Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Krúsaðu
frítt í eitt ár
*Upphæð inneignarkortsins er 260.000 kr. sem samsvarar 1.000 lítrum á núverandi verði.
**Meðalakstur miðað við fólksbíl (bensín), árið 2011, samkvæmt Umferðarstofu.
1.000
LÍTRAR INNIFALDIR*
Cruze LTZ bsk. 4d | Verð aðeins 3.190 þús.
Aðein
s
örfáir
bílar
eftir!
Tangarhöfða 8 • 590 2000 | Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • 420 3330 | Bílaríki • Glerárgötu 36 Akureyri • 461 3636 | www.benni.is
Þegar þú kaupir Chevrolet Cruze
færðu 1.000 lítra* inneignarkort
með hágæða Shell V-Power
bensíni. Miðað við um 12.200
km** akstur á ári má segja að
þú akir frítt í eitt ár.
Chevrolet Cruze er áberandi
glæsilegur og hlaðinn staðalbúnaði
SVIÐSLJÓS
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Það getur verið hætt við því að
kennslukannanir fari út í vinsælda-
kannanir,“ segir Hreinn Pálsson,
prófstjóri við Háskóla Íslands.
Kennslukannanir eru lagðar fyrir í
háskólum og framhaldsskólum.
Hreinn bendir á að kennarar, að
minnsta kosti í háskólanum, noti
kennslukannanir til að slípa nám-
skeiðin sín til. Þær séu mikilvægur
samræðugrundvöllur nemenda og
kennara.
Spurður hvort ekki sé hætta á að
hlustað sé of mikið á rödd nemenda
og í kjölfarið slaki kennarar á kröf-
unum? „Við verðum að ganga út frá
því að það sé bein í nefinu á kenn-
aranum. Og ekki nema sjálfsagt og
eðlilegt að taka mark á málefnaleg-
um ábendingum. Ef ummæli nem-
enda ganga út frá því að það sé nóg
að strjúka bókinni en ekki opna
hana, þá er ekki bein í nefinu á kenn-
ara sem fellur fyrir slíkri krítík. Ekki
svo að skilja að nemendur komi fram
með þess háttar gagnrýni. Nemend-
ur átta sig alveg á því hvenær kröfur
eru gerðar til þeirra,“ segir Hreinn.
Hann veltir því jafnframt upp
hvort ekki væri möguleiki að leggja
kennslukönnun fyrir, fimm til tíu ár-
um eftir að nemendur brautskrást.
Þá gæti fólk litið til baka og greint
hvað hefði reynst þeim árangurs-
ríkast í skólakerfinu.
„Mín reynsla er sú að kennslu-
könnun sé gott fyrirkomulag. Ég tel
að hún gefi greinargóða mynd af
kennslunni. Upplýsingarnar sem við
fáum nýtum við til að bæta kennsl-
una,“ segir Kristjana Stella Blöndal,
lektor við HÍ.
Nemendur vilja háa einkunn
Björn Guðmundsson hefur bent á
tengsl milli kennslukannana og ein-
kunnabólgu. Kristjana Stella var
spurð hvort einkunnabólga væri al-
slæm? „Fyrst þarf að spyrja til hvers
einkunnir séu. Ef nemendur vita að
þeir fá góða einkunn, þó þeir leggi
sig ekki nógu mikið fram, eru það
ekki slæm skilaboð til þeirra? Ein-
kunnir eru ein leið til að sýna nem-
endum hvernig þeir standa sig.
Hvort sem það er vel eða illa.“
Hún segist finna fyrir aukinni
kröfu nemenda um háar einkunnir
og telur marga upptekna af þeim.
„Ég hef heyrt því fleygt uppi í há-
skóla, að nemendur komi til reynslu-
mikilla kennara og rökræði ein-
kunnagjöfina og vilji fá hærri
einkunnir.“
Mikilvægur samræðugrundvöllur
Kennslukannanir meta kennsluhætti Nemendur vita hvenær gerðar eru kröfur til þeirra
Nemendur krefjast hárra einkunna og eru uppteknir af þeim Kennarar þurfa að hafa bein í nefinu
Háskóli „Það getur verið hætt við því að kennslukannanir fari út í vinsældakannanir,“ segir Hreinn Pálsson.
Kennslukannanir hafa verið
lagðar fyrir í Háskóla Íslands
með einum eða öðrum hætti frá
1987. Þær eru lagðar fyrir í flest-
um námskeiðum í Háskóla Ís-
lands.
Þær eru einnig lagðar fyrir í
nokkrum framhaldsskólum.
Markmið kennslukannana er að
„stuðla að betri kennslu og al-
mennari ánægju ef þær eru
teknar alvarlega og hugað að úr-
bótum,“ eins og kemur fram á
vef Háskóla Íslands.
Kennslukönnunin í Háskóla
Íslands er sett saman úr sex
þáttum, tveir þeirra eru mat
stúdenta á sérkennum í kennslu
kennarans; kennsla, fræðileg
hvatning. Þriðji þátturinn
(skipulag námskeiðs) er mat
stúdenta á því hversu skýr og
aðgengileg markmið og kröfur
eru í námskeiði. Fjórði þátturinn
lýtur að vinnuálagi. Sá fimmti er
mat stúdenta á ávinningi af setu
í námskeiði. Sjötti og síðasti
þátturinn er mat stúdenta á
undirbúningi sínum til að glíma
við viðfangsefni í námskeiði og
hversu mikla vinnu þeir hafa
lagt í námið, stendur á vef HÍ.
Hlutverk
þeirra?
KENNSLUKANNANIR
„Kveikjan að því að ég fór að hugsa
um einkunnabólgu var sú að ég lærði
í Bandaríkjunum, í Dartmouth Col-
lege. Skólinn
sendir reglulega
fréttabréf og ann-
að slíkt. Þar birt-
ist fyrir tíu árum
síðan grein sem
fjallaði um ein-
kunnabólgu. Ég
hef verið að hugsa
um þetta mikið
síðan. Margt
hangir á ein-
kunnabólguspýt-
unni, svokölluðu,“ segir Björn Guð-
mundsson framhaldsskólakennari.
„Nýverið rakst ég á grein eftir Noel
Perrin, prófessor við Dartmouth há-
skóla. Þar kemur fram að skólinn
ákvað á einum tímapunkti að hækka
einkunnirnar í skólunum. Að gefa
fleiri A einkunnir, til þess að nem-
endur í þessum ágæta skóla ættu
auðveldara með að komast í fram-
haldsnám. Þeir hugsuðu með sér að
þeir væru harðari í einkunnagjöf en
aðrir skólar. Það hindraði nemendur
þeirra að komast í framhaldsnám. Því
var ákveðið að hækka einkunnirnar á
þeim forsendum að aðrir háskólar
hefðu þegar verið búnir að því,“ segir
Björn. Hann veltir því upp að þar
sem Ísland fylgi öðrum erlendum
skólum ætti íslenska skólakerfið ekki
að vera nein undantekning á þessum
málefnum.
Björn skrifaði greinin „Einkunna-
bólga: orsök og afleiðing,“ á vordög-
um sem birtist í Fréttablaðinu. Hún
vakti töluverða umræðu í samfélag-
inu. Guðmundur Ævar Oddsson, höf-
undur greinarinnar,: „Þekkingar-
samfélög eða
skyndimenntunarstaðir?“ þar sem
hann fjallar meðal annars um McDo-
nalds-væðingu háskólanáms, vitnar
m.a. í grein Björns, máli sínu til
stuðnings.
Í grein Björns veltir hann meðal
annars upp þeim möguleika að ein-
kunnabólgu megi að hluta til rekja til
kennslukannana.
„Líklega kynda kennslukannanir
undir einkunnabólgu og undanláts-
semi kennara enda er oft fylgni milli
einkunna sem kennari fær og ein-
kunna sem nemendur búast við frá
honum. Það gleymist að kennarar
þurfa að halda uppi aga og námskröf-
um og slíkt er ekki alltaf vinsælt með-
al nemenda. Markaðsvæðing mennt-
unar er ákaflega vandmeðfarin. Eru
til sölu á Íslandi fyrirhafnarlitlar
námseiningar? Ég hef ekki séð tölur
um einkunnabólgu á Íslandi. Vegna
örra breytinga á námskrám og nem-
endasamsetningu framhaldsskól-
anna er erfitt að mæla einkunnabólgu
hér. Líklega er þó sums staðar dulin
einkunnabólga,“ þetta kemur meðal
annars fram í grein Björns.
Hann byggir grein sína á banda-
rískum rannsóknum um málefnið.
Sumar rannsóknirnar eru taldar hafa
sýnt fram á fylgni milli einkunna sem
kennari gefur nemendum og ein-
kunnanna sem hann fær frá nemend-
um í kennslukönnun.
Kynda kennslu-
kannanir undir
einkunnabólgu?
Björn
Guðmundsson
Margt hangir á „einkunnabólguspýt-
unni“ Töluvert rannsakað erlendis