og
skemmtilegu efni. Eða fá hugmyndir
að einföldum jólagjöfum sem hægt
er að dunda sér við að búa til nú í
skammdeginu. Á síðunni má líka
finna góð ráð um það hvernig efni
passi helst saman og hvernig megi
ná fram sem bestri nýtingu á litlum
eldhúsum. Skemmtileg vefsíða fyrir
þá sem vilja nostra dálítið við heim-
ilið og gera kannski eitthvað fyrir
gömlu hilluna eða stólinn sem stað-
ið hefur óhreyfður í lengri tíma. Það
er alltaf gott að fá hugmyndir og
skoða fallega hluti líkt og þá sem
þarna má finna.
Vefsíðan www.curbly.com
Kósí Fallegir púðar geta gert mikið til að lífga upp á svefnherbergið.
Gefðu gömlum hlutum nýtt líf
Þá er skammdegið skollið á og víst
ekkert við því að gera. Það fylgir ein-
faldlega þessum árstíma. Þó er algjör
óþarfi að leggjast í híði heldur reyna
frekar að gera hið besta úr dimmum
morgnum. Kertaljós er í þessu tilfelli
kjörin lausn og sama hvort þú situr
með börnunum við eldhúsborðið eða
drekkur kaffið þitt standandi meðan
þú rennir yfir blaðið skaltu hafa
kveikt á kerti á meðan. Kertaljós er
mildandi og notalegt og lætur manni
líða notalega. Það er jú ósköp gott að
fara í slíkum gír út í umferð morguns-
ins og daginn í heild.
Endilega…
…hefjið daginn
við kertaljós
Morgunblaðið/Kristinn
Kósí Kertaljós í skammdeginu.
Reykjavíkurborg og Mannréttinda-
skrifstofa Reykjavíkur bjóða til sýn-
ingar á heimildarmyndinni „Silence
or Exile“ eða Þögn eða útlegð í Bíó
Paradís í dag, fimmtudaginn 15. nóv-
ember klukkan 18.00, á alþjóðadegi
fangelsaðra rithöfunda.
Í myndinni er brugðið upp myndum
af lífi fimm rithöfunda sem allir hafa
hrakist í útlegð vegna skrifa sinna og
þurft að byrja frá grunni þar sem þeir
hafa fundið skjól. Hlutskipti þeirra er
skoðað á nærfærinn en opinskáan
máta svo áhorfandanum birtist saga
um ofbeldisfullan, fáránlegan og
óréttlátan heim. En mitt í því öllu
halda höfundarnir áfram að trúa á
mátt skáldskaparins og mikilvægi
gagnrýnnar umræðu í mannlegu
samfélagi. Leikstjóri myndarinnar er
hin franska Marion Stalens sem hef-
ur sérhæft sig í gerð heimildarmynda
um efni sem snerta mannréttindi.
Sýningin er haldin í félagi við PEN
á Íslandi en það er aðili að PEN Inter-
national, alþjóðasamtökum rithöf-
unda. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Heimildarmyndin Silence or Excile
Saga rithöfunda í útlegð
skoðuð á opinskáan hátt
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bækur Rithöfundar frá ýmsum löndum hafa hrakist í útlegð vegna skrifa sinna.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Hefst 4. desember - 4 vikur•
Þri og fim kl. 11:00-12:00•
Verð kr. 9.900•
MÁ BJÓÐA ÞÉR UPP Í DANS?
Nýtt og spennandi námskeið
í Heilsuborg fyrir 60 ára og eldri
Ef þú ert hress 60 ára eða eldri og
finnst gaman að hreyfa þig í takt
við tónlist komdu þá og prófaðu
ZUMBA Gold