Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 27

Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 27
inu er jafnhá. Þetta er saga. Þarna stóðu hann og félagar hans um borð í 18 klukkutíma, kannski í brunagaddi. Þetta var erfiðisvinna og það voru þessir menn sem lögðu grunninn að nútímanum á Íslandi. Ég vil ekki að saga þeirra gleymist því það voru þessir kallar sem rifu Ís- land upp úr fátæktinni. Þetta eru mín- ir menn og það er svo skrýtið að þegar ég er að vinna með myndirnar þá er ég um borð í skipunum. Ég fer þangað í huganum og kallarnir verða ljóslifandi fyrir mér.“ Hafliði leggur áherslu á að hvaðeina sem tengist togarasögunni sé efni fyr- ir hann. „Þetta eru allt heimildir og mynd af reykháfi eða mastri sem hef- ur enga skírskotun í dag verður kannski efni í sögu á morgun.“ Sú saga skiptir Hafliða Óskarsson miklu máli. Ljósmynd/Páll Guðmundsson Ljósmynd/Lúðvík Fanning Ljósmynd/Baldur Ólafsson Maí GK 346 Það var kuldalegt um borð í þessum túr við A-Grænland 1968. Akurey AK 77 Kallarnir standa í fiski með lunningafullt skip. Myndin er tekin við Grænland árið 1960. Skipið er enn í rekstri, nú sem þriggja mastra farþegaskip í Kanada og spariklæddir farþegar spóka sig á sama togaradekki. Ljósmynd/Gísli Guðmundsson FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar 100% made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun OPNUN Á NÝJU NATUZZI GALLERÝ: Undir áhrifum Ítalskrar hönnunar. Uppgötvið nýja Natuzzi gallerýið okkar og hvernig Ítalir búa. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Hafliði setur jöfnum höndum myndir og texta inn á síðuna togarar.123.is, en áður en hann byrjaði með síðuna hafði hann ekkert fengist við skriftir. Tals- veður kostnaður fylgir þessu, en engar hefur Hafliði tekjur- nar af vefnum. En hverjir skoða efnið á síð- unni? „Það er ólíklegasta fólk úr öllum stéttum, ungt og gamalt úr sjávarþorpum jafnt sem 101 Reykjavík. Það hafa allir tengsl við þessa sögu, pabbi, afi eða frændi voru um borð og þeir elstu gjarnan sjálfir. Margir muna eftir þessum skipum haugryðguðum við byggju en það breytir því ekki að rosa- lega margir bera taugar til þeirra. Ég vil koma þeim skila- boðum til fólks að við þurfum að varðveita þessa sögu. Ef við skiljum ekki við hana eins og menn þá þurfa sagnfræðingar framtíðar að fylla upp í eyður eftir 100 ár og það held ég að verði ekki gæfulegt.“ Hafa samband við karlinn „Úti í bílskúr eða niðri í kjall- ara er kannski skókassi með myndum eða umslag með sögu eða sendibréfi sem tengist sjónum. Allt er það efni fyrir mig og það er ekkert annað að gera en að hafa samband við karlinn.“ Allir tengjast þessari sögu FÓLK ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.