Morgunblaðið - 15.11.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.11.2012, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 Margir spyrja hvers vegna maður með áherslur á náttúru- vernd og umhverf- ismál sé að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Eru þessi mál ekki bara eitthvað fyrir vinstra liðið? Nei, ekki mínu mati. Ég hef lengi ferðast um landið, oft með allan farangur á bakinu, mat, tjald og svefnpoka. Við sem þannig njótum útiveru og ferða- laga lítum ekki á landið með tilfinn- ingalausum gagnaugunum. Við tök- um ástfóstri við það, viljum vernda það og verja. Ekki síst til að börnin okkar og óbornar kynslóðir geti notið þess á sama hátt og við gerum. Kannski hallærislega sagt, en er þetta ekki rökrétt afstaða? Vatnsaflið Ég hef haldið því fram að við þurf- um að fara varlega í mannvirkjagerð. Við gætum hæglega breytt Langasjó og Hólmsárlóni í miðlun fyrir vatns- aflsvirkjun, hækkað yfirborð Þing- vallavatns og kaffært hinn forna þingstað. En þetta gerum við ekki, við fórnum ekki náttúruperlum eða sögustöðum til þess eins að safna kílóvöttum. Ég veit að sjálfstæðis- menn eru mér sammála. Það er varla forsvaranlegt að eitt hundrað árum eftir að Einar skáld Benediktsson hvatti til vatnsvirkjana skuli tækniþróunin ekki lengra komin en svo að enn er land kaffært í vatni til að gera miðlunarlón fyrir virkjun. Gufuaflið Jú, gufuaflsvirkjun var byggð við Hellisheiði og menn héldu að nýir tímar væru framundan. Flest hefur þó farið í kaldakol á Kolviðarhóli. Öll mannvirki þar eru í hróplegu ósamræmi við umhverfið. Stöðvarhúsið lítur út eins og misheppnuð flug- stöð, vegir hafa verið lagðir út um allt, rör liggja sem lýti á landinu og borholur eru uppi á fjalls- tindum. Og vegna niðurdælingar kælivatns verða jarðskjálftar sem enginn bjóst við eða skilur til hlítar. Sjálfstæðismenn eru eins og aðrir landsmenn. Við göngum um fjöllin, tökum ástfóstri við landið, höfum lært að njóta þess. Viljum varðveita það rétt eins og allir aðrir, en við þurfum að segja það upphátt, taka afstöðu. Ég vona að sjálfstæðismenn í Reykjavík séu mér sammála, taki þátt í prófkjörinu og styðji mig í sjötta sætið. Við njótum útiveru og ferðalaga, tökum ástfóstri við landið Eftir Sigurð Sigurðarson Sigurður Sigurðarson » Stöðvarhúsið lítur út eins og misheppnuð flugstöð, vegir hafa ver- ið lagðir út um allt, rör liggja sem lýti á landinu og borholur eru uppi á fjallstindum. Höfundur er rekstrarráðgjafi og býð- ur sig fram í 6. sætið í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Suðvest- urkjördæmi er lokið. Niðurstöður voru á þann veg að sérfræð- ingar hafa verið kall- aðir til að meta slaka kjörsókn og það um- boð sem þátttakendur taka með sér. Sér- fræðingarnir eru hins vegar merkilega oft ekki miklir stuðnings- menn þess sama flokks sem þeir tjá sig um. Prófkjör eru lýðræð- isleg aðferð til að sem flestir sem vilja geti haft áhrif á röðun lista til kosninga fái þeir einmitt tækifæri til þess. Prófkjörsleiðin er einnig mikilvægt tækifæri fyrir ein- staklinga sem vilja láta til sín taka á opinberum vettvangi, því hún opnar þeim leiðir til þátttöku í al- mannaþágu. Kjörsókn og þátttaka Mikil umræða hefur verið um slaka kjörsókn í Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi þó svo að vissulega hafi hún ekki verið betri hjá Samfylkingu í sama kjördæmi þótt sjaldan sé minnst á það. En þetta er um- hugsunarvert fyrir okkur sem störfum í flokksfélögum og vilj- um leggja okkar vinnu og verk í gegn- um okkar félög og flokka. Hugsanlega þarf að kynna betur þann áhrifa- mátt sem prófkjör raunverulega hafa. Tilgangur þeirra og áhrif þarf betri kynningu á meðal flokksmanna og annarra áhuga- samra sem láta sig stjórn lands – borgar og bæjarfélaga eitthvað varða. Gefa fólki betri tilfinningu fyrir mikilvægi þátttöku í próf- kjöri til jafns á við þegar kosið er til þings eða í sveitarstjórnir. Það er erfitt að fá fólk til að taka virkan þátt í félagsstörfum í dag, hvort sem um er að ræða for- eldra- og eða félagastarf á ein- hvern máta. Fólk er upptekið, sinnir vinnu og fjölskyldu samhliða áhugamálum. Það eru ekki allir eins og ég, sem hef stjórnmál bæði sem áhugamál og aukastarf og hef í gegnum það kynnst ógrynni af frábærum einstaklingum sem einnig eru að leggja sitt á vog- arskálarnar til að bæta nær- umhverfi sitt. Starfið framundan Það jaðrar stundum við geggjun að starfa í pólitík í dag. Orðræðan er erfið, málin vandasöm og van- traust er mikið. Rík krafa er um flekklausa fortíð stjórnmálamanna, að fólk hafi ekki stundað viðskipti, ekki rekið fyrirtæki, ekki efnast og alls ekki tekið þátt í því sam- félagi sem einkenndi hinn svokall- aða 2007-lífsstíl. Með þessu er ver- ið að útiloka ansi stóran hóp hæfileikaríkra einstaklinga. Verkefni fulltrúa á næsta þingi verður meðal annars að endurreisa traustið sem glataðist við efna- hagslegt hrun landsins. Ég tel það verða gert með því að þingmenn einbeiti sér að stóru verkefnunum og komi af virðingu hver fram við annan og takist um leið pólitískt á. Einnig tel ég að fjölmiðlar verði að taka til sín hluta af þeim álits- hnekki sem stjórnmálin hafa beð- ið. Það offar sem hefur verið beint gegn einstökum stjórnmálamönn- um er til ekki sóma og jaðrar við einelti án annars tilgangs en að halda sögum á lofti. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð, við treystum á að þeir upplýsi okkur á hlutlausan og ígrundaðan hátt. Umræður um valta formenn og slakt umboð eftir nýliðin prófkjör færa okkur ekki neinn nýjan sann- leika. Niðurstaða prófkjara er staðreynd og tekur hver og einn með sér þann stuðning sem hann fékk í þeirri kjörsókn sem var. Það er ljóst að stjórnmálaflokkar eru að breytast og eftirspurnin eftir hinum „sterka og heimaríka“ leiðtoga er að dragast saman í öll- um flokkum, sem betur fer fyrir okkur sem viljum virkt lýðræði og heiðarleg skoðanaskipti í stjórn- málaflokkunum okkar. Ég vil þakka drengilega „keppni“ meðframbjóðenda minna í nýliðnu prófkjöri. Nú ríður á að taka saman höndum og vinna kosningar og mun ég heilshugar standa á bak við mína fulltrúa. Ég mun ekki láta sérskipaða álitsgjafa eða sérfræðinga um Sjálfstæð- isflokkinn trufla mig. Ég horfi á málefnin og þau verkefni sem núna blasa við þjóðinni og verður að hafa snör og ákveðin vinnu- brögð við þau. Nú dugar ekki lengur að skipa nefndir og ráð- gjafahópa. Nú fer að koma tími ákvarðana og treysti ég á Sjálf- stæðisflokkinn að vera það afl sem þarf til þess á komandi vori. Tími til að halda áfram Eftir Karen Elísa- betu Halldórsdóttur Karen Elísabet Halldórsdóttir » Verkefni fulltrúa á næsta þingi verður meðal annars að endur- reisa traustið sem glat- aðist við efnahagslegt hrun landsins. Höfundur er varabæjarfulltrúi, MS í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði. Heill heimur af ævintýrum Dr. Daniel Mitchell, skattasérfræðingur Rökin gegn stighækkandi skatti Fyrirlestur í Háskólatorgi í Háskóla Íslands, stofu HT-102, föstudag 16. nóvember kl. 12–13 Dr. Mitchell, skattasérfræðingur rannsóknarstofnunarinnar Cato Institute í Washington-borg, hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um skattamál. Hann mun gagnrýna þá þróun, sem varð í skattamálum á Íslandi eftir 2009 með því að setja á stighækkandi tekjuskatt og auðlegðarskatt, og ræða almenn rök fyrir einfaldri, gagnsærri og réttlátri skattlagningu. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, í samstarfi við Samtök skattgreiðenda Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 13. nóvember var spilað á 16 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Ásgrímur Aðalsteinss. – Ólöf Hansen 368 Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimars. 347 Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 338 A/V: Jón H. Jónss. – Sigtryggur Jónsson 402 Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmss. 378 Sveinn Gunnlss. – Kristín Jóhannsd. 343 Í stigakeppninni eru þessir efstir: Bragi Björnsson 193 Bjarnar Ingimars 187 Jóhann Benediktsson 183 Erla Sigurjónsdóttir 166 Sveitakeppni hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Haustsveitakeppnin (sem kennd er við Þrjá frakka) er hálfnuð. Fjór- um kvöldum af átta er lokið. Staða efstu sveita: Sveit Lögfræðistofu Íslands 235 stig Sveit Vís 218 stig. Sveit Hermanns Friðrikssonar 213 stig. Nú er mótinu skipt í 2 deildir og flytjast 3 sveitir milli deilda í lok hvers kvölds. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.