Morgunblaðið - 15.11.2012, Qupperneq 14
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Nú er gengið út frá því að útvega
þurfi 3.700 atvinnuleitendum sem
hafa fullnýtt rétt sinn innan atvinnu-
leysistryggingakerfisins starfstengd
vinnumarkaðsúrræði á næsta ári.
Miðað er við þá sem fullnýtt hafa rétt
sinn á tímabilinu frá 1. september sl.
fram til 31. desember 2013.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu hafa ríki, sveitar-
félög og aðilar vinnumarkaðarins
náð samkomulagi um tillögur um
þetta verkefni, sem að óbreyttu hefði
leitt til þess að mikill fjöldi atvinnu-
lausra sem missa bætur þyrfti á fjár-
hagsaðstoð sveitarfélaga að halda.
Runólfur Ágústsson, formaður
stjórnar Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs, kynnti tillöguna um átakið á
fundi sveitarstjórnarmanna í gær.
Markmiðið er að þessir atvinnu-
leitendur verði boðaðir í greiningar-
viðtöl og ráðgjöf hjá Vinnumála-
stofnun eða STARFI, vinnumiðlun
og ráðgjöf ehf., á tímabilinu frá 1.
desember 2012 til og með september
2013. Enn fremur muni verða leitað
eftir samstarfi við einkareknar
vinnumiðlanir um miðlun starfa í
verkefninu.
Áætlað að 60% taki tilboði
Heildarkostnaður Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs vegna verkefnisins
er áætlaður 2,6-2,7 milljarðar króna
en tillagan er lögð fram til umræðu
með fyrirvara um endanlega fjár-
mögnun og almenna þátttöku sveit-
arfélaga.
Áætlað er að 60% hópsins taki til-
boði um starftengd vinnumarkaðs-
úrræði og því þurfi samtals 2.200
starfstengd vinnumarkaðsúrræði í
sex mánuði að vera í boði 2013.
Gert var ráð fyrir fyrir nokkrum
dögum að sveitarfélög útveguðu
helming starfanna en nú hefur verið
dregið úr fjölda þeirra sem sveitar-
félög taka á sig og er þeim gert
skapa að lágmarki 660 starfstengd
vinnumarkaðsúrræði (30%) á tíma-
bilinu, ríkið 220 (10%) og almenni
vinnumarkaðurinn 1.320 (60%).
Samhliða verður lögð áhersla á að
atvinnuleitendum verði kynntur sér-
staklega sá kostur að leita sjálfir að
störfum sem geta fallið undir átakið
og kynna atvinnurekendum tæki-
færin sem felast í þessu úrræði, að
því er fram kom í kynningu Runólfs.
Sama gildir um nýráðningar at-
vinnurekenda á almennum vinnu-
markaði innan verkefnisins.
Sett er fram til viðmiðunar tíma-
sett áætlun um sköpun starfa eða
starfstengdra vinnumarkaðsúrræða.
Þannig á að vera búið að útvega 275
starfstengd vinnumarkaðsúrræði
fyrir 1. janúar. Sveitarfélögin skapi
að lágmarki 83 störf á tímabilinu,
ríkið að lágmarki 28 störf og almenni
vinnumarkaðurinn að lágmarki 165
störf á tímabilinu. Sama fjölda starfa
á svo að útvega í hverjum mánuði
fram í júní og síðan fyrir 1. ágúst og
markmiðinu á að vera náð 1. október.
3.700 atvinnulausir fá úrræði
Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna verkefnisins er áætlaður 2,6 til 2,7 milljarðar
króna Leitað verði eftir samstarfi við einkareknar vinnumiðlanir um miðlun starfa á næsta ári
Til vinnu Virkja á atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerf-
isins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Golfhermir
DOUBLE EAGLE 2000
Frábær aðstaða til að spila golf.
Þú getur valið um 9 golfvelli,
St. Andrew´s, Coeurd Alene,
Firestone, Pebble Beach,
Druids Glen,
Doral Resort,
Emirates.
Óþarfi að týna
sveiflunni í vetur
Hægt er að bóka
fasta tíma í vetur
Haraldur Bernharðsson, dósent í
miðaldafræðum við Íslensku- og
menningardeild Háskóla Íslands,
hefur hlotið verðlaun Dags Ström-
bäcks fyrir framúrskarandi rann-
sóknir á íslenskri og gotneskri mál-
sögu og norrænum miðalda-
handritum. Konunglega Gústavs
Adolfs-akademían í Uppsölum í Sví-
þjóð veitir verðlaunin.
Haraldur fæst einkum við rann-
sóknir á íslenskri málsögu og vinn-
ur meðal annars að rannsókn á
breytileika í íslensku máli á fjór-
tándu öld, ásamt fræðilegri raf-
rænni útgáfu á eddukvæðum eftir
Konungsbók og öðrum helstu mið-
aldahandritum. Verðlaun Dags
Strömbäcks voru sett á fót árið
1960 og eru veitt þeim sem unnið
hafa ötullega að rannsóknum í nor-
rænum fræðum og þjóðfræði.
Afhending Haraldur (t.h.) ásamt Lennart
Elmevik, forseta akademíunnar.
Verðlaun fyrir rann-
sóknir á málsögu
Í tilefni af heim-
spekidegi
UNESCO, sem er
í dag 15. nóv-
ember, flytur
Páll Skúlason,
prófessor í heim-
speki, erindi í
Lögbergi, stofu
101 kl. 16.00.
Í erindinu
verður sett fram
greining á evrópskum háskóla-
hefðum frá 19. öld og fjallað um
hlutverk, meginreglur og starfs-
hætti háskóla eins og þeim er lýst í
svonefndri Magna Charta-
yfirlýsingu, sem undirrituð var á
900 ára afmæli Bolognaháskóla
1988.
Flytur erindi um
starfshætti háskóla
Páll
Skúlason
Gunnella Þorgeirsdóttir, grein-
arformaður og aðjunkt í japönsku
við Háskóla Íslands, heldur fyr-
irlestur í dag, fimmtudaginn 15.
nóvember, kl. 16, á vegum Stofn-
unar Vigdísar Finnbogadóttur í er-
lendum tungumálum. Fyrirlest-
urinn fjallar um félagslegt mikil-
vægi hátíða í japönsku samfélagi.
Fyrirlesturinn verður haldinn á
íslensku og fer fram í stofu 101 í
Odda í Háskóla Íslands. Allir eru
velkomnir.
Fyrirlestur um
japanskar hátíðir
STUTT
Gengið er út frá að 25% hópsins
séu ekki vinnufær eða 900 ein-
staklingar sem þurfi þ.a.l. á
frekari atvinnutengdri endur-
hæfingu að halda, svo sem hjá
VIRK, starfsendurhæfingar-
sjóði. Af þeim fjölda er áætlað
að um 380 einstaklingar eigi
enn rétt innan atvinnuleysis-
tryggingakerfisins. Á að verða
unnt á grundvelli samnings um
allt að sex mánaða atvinnu-
tengda endurhæfingu að veita
520 einstaklingum sem ekki eru
lengur tryggðir framfærslustyrk
sem nemur þeim rétti sem þeir
áttu.
Sveitarfélög þurfa að skapa
fjölda starfa og segir í tillögum
sem kynntar voru í gær að gerð-
ur verði sérstakur samningur
við hvert þeirra sveitarfélaga
sem hafa atvinnuleitendur í
þeim hópi sem aðgerðirnar ná
til um að þau skapi sem nemur
30% af starfstengdum vinnu-
markaðsúrræðum fyrir þá sem
þar eiga lögheimili. Verði sveit-
arfélögum heimilt að gera
samninga við frjáls félaga-
samtök um slík úrræði.
Þá er gert ráð fyrir að starfs-
hópur geri tillögur um skýrari
heimildir til að skilyrða fjár-
hagsaðstoð sveitarfélaga við
virkni. Nauðsynlegt verði að efla
þjónustu Vinnumálastofnunar
og STARFA, vinnumiðlunar og
ráðgjafar ehf. vegna átaksins.
Fjölga þarf ráðgjöfum og vinnu-
miðlunum og er lagt til að fjár-
framlög verði aukin á næsta ári.
Fjölga ráð-
gjöfum og
auka framlög
SKULDBINDINGAR
Útfært hefur verið hvernig greiða á úr Atvinnu-
leysistryggingasjóði með hverju starfsúrræði sem
búið verður til skv. samkomulaginu. Greiða á sem
nemur 100% grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8%
mótframlagi í lífeyrissjóð til vinnuveitanda með
hverju starfstengdu vinnumarkaðsúrræði sem
verður til á tímabilinu desember 2012 til og með
mars 2013, 90% grunnatvinnuleysisbótum ásamt
8% mótframlagi í lífeyrissjóð til vinnuveitanda
með hverju starfstengdu vinnumarkaðsúrræði sem
verður til á tímabilinu apríl og maí 2013 og 80% af grunnatvinnu-
leysisbótum ásamt 8% mótframlagi í lífeyrissjóð með hverju starfs-
tengdu vinnumarkaðsúrræði sem verður til í júní eða síðar á árinu
2013.
Gert er ráð fyrir að á meðan atvinnuleitendur eru í úrræðunum
þurfi þeir að mæta einu sinni í mánuði í ráðgjafar- og starfsleitar-
viðtal til ráðgjafa sem og með þróun svokallaðra mentorkerfa innan
vinnustaða. Einnig er áhersla lögð á að skoða möguleika á að mynda
færnibrú þar sem atvinnuleitendur eru þjálfaðir fyrir þau störf sem
atvinnulífið þarf að manna.
80-100% af atvinnuleysisbótum
GREIÐSLUR TIL VINNUVEITANDA MEÐ HVERJU STARFI
Fjölga á störfum.