Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 29

Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 29
Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Jólagardínur í miklu úrvali Falleg og mjúk handklæði í jólapakkann Úrval - gæði - þjónusta unum getur verið eftir þrjú ár þannig að fólk geti komið húsnæð- inu upp og fjármagnað allan fram- kvæmdakostnað í einu. Lóðirnar voru einnig markaðssettar m.a. með auglýsingum í sjónvarpi. „Við höfum úthlutað mörgum lóð- um á undanförnum mánuðum. Það lætur nærri að við höfum selt lóðir fyrir um tvo milljarða á þessu ári,“ segir Ármann. Íbúum í Kópavogi hefur fjölgað öll árin eftir hrun og horfur á að fjölgunin haldi áfram, að sögn Ár- manns. Hann segir að það megi ekki gleymast að þörf sé fyrir um 1.500 íbúðir á ári á höfuðborgar- svæðinu miðað við eðlilega fjölgun. Spáð er allt að 1,8% íbúafjölgun í Kópavogi á þessu ári og svipuðu á næsta ári. Það er meira en náttúru- leg fjölgun sem er rúmlega 1% á ári. Nýju íbúarnir eru á breiðu aldursbili. Fyrr í þessari viku heim- ilaði bæjarráð Kópavogs hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð að selja verktakafyrirtækinu JÁ-verk þrjár lóðir sem ætlaðar eru fyrir húsnæði fyrir eldri borgara. Einnig er að rísa fjölbýli fyrir eldri borgara á Kópavogstúni. Ármann segir að fólk sem er búið að koma upp börnum sæki mikið á þetta svæði og eins í Lund. Nokkuð var um hálfköruð fjöl- býlishús í nýjustu hverfum Kópa- vogs eftir efnahagshrunið. Ármann segir að framkvæmdum hafi verið haldið áfram við þessi hús og búið sé að flytja inn í flestar íbúðirnar, ef frá eru taldar íbúðir sem Íbúðalána- sjóður sat uppi með. Þau hús hafa verið klædd og gengið frá þeim að utan. „Það var flutt mjög hratt inn í þessi hús og hefur fjölgunin í bæn- um verið á bilinu 1,3-1,4% á árunum eftir hrun,“ segir Ármann. Þessi já- kvæðu teikn í framkvæmdum gefi Kópavogsbúum tilefni til bjartsýni. Grunnkort/Loftmyndir ehf. Framkvæmdir í Kópavogi Lundur Lokið er byggingu Lundar 1 og 3 með 76 íbúðum.Verið er að flytja inn í Lund 86-92 en þar eru 52 íbúðir.Framkvæmdir eru hafnar við Lund 2, 4 og 6 með 60 íbúðum.Mikill hugur er í BYGG að halda áframmeð Lund 17-23 með 52 íbúðum. Í Lundi 25 verða 11 íbúðir. Þá eru ótalin rað- og parhús. Vinna er að hefjast við tvö hús með alls fimm íbúðum. Næsta röð kemur fljótlega til samþykktar. Kópavogstún Kópavogsbraut 1D (gamla starfsmannahúsið) endur- nýjað með 30 íbúðum. Dverghamrar byggja 18 íbúða hús við Kópavogsgerði 2-4. Nýverið var úthlutað lóðum fyrir þrjú fjölbýlishús við Kópavogstún 10- 12 alls 28 íbúðir; Kópavogsgerði 1-5 með 18 íbúðum og Kópavogsgerði 5-7 alls 18 íbúðir.JÁ-verk hefur fengið byggingarétt þriggja fjölbýlishúsa við Sunnuhlíð, alls 70 íbúðir. Þorrasalir Byggingu Þorrasala 1-3 er lokið, samtals 32 íbúðir. Framkvæmdir við Þorrasali 5-7 eru hafnar. Samtals 35 íbúðir. Þorrasölum 9-11 (35 íbúðir) og 13-15 (38 íbúðir) hefur verið úthlutað og framkvæmdir að hefjast. Þorrasölum 17 hefur verið úthlutað og þar er óskað eftir að verði 26 íbúðir. Austurkór (Rjúpnahæð) Austurkór 104, framkvæmdir hafnar við sex íbúðir. Byggingarnefndarteikningar sam- þykktar fyrir Austurkór 88, 90, 92, 94, 96, 98, 100, 102, samtals 48 íbúðir. Í Austurkór 63-75 og 77 er verið breyta skipulagi og fjölga úr 20 í 29 íbúðir. Mjög víða er verið að byggja sérbýli á svæðinu. Valla- og Vindakór Byggingarleyfi hefur verið samþykkt fyrir 52 íbúðir í Vallakór 2. Alls eru 54 íbúðir tilbúnar til innréttinga í Vindakór 4-6-8 sem er í eigu Íbúðarlánasjóðs. Engjaþing Lóðum 1, 3, og 5 hefur verið úthlutað, samtals 24 íbúðir. Lóðaúthlutanir 2011: 48 lóðir með 118 íbúðum. 2012: (til 15. nóvember sl.): 78 lóðir með 386 íbúðum. Þrjár lóðir undir hesthús. FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.