Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Vetur Siglfirðingar gleyma ekki smáfuglunum og þessi kunni vel að meta það. Sigurður Ægisson Á kirkjuþingi var rædd tillaga Biskupafundar um að leggja niður Saurbæjarprestakall á Hvalfjarðar- strönd og Garðaprestakall á Akranesi og taka upp nýtt prestakall í þeirra stað. Jafnframt var boðuð sú stefnu- mörkun Biskupafundar, að við sam- einingu prestakalla framvegis skuli gömlu prestaköllin lögð niður og nýtt stofnað. Af framsögu biskups Íslands, máli Hólabiskups og Ásbjörns Jóns- sonar kirkjuráðsmanns mátti skilja, að tillögugerð þessi standi einvörð- ungu á lögum um opinbera starfsmenn. Ekki er ör- grannt um, að nú eigi að láta presta kenna á því, að vilja ekki láta fella sig að lögum úr flokki embættis- manna, sem þeir hafa jafnan fyllt. Ekkert er gert með þjóðkirkjulögin í þessu sambandi, eða þær leif- ar af canoniskum rjetti sem þar er undir. Í framsögu sinni sagði biskup Íslands i.a.: „Bisk- upafundur ákvað þá stefnubreytingu, … Óánægju hefur gætt. ... Eg veit að það er verið að sameina stofnanir í þessu þjóðfjelagi og t.d. er núna búið að sameina Fornleifavernd og einhverja aðra stofnun, - fornleifa eitthvað, - og þar er semsagt búið að aug- lýsa þá stöðu, … þannig að þetta er ekkert nýtt í þjóðfjelaginu að svona sje gert … og það fyrir- komulag sem hefur verið, það allavega hefur verið gagnrýnt og við verðum að finna einhverja betri lausn og þetta er lið- ur í því –“. Álits „lögmanns úti í bæ“ var aflað um tillöguna. Af framsögu biskups er það ljóst, að einkum skal framvegis leitað lagatæknilegra ráða við úrlausn ágreiningsmála í þjóðkirkjunni. Þau hafa verið margvísleg um nokkra hríð. Kom fram í umræðu á kirkju- þinginu að kirkjustjórninni hafi ver- ið ábótavant. Einkum er það baga- legt, að biskupar koma sjaldnast að málum fyrr en þau eru komin í óefni, en hafa þó stundum verið búnir að flækja sig inn í þau óformlega áður. Þeir eru yfirleitt víðsfjarri söfnuðunum áður en þeir dragast inn í mál. Ekki kemur það því á óvart, að leikmaður á kirkjuþingi hrósaði biskupunum fyrir röggsemi nú. Hvorki biskup Íslands nje Skálholtsbiskup munu hafa haft fyrir því að greina sóknarprestunum í Görðum og í Saurbæ eða sóknarnefndum þar frá fyrirhugaðri tillögu til kirkjuþings. Fólkið las um tillöguna á vef kirkjunnar. Prestaköllin í Görðum og í Saurbæ sem nú hafa verið merkt til frálags, eru forn. Þau eru jafngömul sókna- og prestakallaskipaninni að stofni til, en kjarni þeirra, kirkjurnar, er eldri. Þau standa fyrir samfylgd þjóðar og kirkju um aldir. Engin stofnun samfjelagsins á sjer jafn langa samfellda sögu og hefð og einmitt kirkjurnar, sóknirnar og prestaköll- in. „Þjóðkirkjan“ sjálf er ögninni eldri en heimastjórnin, þótt hún fari með arf miklu eldri hefðar. Þjóðin sagði sig til þeirrar samfylgdar í skoðana- könnun ríkisstjórnarinnar nú fyrir skemmstu, þrátt fyrir þrotlausan áróður kirkjufjenda. Það sýnir sig í þessum málatilbúnaði, að kirkjunni er óhætt fyrir þjóðinni. Það eru svo- nefndir „kirkjunnar menn“ sem jafn- an reynast henni dýrastir. Með niðurlagningu fornra staða og prestakalla er verið að rjúfa hefð; rjúfa aldalanga samfylgd fólksins og kristindómsins í landinu. Þótt nýtt prestakall verði tekið upp í staðinn, þá er það nýtt. Skorið hefur verið á hinar djúpu, fornu rætur. Rof verður. Hins vegar er öllu haldið með þeirri aðferð við sameiningu prestakalla sem höfð hefur verið um aldir, að sóknir niðurlagðs prestakalls eru lagðar til þess prestakalls sem tekur við þjónustunni. Engum hefði til hugar komið við lok síðustu aldar að kirkj- an sjálf hefði forgöngu um að kasta aldagömlum kirkjurjetti fyrir veraldlega lagatækni og rjúfa með þeim hætti samfylgd kirkju og þjóðar, sem boðað er, af því að óánægju hafi gætt og annars staðar sjeu opinberir aðilar í hráskinnaleik með stofnanir. Það er þakkarvert, að biskuparnir nefna hvergi uppáhaldsorðalepp kirkjuþingsins í „ákvörðun sinni um stefnubreytingu“: Lýðræðistilvísun kem- ur hvergi fyrir. Það er að vonum. Þrír biskupar þjóðkirkjunnar ákváðu þessa stefnubreytingu upp á sitt ein- dæmi á lokuðum fundi sínum án þess að leita álits hjá nokkrum manni: Hvorki hjeraðsfundum, synodus eða kirkjuráði sem þó kemst næst því að vera biskupi Íslands sá capituli sem biskupsembætti hafa jafnan sjer til ráðuneytis í vestrænni hefð skyldra kirkna. Þeir ákváðu þetta sjálfir og einir og hrundu svo fram markaðri stefnu með aðför að tveimur presta- köllum: Prestakalli síra Hallgríms Pjeturssonar í Saurbæ og síra Hann- esar Stephensen í Görðum, að ekki sje seilst aftur fyrir siðbót. Þessar tillögur liggja fyrir kirkjuþinginu, ekki til umræðu, heldur af- greiðslu. Vænna þykir mjer um þau ummæli innanríkis- ráðherra við upphaf kirkjuþingsins, að ekki megi slíta í sundur sögu kirkju og þjóðar, en þetta skeyti af fundi biskupanna sem skotið er að prestaköll- unum á vegferð þeirra með Guðs lýð í landinu. Egill kvað: „Beit fleinn floginn, þá var friður log- inn“. Fyrri umræðu um 41. mál kirkjuþings má heyra á vefslóðinnihttp://s3.kirkjuthing.is/2012-11/ mal-41-fu.mp3. Eftir Geir Waage »Með niður- lagningu fornra staða og prestakalla er verið að rjúfa hefð; rjúfa alda- langa samfylgd fólksins og krist- indómsins í land- inu. Geir Waage Höfundur er sóknarprestur í Reykholti í Borgarfirði. Tímamót Nú eru liðin rúm fjögur ár frá lokum mikils þensluskeiðs. Laun hækkuðu mun hraðar en verð- lag, sérstaklega á árunum 2005 og 2006, og skattar voru lækk- aðir. Eignaverð hækkaði mikið samfara auknum kaupmætti, bjartsýni, auknu aðgengi að lánsfé og háu gengi krónunnar. Á þensluskeiðinu freistuðust margir til þess að taka lán, og veita lán, á þeim forsendum að þenslan væri varanlegt ástand. Þegar henni lauk kom í ljós að margir höfðu tekið lán til að kaupa hluti, íbúðir, bíla og utanlands- ferðir, sem þeir höfðu ekki efni á, og réðu illa við endurgreiðslurnar. Þeir áhættusækn- ustu höfðu tekið gengistryggð lán en fundu lausn í því að gengistrygging væri ekki gengistrygging heldur verðtrygging og þar með ólögleg, því aðeins er heimilt samkvæmt lögum að verðtryggja miðað við vísitölu neysluverðs eða hvaða samsetningu sem er af innlendum og erlendum hlutabréfa- vísitölum. Hópur skuldara sem ekki freist- uðust til að taka á sig áhættuna sem fylgir skuldsetningu í erlendum gjaldmiðlum hefur síðan leitað þrotlaust að því hvernig hægt væri að gera verðtryggingu ólöglega með svipuðum hætti. Nú þykir vænlegt að halda því fram að verðtrygging sé ekki verðtrygg- ing heldur flókin afleiða sem þar með er óheimilt að halda að venjulegu fólki. Það er ástæða til að staldra aðeins við og rifja upp hvað verðtrygging er. Fjármögnun íbúðalána Íbúðalán eru jafnan veitt til langs tíma, oftast áratuga. Þegar verið var að forma fasteignalánamarkað hér á landi á síðustu öld gekk illa að útvega fjármagn. Meg- inástæða þess var að gengi krónunnar hafði tilhneigingu til að veikjast og verðlag þar með að hækka. Verðmæti endurgreiðslnanna varð oft langt undir virði láns- fjárhæðarinnar, þ.e.a.s. raunvextir voru neikvæðir. Með tímanum var þessi vandi leystur með vísitölutengingu endurgreiðslna lánanna, þ.e. verðtryggingu. Það greiddi fyrir fjármögnun kerfisins og varð til þess að unnt var að veita íbúðalán á markaðsforsendum frekar en að úthluta þeim sem niðurgreiddum gæðum frá hinu opinbera. Verðtrygging dregur úr áhættu Því fylgir áhætta að gera samning sem fel- ur í sér greiðslur í framtíðinni. Ef einn lánar öðrum peninga er samið þannig að hærri upphæð er greidd til baka. Það er vegna þess að með lánveitingu er tekin áhætta og fyrir hana kemur endurgjald, svokallaðir vextir. Það er óvíst á hvaða kjörum er hægt að endurfjárfesta greiðslurnar þegar þær berast. Það er líka óvíst hvers virði þær verða, þ.e. hvað verður hægt að kaupa fyrir þær. Þetta eru tvö dæmi af fjölmörgum um áhættu sem fylgir fjárfestingum. Það fyrra er endurfjárfestingaráhætta en hið seinna er verðbólguáhættan. Hún stafar af óvissu um kaupmátt króna í framtíðinni. Ef verðbólga á lánstímanum reynist minni en væntingar stóðu til þá verða þær krónur sem lánveit- andinn fær greiddar til baka verðmeiri en reiknað var með. Þá hagnast lánveitandinn en lántakandinn tapar. Ef verðbólgan reyn- ist meiri en reiknað var með þegar gengið var frá láninu þá verður það greitt til baka með verðminni krónum en vænst var. Þá tapar lánveitandinn en lántakandinn hagn- ast. Óvænt verðbólga veldur því handahófs- kenndri endurdreifingu verðmæta. Verð- trygging, þar sem kaupmáttur greiðslna er festur miðað við almennt verðlag, eyðir þessari áhættu. Lánið verður áhættuminna en ella, bæði fyrir lánveitandann og lántak- ann. Ef lán er ekki verðtryggt bera báðir verðbólguáhættu en hvorugur sé það verð- tryggt. Þar sem verðtryggð lán eru án verð- bólguáhættu eru yfirleitt lægri raunvextir á þeim á frjálsum markaði. Meiri vissa um endurgreiðsluferil Aukin vissa um endurgreiðsluferil verð- tryggðra lána umfram önnur lán leiðir beint af því að verðbólguáhættunni er eytt með verðtryggingu. Óvissa um hvers virði pen- ingar eru í framtíðinni og hver kaupmáttur þeirra verður eykst eftir því sem lengra er í endurgreiðslurnar og því breytilegri sem verðbólga er. Þessi óvissa hverfur ef um verðtryggðar greiðslur er að ræða. Verð- trygging skapar þannig vissu um verðmæti endurgreiðslnanna, jafnvel þó að langt sé þar til þær falla til og verðlag þróist með óvæntum hætti í millitíðinni. Skuldavandinn Fjöldi heimila í landinu er enn of skuld- settur. Það er ekki vegna verðtryggingar heldur þess að þau tóku lán, og lánastofnanir veittu lán, á forsendum sem stóðust ekki. Sú forsenda að þensluskeiðið væri eðlilegt ástand reyndist röng. Þetta er vandamál sem brýnt er að leysa og mikið hefur verið gert í því þótt enn sé nokkuð í land. Allt tal um forsendubresti, stökkbreytt lán og flókn- ar afleiður er útúrsnúningur sem beinir at- hygli frá vandanum. Vandinn er að fjöldi heimila er enn of skuldsettur vegna þess að fólk tók lán sem það réð ekki við að borga og lánastofnanir veittu lán á óraunhæfum for- sendum. Það er eðlilegt að þessir aðilar deili með sér kostnaðinum. Hugsanlega verður það leyst að hluta með almennum hætti þótt almennar aðgerðir við endurreikning eða niðurfærslu skulda séu ómarkvissar, dýrar og komi oft þeim best sem síst þurfa á því að halda. Skoðanir sem koma fram í greininni eru höfundar og ber ekki að túlka sem skoðanir Seðlabankans. Eftir Lúðvík Elíasson » Skuldsetning jókst við óraunhæfar væntingar á þensluskeiði en ekki vegna verðtryggingar. Tal um for- sendubresti og flóknar afleiður er útúrsnúningur. Lúðvík Elíasson Verðtrygging og skuldavandi Höfundur er hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.