Morgunblaðið - 15.11.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.11.2012, Qupperneq 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gott næði í sveitinni eða kyrrlátu um- hverfi gerði þér gott. Einhver vill ná tali af þér, þú tekur ekki eftir neinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert eitthvað utan við þig og getur hæglega týnt sjálfum/sjálfri þér ef þú ert ekki á verði. Gerðu vinum ljóst að þú meinir það sem þú segir og að þú munir standa við orð þín. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hugur þinn starfar vel í dag og þú heldur einbeitingunni þar til þú hefur gengið frá öllum lausum endum. Nákominn ættingi þarf á stuðningi þínum að halda. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert sérlega næm/ur fyrir umhverfi þínu í dag og ættir því að leita uppi fegurðina í hversdagsleikanum. Fólk sýnir þér mikla þolinmæði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Himintunglin hvetja þig til þess að stunda hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Hlustaðu á aðra áður en þú kveður upp dóm. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú verður sjaldan of tilfinninganæm/ ur eða skapmikil/l, en í dag verður undan- tekning á því. Hringdu í konurnar í lífi þínu og þakkaðu þeim. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þroski felur það meðal annars í sér að fara eins hægt og þarf til þess að maður geti verið viss um hvert skref. Brynjaðu þig gegn utanaðkomandi áhrifum og taktu málin í þín- ar hendur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú laðast að kvenlegri orku, því þú þarfnast umhyggju og næringar. Settu ekki upp hundshaus þótt þér líki ekki allar hugmyndir sem fram koma. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu óttann ekki hindra þig í að ná takmarki þínu. Hnýttu lausa enda varð- andi tryggingar, erfðamál og sameiginlegar eignir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu draumórana ekki ná þannig tökum á þér að þú hafir ekki hugann við vinnuna. Farðu vel yfir öll yfirlit. Þú hefur heppnina með þér í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hlutirnir ganga oft upp af sjálfu sér, en það kostar ekkert að leggja sig fram um að tryggja hagkvæm úrslit. Sæstu við andstæðinga þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er eins og ekkert gangi upp hjá þér í dag. Gættu þess að velja ekki bara það sem þér finnst best henta. Þú færð símtal sem gleður þig mikið. Grétar Snær Hjartarson sendiumsjónarmanni góða kveðju: „Fyrir nokkrum dögum náði ég mér í Limrubókina og hef haft mikla ánægju af. Langar til að þakka þér með limru eftir Mosfellinginn Lárus Þórðarson. Fyrir margt löngu bárust menn á banaspjótum í blóðugri borg- arastyrjöld í Beirút. Geir Hall- grímsson var þá utanríkisráðherra. Varð þá til þessi limra hjá Lárusi. Þeir eru að berjast í Beirút svo blíðmælgi þarlendra deyr út, en til að þeir hætti þá held ég að ætti að hóta að senda þeim Geir út. En að öðru. Fyrir þó nokkrum ár- um fékk Lárus kransæðastíflu og var hætt kominn. Eftir að hann rank- aði við sér kom þessi vísa: Ég eitthvað af meðvitund missti er mót gengu örlagaþyrnar svo ég klappaði uppá hjá Kristi, en karl setti stól fyrir dyrnar. Allt fór vel en Lárusi gert skylt að hætta að reykja vindla. Hann samdi af þessu tilefni vísu sem hann kallaði Bjartsýni. Nú er ég í virku vindlastraffi svo væntanlega gróa hjartasárin, en ég má drekka koniak og kaffi og kvíði engu næstu hundrað árin. Á Iðunnarfundinum kváðu dætur Rósu Jóhannesdóttur og Helga Zim- sens Innipúkavísur eftir föður sinn. Þær eru fjögurra og sex ára gamlar og vakti kveðskapurinn mikla hrifn- ingu. Arnþór Helgason gaukaði vísu að foreldrunum: Þessar smáu kvæðakonur kættu þann sem hlýddi á. Held ég Rósu og Helga sonur hljóti að erfa ljóðaþrá. Sigmundur Benediktsson segir þær systur, Helgu og Grétu Petrínu, hafa brætt sitt gamla hjarta. „Þær eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér og stórbæta meðalaldur Iðunn- arfélaga. Vel má sjá hvaða lán það er fyrir verðandi söng og kvæðafólk að alast upp í svona fjölskyldu. Ólík- lega verður sonurinn, Jóhannes Jök- ull, sem enn er í frumbernsku neinn eftirbátur þeirra systra þegar fram líða stundir. Hann er yngsti félagi Iðunnar. Gekk í það óskírður með vinnuheitinu ,,Jói“. Að venju kastar Sigmundur fram hringhendu undir yfirskriftinni Kvæðadísir: Hending rís og hljómar nett, háttinn lýsa knáar. Krakkavísur kunna létt kvæðadísir smáar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af limru um Geir, fundi Iðunnar og kvæðadísum Í klípu „FRÁBÆRT MIÐ! ALGJÖRLEGA EFNI Í TÍST!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN VAR MJÖG RÓMANTÍSKUR ÞEGAR VIÐ GIFTUMST, EN ÞÚ VEIST HVERNIG KARLMENN BREYTAST MEÐ TÍMANUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finnast þú alltaf metin að verðleikum. HALLÓ? HALLÓ? ODDI ER AFTUR BÚINN AÐ GLEYPA SÍMANN ÞINN. ÞÚ ÆTTIR AÐ FALLA Á HNÉN OG ÞAKKA HEILLASTJÖRNUNUM ÞÍNUM FYRIR AÐ EIGA SVONA GÓÐA KONU EINS OG MIG! VERST AÐ ÞAÐ ER SKÝJAÐ Í KVÖLD. Víkverji er enginn James Bond þótthonum finnist hann stundum hinn mesti kappi. Á dögunum stóð hann í hópi þar sem rætt var um skíðaferðir utan svokallaðra skíða- svæða þar sem ekki eru neinar lyftur og óvissan og háskinn þeim mun meiri. Einn sagðist aldrei detta, sama hvað brekkan væri brött, hann stæði alltaf í lappirnar … eða skíðin. Annar lýsti bruni þar sem hann studdi sig við bera klettaveggi á leiðinni niður. Víkverji hefur litla reynslu af því að standa á skíðum, hvað þá renna sér á þeim og hefur sig hægan þegar aðrir fara að segja skíðasögur og í þessu tilfelli fann hann að ef hann opnaði munninn yrði það aðeins til þess að afhjúpa að hann væri enginn kappi. Víkverji sér hins vegar að hlíðar Blá- fjalla eru orðnar hvítar og brátt geta skíðaunnendur því væntanlega farið að hugsa sér gott til glóðarinnar. x x x Það vakti mikla athygli þegar leik-arinn Clint Eastwood ávarpaði tóman stól á flokksþingi repúblikana og vildi með táknrænum hætti leggja mat á frammistöðu Baracks Obama á forsetastóli. Eftir fyrstu kappræðu Mitts Romneys og Obama var vitnað í gjörning Eastwoods á forsíðu tíma- ritsins New Yorkers. Þar birtist teikning af Romney við ræðupúlt og stóð tómur stóll við ræðupúltið við hlið hans. Þá birtist leikarinn Daniel Day Lewis með tóman stól þegar hann tók á móti viðurkenningu við af- hendingu Bafta-verðlaunanna um helgina. Lewis hefur hlotið lof fyrir túlkun sína á Abraham Lincoln í mynd Stevens Spielbergs um forset- ann. Sagðist Lewis dást að hugrekki Eastwoods að ákveða að ávarpa tóm- an stól fyrir framan fullan sal af ókunnugu fólki. Sér hefði ekki tekist jafn vel upp, enda ætti hann ýmislegt ólært miðað við Eastwood. x x x Víkverji er í þeim hópi, sem telur aðheimabíó muni aldrei slá út kvik- myndahúsin og ekki sé hægt að bera saman að horfa á kvikmynd á tölvu- skjá og hvíta tjaldinu, ekkert frekar en samanþjöppuð mp3-skrá leikin í tölvu kemst í hálfkvisti við hljómplötu spilaða í alvörugræjum. Í báðum til- fellum virðast hins vegar tækni- framfarir hafa dregið úr kröfum um gæði. víkverji@mbl.is Víkverji Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. (Filippíbréfið 4:4) DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.