Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 16

Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Vitundarvakningu þarf í sambandi við íhluti og efni sem eru sett í og á líkamann. Gera þarf meiri heilbrigð- iskröfur til þeirra en gerðar eru í dag eins og með öll efni og lyf sem eru manneskjunni ætluð. Fólk þarf að vera mikið betur upplýst um hvaða áhættu það er að taka með því að setja í sig silíkon, fá sér lokk í tung- una eða húðflúr. Þetta kemur fram í erindi sem Vilhjálmur Ari Arason heimilis- læknir heldur á Fræðadögum heilsugæslunnar sem fara fram í dag og á morgun á Grand hóteli í Reykjavík. Þar verða haldin 43 erindi um ýmislegt sem tengist heilsu- gæslustarfinu, meðal annars eru fjögur erindi um það sem fólk gerir við líkama sinn í fegrunarskyni. „Ég mun fjalla um brjóstapúða al- mennt og þá umræðu sem er að skap- ast erlendis frá um húðflúr og hringi. Við erum að tala um nýtt lýðheilsu- vandamál sem er orðið stórt og al- gengt og mun sækja í sig veðrið er fram líða stundir,“ segir Vilhjálmur. Hann mun ræða um þróunina á PIP- brjóstapúðamálinu og allt eftirlit með slíkum aðgerðum. „Eftir síðustu ára- mót kom í ljós að brjóstapúðar, sem þúsundir íslenskra kvenna höfðu fengið, reyndust alls ekki jafn örygg- ir og áður hafði verið talið og margir hriplekir. Púðarnir voru bannaðir í Bandaríkjunum árið 2000 en notaðir áfram í Evrópu í tíu ár. Kerfið brást herfilega og eftir að vitað var að þetta var fölsuð vara í mars 2010 var kon- unum, sem voru með PIP-púðana, sagt að bíða og sjá til. Það er al- gjörlega óviðunandi, eins og það hafi verið hálfgerð tilraun í gangi án þess að fólk hafi verið látið vita af því.“ Nær dauða en lífi vegna íhluta Vilhjálmur segir að heilsugæslu- læknar hafi fengið töluvert mikið af fyrirspurnum frá konum með brjóstapúða um hvort ýmis einkenni gætu passað við hugsanlega leka á púðum, hvernig þær geti komist að því og annað. „Konur spyrja hvort hægt sé að taka blóðprufur eða hvort hægt sé að skanna líkamann til að vita hvar silíkon getur leynst. Þær eru áhyggjufullar.“ Hann segir PIP-púðamálið hafa skollið á sem nýtt vandamál og ný læknisfræði. „Ég hef unnið lengi á slysa- og bráðamóttöku og þekki venjulegar sýkingar og uppákomur sem eru ekki óalgengar með brjósta- púða. Konur koma tiltölulega oft eftir aðgerðir og eru með sýkingar. Þó efnið sjálft sé ekki heilsuspillandi þá er þetta aðskotahlutur og þeir kalla oft á vandamál. Við höfum lent í mjög alvarlegum tilfellum með íhluti þar sem fólk er nær dauða en lífi vegna sýkinga sem hafa náð sér á strik í kringum hlutina.“ Heilsuspillandi ferli Önnur íhlutun sem vandamál skap- ast oft í kringum eru minni húðígerð- ir eins og hringir og pinnar í tungur, eyru, nafla, geirvörtur og kynfæri. „Flestir læknar eru búnir að lenda í tilfellum þar sem pinnar í tungu hafa valdið alvarlegum sýkingum og það er líka alltaf að aukast. Þetta er mjög heilsuspillandi ferli.“ Mikil aukning hefur orðið í að fólk fái sér húðflúr hér á landi á síðustu árum, eins og annars staðar í hinum vestræna heimi. Í Bandaríkjunum hefur aukningin verið úr 14% árið 2008 í 21% á þessu ári. Vilhjálmur segir að litarefnin sem eru notuð í húðflúr séu ekki eins saklaus og þau líti út fyrir að vera. Oft sé lítið vitað hvað þau innihalda og þau standist yfirleitt ekki þær heilbrigðiskröfur sem eru gerðar til lyfja, hjúkrunar- eða lækningavara. „Við vitum að lit- irnir geta innihaldið ósótthreinsað vatn, sýkla, sveppi, þungmálma og önnur eiturefni, sem sitja munu jafn- vel ævilangt í húð og vessum þess sem ber húðflúrið. Lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum er með þessi mál undir smásjá núna og þeir segja að þetta séu oft sömu litirnir og eru not- aðir í blekprentarahylki. Þarna eru alls konar kemísk efni sem fara út um allan líkamann. Í sumar komu upp húðberklatilfelli í Bandaríkjunum og þau var hægt að rekja til framleið- enda sem keyptu litina frá Suður- Ameríku. Í ljós kom að vökvinn sem var notaður til að þynna litinn út var óhreint vatn, ekki sótthreinsað, og berklarnir voru raktir til þess.“ Auka á eftirlit með litum Eitt sem kemur sjaldan fram í tengslum við húðflúr að sögn Vil- hjálms er að þeir sem eru með mörg húðflúr fara oft verr út úr segulóm- skoðun. „Það er vegna þess að málm- arnir í litunum og kemísku efnin verða fyrir seguláhrifum. Það getur bæði truflað rannsóknina og húðin er næmari fyrir bruna.“ Vilhjálmur segir húðflúr mjög stórt inngrip og varanlegt. Að láta eyða því með lasertækni sé heldur ekki hættulaust. „Þá er í rauninni bara verið að leysa efnin í húðinni upp og þau færa sig til og fara í æða- kerfið eða annað í líkamanum.“ Ekkert sérstakt eftirlit er með þeim litum sem eru notaðir á húðflúr- stofum hér á landi að sögn Vilhjálms. En til standi að herða eftirlitið svo það lúti a.m.k. sömu lögmálum og snyrtivörur. Íhlutir nýtt lýðheilsuvandamál  Upplýsa þarf fólk betur um áhættuna af því að fá sér aðskotahlut í líkamann eins og brjóstapúða eða tungulokk  Oft lítið vitað hvað húðflúrlitir innihalda  Íhlutir ræddir á Fræðadögum heilsugæslunnar Skreyttur Erik Sprague er þekktur sem Eðlumaðurinn. Hann hefur látið húðflúra á sig grænt hreistur um allan líkamann, látið kljúfa á sér tunguna, brýna tennurnar og setja í sig ýmsa lokka og aðra íhluti til að líkjast eðlu sem mest. Erfitt gæti orðið fyrir hann að fara í segulómskoðun. AFP Vilhjálmur Ari Arason „Fyrirlesturinn fjallar í stuttu máli um útlit kynfæra kvenna, hvað er eðlilegt og hvað ekki. Kven- sjúkdómalækn- ar og fæð- ingalæknar sjá í auknum mæli, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim, að konur eru farnar að óska eftir því að fara í aðgerð- ir á kynfærum sínum, að láta minnka innri skapabarma. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem hefur verið að aukast á síðustu árum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, sem flytur erindið „Kynfæri kvenna, hvað er vandamálið?“ á Fræðadögum. „Bæði er þekkt að barmar séu of stórir, eða þeir eru misstórir og séu þannig lýti eða þá svo stórir að þeir meiði konurnar. Það eru fá tilvik í raun og veru. Það sem við erum að sjá núna, og ég vil kenna klámvæðingunni um, er að þegar konur eru farnar að vaxa eða raka af sér öll kynfæra- hárin sjást innri barmarnir meira en áður og það finnst konum ljótt. Skapabarmaaðgerðir hafa verið gerðar á kvennadeildinni þar sem það hafa verið læknisfræðilegar ástæður til þess og þær aðgerðir eru til á skrá. Svo hafa lýtalækn- ar verið að gera þetta og taka mörg hundruð þúsund fyrir. Það sem er alvarlegast í þessu máli er að það er engin skráning, við vitum ekki hvort verið er að gera 2 eða 200 svona aðgerðir á ári hjá lýtalæknum,“ segir Ebba Mar- grét. „Við fáum síðfellt fleiri beiðnir um svona aðgerð, sem okkur finnst ekki læknisfræðileg forsenda að gera heldur einungis útlitslegar ástæður. Við höfum líka verið að sjá afleiðingar þess- ara „fegrunaraðgerða“; konur koma til okkar með sýkingar og blæðingar og svo eru líka konur sem eru ekkert ánægðari á eftir.“ Ebba Margrét vill lyfta þessu á annað plan og fá heilbrigðis- stéttir og foreldra til að taka þátt í því að efla sjálfsvitund stúlkna. „Við þurfum ekki allar að líta eins út. Við erum ólík og þess vegna erum við flott.“ Skapabarmaaðgerðir aukist KYNFÆRI KVENNA, HVAÐ ER VANDAMÁLIÐ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Gleraugnaverslunin þín PIPA R\TBW A • SÍA • 1 2 2 9 8 4 MJÓDDIN Álfabakka 14 Sími 587 2123 FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789 SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949 Gríptu afsláttarkortið næst þegar þú kaupir daglinsur í Augastað Sjónmælingar og linsumátanir í Augastað Komdu í Augastað og fáðu faglega ráðgjöf hjá sjóntækjafræðingum okkar. Við bjóðum upp á sjónmælingar og ráðgjöf við val á réttu linsunum. Daglinsur • A fsláttarkort Frír linsupakki 1. 2 . 3. 4. 5. 6 . 7. 8. 50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.