Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Fyrir nokkrum dögum birtist umhugsunarverðgrein í brezka dagblaðinu Financial Times,þar sem sagt var frá vangaveltum í Þýzka-landi um hugsanlegt samstarf Kristilegra
demókrata, flokks Angelu Merkel, og Græningja í
ríkisstjórn að loknum þingkosningum, sem fram fara í
Þýzkalandi í september á næsta ári. Þessir tveir flokk-
ar hafa aldrei unnið saman í ríkisstjórn.
Núverandi samstarfsaðili Angelu Merkel, Frjálsir
demókratar, sem eru hinn hefðbundni samstarfs-
flokkur Kristilegra, mælist nú í könnunum með undir
5% fylgi, sem þýðir að það er álitamál, hvort þeir fái
þingmenn kjörna.
FT segir að samstarf Kristilegra og Græningja yrði
merkileg sáttargjörð á milli vinstrisinnaðra mótmæl-
enda af 6́8 kynslóðinni og íhaldssamari foreldra þeirra.
Tilraunir þessara tveggja flokka til að starfa saman í
ríkisstjórnum sambandslandanna í Þýzkalandi hafa
ekki gengið upp. Hins vegar eiga þeir nú meiri mál-
efnalega samleið en áður. Báðir flokkarnir vilja loka
kjarnorkuverum, báðir eru fylgjandi agaðri fjár-
málastjórn, mótfallnir skuldasöfnun á kostnað kom-
andi kynslóða og eyðslu og báðir vilja meiri samein-
ingu ríkja í Evrópu.
Opinberlega hafna báðir flokk-
arnir slíkum hugmyndum og
tveir aðrir kostir eru hugsanlega
fyrir hendi. Annar er að jafn-
aðarmenn myndi ríkisstjórn með
Græningjum en ólíklegt er að
þeir fái nægileg mörg þingsæti
til þess en hinn að stóru flokk-
arnir tveir, Kristilegir demó-
kratar og jafnaðarmenn, taki
höndum saman.
Þessar vangaveltur um fram-
vindu þýzkra stjórnmála leiða óhjákvæmilega hugann
að hinni pólitísku stöðu hér á Íslandi. Sennilega er
Sjálfstæðisflokkurinn líkari flokki Kristilegra demó-
krata í Þýzkalandi en nokkrum öðrum flokki, sem
hann hefur verið borinn saman við í umræðum hér.
Hins vegar hafa hugmyndir um að Sjálfstæðisflokk-
urinn leiti samstarfs við Vinstri græna ekki fundið
neinn hljómgrunn í þeim flokki og andstaða við slíkt
samstarf er líka mjög sterk innan VG. Þetta byggist
þó ekki á því að flokkana greini á um hin stærstu mál
í grundvallaratriðum heldur er það fortíðin, sem þar
veldur mestu. VG er byggt upp af hluta Alþýðu-
bandalagsins gamla, sem ekki vildi ganga inn í Sam-
fylkinguna, og hins vegar af náttúruverndarsinnuðu
fólki. Hver er málefnastaðan, þegar horft er til þess-
ara tveggja flokka?
Samkvæmt opinberum yfirlýsingum og formlegum
samþykktum landsfunda Sjálfstæðisflokks og Vinstri
grænna eru flokkarnir sammála um stærsta málið,
sem nú er á döfinni í íslenzkum stjórnmálum, þ.e.
spurninguna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Báðir flokkarnir eru andvígir aðild. Afstaðan til Evr-
ópusambandsins ætti því ekki að koma í veg fyrir
samstarf heldur þvert á móti.
Þá er spurningin, hvort svo mikið beri á milli í um-
hverfismálum að slíkur ágreiningur komi í veg fyrir
samstarf þeirra. Nú er það svo, að Sjálfstæðisflokkur-
inn á sér merkilega sögu í þeim málaflokki, sem of lít-
ið hefur verið haldið á lofti af flokksins hálfu. Sá ís-
lenzki stjórnmálamaður sem fyrstur manna setti
náttúruverndarmál á hina pólitísku dagskrá var einn
af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins á Viðreisnarár-
unum, Birgir heitinn Kjaran,(afi Birgis Ármannssonar
alþingismanns) sem ferðaðist mikið um óbyggðir og
skrifaði bækur um þær ferðir. Eysteinn Jónsson kom
svo í kjölfarið á Birgi og gerði náttúruverndarmál að
sínu baráttumáli á efri árum.
Innan Sjálfstæðisflokksins eru sterk öfl, sem vilja
fara varlega, þegar hér er komið sögu í röskun á nátt-
úrunni. Telja má víst að sú skoðun að ekki eigi að
ganga lengra í framkvæmdum á miðhálendi Íslands
eigi miklu fylgi að fagna innan flokksins svo að dæmi
sé nefnt. Auðvitað eru þeir líka til innan Sjálfstæðis-
flokksins sem telja slíkar hug-
myndir fásinnu alveg eins og innan
VG eru öfgarnar hinum megin frá
líka til staðar. En óhætt er að full-
yrða, að hófsamari öfl í báðum
flokkum ættu tiltölulega auðvelt
með að ná saman um meginsjónar-
mið í umhverfismálum.
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri
grænir eiga augljóslega meiri sam-
leið í byggðamálum en VG og Sam-
fylking, þar sem hin gamla óvild í
garð hinna dreifðari byggða, sem búið hafði um sig í
Alþýðuflokknum, er enn til staðar og ríkjandi hjá há-
skólafólkinu sem stjórnar Samfylkingunni. Í þessu
felst um leið að Sjálfstæðisflokkur og VG mundu eiga
auðveldara með að ná saman um atvinnuuppbyggingu
en VG og Samfylking.
Það væri hægt að rökstyðja þá skoðun í lengra máli
að það sé ekki málefnalegur ágreiningur sem valdi því
að svo virðist sem ekki sé hægt að tala um samstarf
þessara tveggja flokka, Sjálfstæðisflokks og VG, af
nokkurri alvöru. Það er fortíðin sem ræður þeirri ferð.
Innan Sjálfstæðisflokksins er enn litið á Vinstri
græna sem „kommúnista“. Það er að verða mjög lang-
sótt söguskýring, þótt aðra og þriðju kynslóð gamla
kjarnans í Kommúnistaflokki Íslands og Sósíalista-
flokki megi enn finna í þingflokki VG. Innan VG er
áreiðanlega litið á Sjálfstæðisflokkinn, sem „hrun-
flokk“ og flokk auðmanna. Er Samfylkingin ekki líka
„hrunflokkur“? Aðalatriðið er þó að það er ekki rétt
sýn á þá grasrót sem að lokum ræður ferðinni í Sjálf-
stæðisflokknum. Þar eru á ferð almennir borgarar, at-
vinnurekendur og launþegar, útgerðarmenn og sjó-
menn, ungt fólk og gamalt fólk – þverskurður af
samfélaginu.
Er ekki kominn tími til að brjóta blað og losa sig úr
viðjum fortíðar og gamalla fordóma?
Í Þýzkalandi er nú rætt um
samstarf Kristilegra og
Græningja – af hverju má
ekki ræða samstarf Sjálf-
stæðisflokks og VG?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Í viðjum fortíðar og gamalla fordóma
Fyrir nokkru skrifaði ég hér umhin fleygu orð Jóns Þorláks-
sonar forsætisráðherra, að bylting
væri lögleg, ef hún lukkaðist, og
reyndi að rekja uppruna þeirra. Af
því tilefni skrifaði Örn Ólafsson
bókmenntafræðingur smágrein í
Morgunblaðið þar sem hann hélt
því fram, að eðli málsins sam-
kvæmt væru byltingar alltaf ólög-
legar, því að þá væri stjórnvöldum
kollvarpað. Ég er ekki viss um, að
fremstu stjórnspekingar Vestur-
landa séu sammála Erni. Til dæmis
taldi enski heimspekingurinn John
Locke, að byltingar væru löglegar,
þegar stjórnvöld hefðu rofið þann
sáttmála, sem gilti milli þeirra og
borgaranna. Konungur, sem bryti
rétt á þegnum sínum, væri hinn
raunverulegi uppreisnarmaður,
ekki þeir, sem tækju að sér að reka
hann frá völdum.
Hvað sem því líður, rifjaðist við
þetta upp fyrir mér vísa, sem
Magnús Ásgeirsson þýddi fyrir
löngu:
Af landráðum vex ekki vegsemd!
Hve verður það sannað?
Ef landráðin hafa heppnast,
þá heita þau annað.
Í ritsafni Magnúsar, sem Krist-
ján Karlsson bókmenntafræðingur
gaf út fyrir Helgafell 1975, er þessi
vísa sögð eftir ókunnan höfund.
Hún er hins vegar augljóslega
eftir enska aðalsmanninn og skáld-
ið Sir John Harington, sem orti í
Epigrams árið 1618:
Treason doth never prosper,
what’s the reason?
For if it prosper,
none dare call it treason.
Hér segir Sir John svipað og
hinn íslenski nafni hans Þorláks-
son, að munurinn á glæp og hetju-
dáð getur stundum oltið á leiks-
lokum. Alþekkt dæmi er, þegar
danski sendiherrann í Washington-
borg, Henrik Kauffmann, óhlýðn-
aðist ríkisstjórn sinni eftir hernám
Danmerkur vorið 1940 og samdi
upp á sitt eindæmi um, að Banda-
ríkjastjórn tæki að sér hervernd
Grænlands. Hann var rekinn úr
stöðu sinni og fundinn sekur um
landráð, en strax eftir stríð var sá
dómur ógiltur, og varð Kauffmann
raunar ráðherra í fyrstu dönsku
stjórninni eftir hernámið. „Sekur
er sá einn, sem tapar,“ orti Einar
Benediktsson.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Ef landráðin
hafa heppnast
Efnislegum gæðum
þessa heims er afar
misskipt milli jarðar-
búa. Vestræn lönd búa
við lífsgæði sem eru
ólík lífsgæðum margra
annarra landa sem við
nefnum gjarnan þró-
unarlönd. Meðal þess-
ara landa eru ríki í
Afríku þar sem dæmi
eru um að íbúar hafi
ekki aðgang að nauð-
þurftum eins og vatni, fæðu og
húsaskjóli. Vestræn ríki hafa reynt
að koma til aðstoðar þar sem þörfin
er mest bæði með framlögum
stjórnvalda og félagasamtaka. Ís-
lensk stjórnvöld hafa lagt sitt af
mörkum auk Rauða krossins, Hjálp-
arstarfs kirkjunnar og fleiri sam-
taka. Það er ljóst að Íslendingar
leysa ekki allan vanda þróunarríkj-
anna en það munar samt um það
sem við leggjum af mörkum.
Í ágúst 2008 fórum við hjónin til
Uganda til þess að kynnast af eigin
raun verkefnum Hjálparstarfs
kirkjunnar þar í landi. Rétt er að
taka fram að öll verkefni Hjálpar-
starfsins voru unnin í náinni sam-
vinnu við heimamenn. Við heimsótt-
um margar fjölskyldur, sumar
þeirra höfðu fengið aðstoð frá
Hjálparstarfinu en aðrar ekki.
Áhersla var greinilega lögð á að
hjálpa fjölskyldunum til að koma
undir sig fótunum með betra hús-
næði, vatnsbrunnum og kömrum og
ef unnt var með litlum bústofni sem
gjarnan var ein geit. Við sáum
dæmi um einstæðar mæður með
mörg börn og einnig einstæðar aldr-
aðar ömmur með börn en HIV veir-
an hafði oft hoggið skörð í margar
fjölskyldur sem við heimsóttum.
Þarna var algengt í þorpum og bæj-
um að fólk sæi sér farborða með
litlu einkafyrirtæki og hafði Hjálp-
arstarfið í nokkrum tilvikum að-
stoðað konur með því að útvega
þeim saumavélar og koma á fót lítilli
saumastofu. Rekstur saumastof-
unnar aflaði síðan lífsbjargar fyrir
stóra fjölskyldu. Það
var oft sláandi hvað lít-
ið þurfti á mælikvarða
Íslendingsins til að
hjálpa fólki til að lifa
betra og sjálfstæðara
lífi.
Við fórum einnig til
Essese-eyja í Viktor-
íuvatni og hittum þar
konur í fullorðins-
fræðslu á vegum Þró-
unarsamvinnustofn-
unar Íslands en þær
fengu tækifæri til þess
að læra að lesa reikna og skrifa og
fara með peninga sem að þeirra eig-
in sögn gerbreytti lífi þeirra og
sjálfstæði. Þar var fiskimönnum
einnig kennt að gera afla sinn úr
Viktoríuvatni verðmætari m.a. með
þurrkun á fiski. Þarna fengum við
enn og aftur staðfestingu á því að
hjálparstarf og þróunaraðstoð er að
skila árangri.
Hjálparstarf innanlands hefur
alltaf skipt máli og sem betur fer
eru Íslendingar meðvitaðir um
ábyrgð sína á samborgurunum sem
og í samfélagi þjóðanna. Við þekkj-
um öll til dæmis Hjálparstarf kirkj-
unnar, Mæðrastyrksnefnd, Fjöl-
skylduhjálpina og
björgunarsveitirnar þar sem alls
staðar er unnið óeigingjarnt sjálf-
boðaliðastarf í þágu okkar allra en
byggist auðvitað á því að við veitum
þeim styrk og afl.
Íslendingar hafa þurft á aðstoð
annarra þjóða að halda þegar
hremmingar hafa gengið yfir og fyr-
ir það erum við þakklát en sælla er
að gefa en þiggja og auðugri þjóð
eins og Íslendingum ber að axla
sína ábyrgð í samfélagi þjóðanna.
Árangur af
hjálparstarfi
Eftir Dúfu Sylvíu
Einarsdóttur
Dúfa Sylvía
Einarsdóttir
» Íslendingar styðja
mikilvægt hjálpar-
starf innanlands og utan
og það munar um fram-
lög okkar.
Höfundur er söngkennari
í Reykjavík.