Morgunblaðið - 15.11.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 15.11.2012, Síða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 Madríd. AFP. | Til átaka kom milli lög- reglumanna og mótmælenda á Spáni og Ítalíu í gær þegar efnt var til verkfalla og fjöldamótmæla víða í Evrópu vegna sparnaðaraðgerða stjórnvalda. Tugir þúsunda manna tóku þátt í götumótmælum og starf- semi margra fyrirtækja stöðvaðist vegna verkfallanna, auk þess sem samgöngur riðluðust. „Evrópa er að vakna núna – frá Róm, til Madrídar, til Aþenu,“ sagði Mario Nobile, 23 ára háskólanemi sem tók þátt í mótmælunum í Róm. Á Spáni og í Portúgal var efnt til allsherjarverkfalla sem urðu til þess að starfsemi fyrirtækja í mörgum greinum stöðvaðist og lesta- og flug- samgöngur riðluðust. Verkalýðs- samtök sögðu að mikil þátttaka hefði verið í verkfallinu á Spáni og það hefði náð til 85% fyrirtækja í sumum greinum. Spænska stjórnin sagði þó að verkfallið hefði ekki haft svo mikil áhrif á atvinnulífið og rafmagnsnotk- unin hefði minnkað um 15,8%. Einnig var efnt til fjögurra stunda verkfalla á Ítalíu og í Grikklandi. 40 hreyfingar frá 23 löndum Til átaka kom milli lögreglumanna og mótmælenda í miðborg Madrídar. Lögreglumenn beittu kylfum og skutu gúmmíkúlum upp í loftið til að stöðva hundruð ungmenna sem reyndu að komast að torgi í miðborg- inni til að taka þátt í mótmælafundi. Tugir manna voru handteknir og minnst 34 særðust. Átök blossuðu einnig upp í Róm, Mílanó og Tórínó þegar tugir þús- unda manna tóku þátt í götumót- mælum þar og í 100 öðrum borgum og bæjum á Ítalíu. Um 40 hreyfingar frá 23 löndum tóku þátt í mótmælunum í Evrópu í gær, að sögn fréttavefjar BBC. »Viðskiptablað, 4 AFP Ólga Lögreglumenn takast á við mótmælendur í miðborg Madrídar. Tugir manna særðust í átökunum á Spáni. Átök blossuðu upp á götum evrópskra borga  Verkföll og fjöldamótmæli vegna sparnaðaraðgerða Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjölskylda Olofs Palme íhugar að höfða mál vegna umdeildrar kvik- myndar sem hún segir vega að mannorði hans. Myndin fjallar um forsætisráðherra sem venur komur sínar á vændishús og hefur kyn- mök við stúlku undir lögaldri. Mörg atriði í myndinni þykja minna mjög á Olof Palme þótt per- sónan sé ekki nafngreind og leik- stjóri kvikmyndarinnar neiti því að hún fjalli um forsætisráðherrann fyrrverandi sem var myrtur árið 1986. Martin Jönsson, yfirmaður menningardeildar Svenska Dag- bladet, lýsir myndinni sem „grófu lögbroti“ og árás á mannorð Olofs Palme. „Forsætisráðherrann í myndinni klæðir sig eins og Palme, talar eins og Palme, hreyfir sig eins og Palme, notar sömu orð og Palme. Það liggur í augum uppi hvað vakir fyrir þeim. Þau skýla sér á bak við það að þetta sé skáld- skaparpersóna en benda um leið á ákveðna sögulega persónu.“ Jönsson segir að í myndinni sé m.a. skírskotað til atburða sem all- ir Svíar þekki, t.a.m. sjónvarps- spjallþáttar sem Palme tók þátt í með Shirley MacLaine, en hún lýsti þar aðdáun sinni á Palme og bar- áttu hans fyrir jafnrétti. Björn Wiman, yfirmaður menn- ingardeildar Dagens Nyheter, seg- ir að leikstjórinn hafi kastað „sið- ferðisgildum sínum fyrir róða með kvikmynd sem byggist á dylgjum og getgátum“. Dagens Nyheter hefur eftir sænska sagnfræðiprófessornum Kjell Östberg, sem hefur skrifað tvær bækur um Olof Palme, að ekkert bendi til þess að einhver fót- ur sé fyrir því að hann hafi gerst sekur um kynmök við stúlku undir lögaldri. Kvikmyndin var frumsýnd á föstudaginn var og er fyrsta leikna kvikmyndin í fullri lengd eftir Mikael Marcimain, sem er þekkt- astur í Svíþjóð fyrir leiknu sjón- varpsþættina „Lasermannen“ og „Upp till kamp“. „Þetta er kvik- mynd í fullri lengd, skáldskapur. Þetta er ekki heimildarmynd,“ hef- ur fréttastofan TT eftir Marcimain. Sænskir fjölmiðlar hafa eftir syni Olofs Palme, Mårten Palme, að fjöl- skylda hans íhugi að höfða mál gegn kvikmyndaleikstjóranum fyr- ir að lýsa Palme sem barnaníðingi. Hermt er að kvikmyndin byggist á ásökunum sem fram komu seint á áttunda áratug aldarinnar sem leið þegar Lennart Geijer, þáverandi dómsmálaráðherra, var sakaður um kynmök við vændiskonu sem var undir lögaldri. Dagens Nyheter skýrði frá því árið 1977 að lög- reglan hefði sent Palme leynilegt minnisblað þar sem fram hefði komið að Geijer og nokkrir fleiri hátt settir embættismenn hefðu vanið komur sínar á vændishús sem tengdist erlendri leyniþjónustu. Blaðið þurfti seinna að biðja Geijer afsökunar á fréttinni og greiða sekt eftir að Palme staðfesti að hann hefði ekki fengið slíkt minnis- blað. Aldrei hefur verið sannað að Geijer eða aðrir sænskir embættis- menn hafi verið á meðal við- skiptavina vændishússins. Kvikmynd sögð vega að mannorði Olofs Palme  Ónafngreindum forsætisráðherra lýst sem barnaníðingi AFP Forsætisráðherrann Olof Palme var myrtur 28. febrúar 1986. Stjarnfræðingar skýrðu frá því í gær að fundist hefði „munaðar- laus“ hnöttur sem væri á flandri um geiminn án móðurstjörnu. Hnötturinn nefnist CFBDSIR- 2149 og er í meira en 100 ljósára fjarlægð frá jörðu. Talið er að hann sé milli 50 og 120 ára gamall og hit- inn á yfirborði hans sé um 400 stig á Celsíus. Áætlað er að hann sé fjór- um til sjö sinnum massameiri en Júpiter, stærsta reikistjarnan í sól- kerfi okkar, að sögn fréttaveit- unnar AFP. Stjörnur á flandri eru hnettir sem eru á stærð við reikistjörnur en svífa um geiminn án móðurstjörnu. Talið er að slíkir hnettir „myndist annaðhvort sem venjulegar reiki- stjörnur sem síðan hafi skotist út úr sínum sólkerfum, eða einsömul eins og minnstu stjörnurnar eða brúnir dvergar. Hvor sem raunin er eru þetta áhugaverð fyrirbæri – annað- hvort sem reikistjörnur án stjarna eða minnstu mögulegu fyrirbærin á bili sem spannar massamestu stjörnurnar til smæstu brúnu dverganna“, segir í frétt um hnött- inn á stjörnufræðivefnum. „Þetta eru mikilvæg fyrirbæri því þau geta annars vegar hjálpað okkur að skilja betur hvernig reiki- stjörnur geta kastast út úr sólkerf- um og hins vegar sagt okkur hvort mjög létt fyrirbæri geti orðið til í stjörnumyndunarferli,“ segir franski geimvísindamaðurinn Phil- ippe Delorme. „Sé þetta litla fyrir- bæri reikistjarna, sem hefur kast- ast út úr sínum upprunalegu heimkynnum, dregur það upp at- hyglisverða mynd af munaðar- lausum hnöttum á reiki um tóma- rúm himingeimsins.“ Fundu „munaðar- lausa“ stjörnu AFP Munaðarlaus Hnötturinn CFBDSIR2149.  Er á flandri án móðurstjörnu Skannaðu kóðann til að lesa um hnöttinn á stjörnu- fræðivefnum Sjá sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.