Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 21
Komdu og skoðaðu
Volvo XC60 í Brimborg í dag.
opið kl. 9-17 virka daga
og kl. 12-16 laugardaga.
Mikil eftirspurn eftir notuðum
Volvo. Gerðu góð skipti. Settu
Notaða bílinn uppí nýjan Volvo.
Lestu meira um sprortjeppann
Volvo XC60 á volvo.is
• Borgaröryggi
• SIPS hliðarárekstrarvörn
• WHIPS bakhnykksvörn
• Bluetooth símatengi
• Nálægðarskynjarar að aftan
• Brekkubremsa
• 23 cm undir lægsta punkt
Sá hæfasti kemst af
Skoðaðu Volvo XC60. Sjáðu öryggið í snilldinni.
Lifðu í lúxus. Veldu volvo. Komdu í Brimborg í dag.
Volvo XC60 er margverðlaunaður sportjeppi frá Volvo. Komdu í Brimborg og sjáðu sportjeppann
sem sameinar framúrskarandi aksturseiginleika fólksbílsins og notagildi jeppans. Sjáðu bílinn
sem sækir innblástur sinn í jafnvægi, fegurð og látleysi skandinavískrar hönnunar. Njóttu þæginda
og hlýju rúmgóðs innanrýmis í harðneskjulegri veðráttu norðlægra slóða. Volvo XC60 er búinn
framúrskarandi öryggisbúnaði enda hefur bíllinn hlotið margvíslegar viðurkenningar. Hann var
kosinn sportjeppi ársins af bílablaðinu What Car* og fékk hæstu einkunn í árekstrarprófunum
Evrópsku umferðaröryggisstofnunarinnar (EuroNCAP) og Bandarísku umferðaröryggisstofnunar-
innar (NHTSA). Komdu í Brimborg og sjáðu glæsilegan og vel útbúinn Volvo XC60.
Sjáðu hvað snilldin veitir þér mikið öryggi.
* http://www.automobilesreview.com/auto-news/volvo-xc60-what-car-winner/8980/
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Metró-hópurinn svonefndi, sem unnið
hefur að hagkvæmniathugun á gagn-
semi jarðlestakerfa fyrir almennings-
samgöngur á höfuðborgarsvæðinu,
skilaði frekar jákvæðri umsögn um
deiliskipulag nýja Landspítalans við
Hringbraut. Þó eru þær athugasemd-
ir gerðar að meiri framtíðarsýn skorti
í skipulagstillöguna.
Metró-hópurinn hefur verið starf-
andi frá árinu 2008. Í hópnum eru
fimm kennarar og sérfræðingar við
verkfræði- og náttúruvísindasvið Há-
skóla Íslands. Björn Kristinsson
verkfræðingur fer fyrir hópnum, sem
hefur það að markmiði að efla þekk-
ingu hérlendis á almenningssam-
göngum, með sérstakri áherslu á
jarðlestakerfi. Hópurinn hefur m.a.
unnið að umsögnum um léttlestir fyr-
ir Alþingi og kynnt starf sitt með ráð-
stefnuhaldi og í fjölmiðlum. Þá hafa
stúdentar unnið BS- og MS-verkefni
við Háskóla Íslands tengd starfi
hópsins. Eitt nýjasta stúdentaverk-
efnið er BS-ritgerð Þóreyjar Ólafar
Þorgilsdóttur um jarðfræði höfuð-
borgarsvæðisins með tilliti til jarð-
lestakerfis.
Eykur hagkvæmni
Að sögn Björns hefur hópurinn
kannað nýjar lausnir í almennings-
samgöngum sem hefðu m.a. í för með
sér minna flatarmál lands undir götur
og bílastæði í mesta þéttbýlinu. Hann
segir hópinn taka undir þau sjónar-
mið að sameining bygginga Landspít-
alans á einn stað spari erfiða flutn-
inga sjúklinga og auki hagkvæmni í
nýtingu tækja.
„Sporbundnar almenningssam-
göngur, þar sem jarðlestir verða not-
aðar þar sem þær eiga við, eru fram-
tíðarlausn sem gæti gert annan
áfanga nýja Landspítalans enn hag-
kvæmari þegar hann verður byggð-
ur,“ segir Björn en Metró-hópurinn
hefur í hugmyndum sínum áætlað að
10 km langt jarðlestakerfi geti kostað
um 50 milljarða króna. Benda Björn
og félagar á að bíleigendur borgi ár-
lega um 150 milljarða króna til að
reka og afskrifa bílaflotann á höfuð-
borgarsvæðinu. Vísa þeir þar í tölur
frá FÍB. Með jarðlestakerfi megi t.d.
spara bílastæði og ábatinn til lengri
tíma sé jafnvel umfram þennan
kostnað bíleigenda.
Í umsögn sinni um nýja Landspít-
alann gerir Metró-hópurinn nokkrar
athugasemdir. Bendir hann m.a. á að
byggingarmagnið, t.d. í bílastæðahús-
um, megi minnka talsvert frá því sem
er í tillögu um síðari áfanga spítalans.
Telur hópurinn að staðsetning spít-
alans á áætluðum stað við Hringbraut
sé líkast til besti kostur sem völ er á,
að því gefnu að öflug miðstöð almenn-
ingsssamgangna á lóðinni verði til
staðar. Metró-stöð geti þannig tekið
við af biðskýlum Strætó bs. „Við get-
um vel hugsað okkur að fyrirtækið
Strætó-Metró sjái um þetta fram-
faraspor innan fárra ára,“ segir
Björn.
Hann telur aukningu umferðar á
höfuðborgarsvæðinu kalla á stærri
aðgerðir í gatnakerfinu en gildandi
aðalskipulag geri ráð fyrir. „Það er
augljóst að Strætó bs., eins og fyr-
irtækið er nú, er ekki lausn til fram-
tíðar. Strætó bs. þarf að taka upp víð-
ari sjóndeildarhring en það eru ekki
reiðhjól fyrir allan almenning til að
ferðast milli borgarhluta. Metró býð-
ur upp á áhrifaríka leið til að tryggja
snurðulausar og umhverfisvænar
samgöngur,“ segir Björn.
Fagna tillögum um nýjan spítala
Jarðlestakerfi talið eiga samleið með nýjum Landspítala á einum stað Metró-hópurinn vinnur enn
að athugun á hagkvæmni jarðlesta á höfuðborgarsvæðinu Skilaði jákvæðri umsögn um deiliskipulagið
Neðanjarðarlest Ef hugmyndir Metróhópsins ná fram að ganga gætu
höfuðborgarbúar tekið neðanjarðarlest í vinnuna í framtíðinni í stað strætó.