Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Við seljum og setjum upp
útijólaseríur sem hafa reynst
mjög vel í íslensku veðurfari.
Við bjóðum 10% afslátt af
uppsetningu ef seríurnar eru
keyptar af okkur.
Við skoðum garðinn þinn
endurgjaldslaust og hjálpum
þér að finna lausn sem
hentar þínum garði.
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Jólaskreytingar
Það eru yfir fjögur
ár liðin frá kerfishruni
alþjóðlega bankakerf-
isins og hruni íslensku
bankanna.
Þó hefur Alþingi Ís-
lendinga af einhverjum
undarlegum ástæðum
eytt meiri tíma í að ríf-
ast innbyrðis um hvort
umbylta eigi stjórn-
arskránni, hvort um-
bylta eigi fiskveiðistjórnunar-
kerfinu, hvort afsala eigi
sjálfstæðinu með inngöngu í Evr-
ópusambandið eða hin og þessi mál
er viðkoma ekki þeim kerfisgalla
sem liggur bæði í banka- og pen-
ingakerfinu sem slíku.
Sjálfsagt er að ræða öll þessi fyrr-
greindu mál á yfirvegaðan hátt en þó
er brýnna að koma í veg fyrir að
annað eins bankahrun endurtaki sig;
því það er nefnilega svo að ef haldið
er áfram með óbreytt banka- og pen-
ingakerfi mun það enda með hörm-
ungum.
Það þarf að ræða það að núver-
andi banka- og peningakerfi ýtir
undir misnotkun í stað eðlilegra við-
skiptahátta, veldur miklum eigna-
tilfærslum frá þeim duglegri til
bankans og hefur valdið því að stór
hluti þjóðarinnar er nú orðinn að
skuldaþræl.
Þennan stórfellda kerfisgalla sem
gerir bönkum kleift að auka pen-
ingamagn í umferð, þenja með því út
kerfið og geta í framhaldinu tekið til
sín hagnað sem ekki er til þarf að
laga.
Til þess að útskýra þetta betur
skulum við örstutt skoða banka- og
peningakerfið okkar og
þennan umrædda kerf-
isgalla sem þarf að
laga.
Í okkar peningakerfi
stýrir Seðlabanki Ís-
lands því seðla- og
myntmagni sem er í
umferð á hverjum tíma
og til þess að koma í
veg fyrir óhóflega pen-
ingaprentun, sem hæg-
lega gæti orðið tilfellið
sé hún í höndum hags-
munaaðila, er engum
öðrum en Seðlabanka Íslands heim-
ilt að prenta eða slá okkar gjald-
miðil; enda myndi óhófleg peninga-
prentun enda með hörmungum og
verðrýrnun á gjaldmiðlinum.
Seðla- og myntmagn er þó aðeins
lítill hluti þess heildarpeningamagns
sem er í umferð á hverjum tíma þar
sem bankar hafa það vald að geta
búið til rafrænar óbundnar inn-
stæður eða svokallaðar rafkrónur.
Þessi rafræna peningaframleiðsla er
hluti þess ferlis sem fer af stað við
það að einstaklingur tekur lán hjá
banka.
Þetta ferli, það er að segja hvern-
ig bankar geta aukið peningamagn í
umferð, hefur fengið afar litla um-
fjöllun í umræðunni um bankahrunið
á Íslandi en ef skoðuð eru gögn um
peningamagn í umferð, sem finna
má á vefsíðu Seðlabanka Íslands, má
sjá hvernig peningamagn í umferð
vex nánast óheft frá einkavæðingu
bankanna; enda höfðu þá þeir sem
stýrðu bönkunum fjárhagslegan
ávinning af því að auka pen-
ingamagn í umferð.
Gerum okkur grein fyrir því að
seðla- og myntmagn í umferð er að-
eins um 40 milljarðar, en hinar raf-
rænu óbundnu innstæður sem bank-
arnir sköpuðu úr engu eru um 1.000
milljarðar sem gerir það að verkum
að við bankahrun njóta bankar alltaf
baktryggingar frá ríkinu því án bak-
tryggingar myndi gjaldmiðlaþurrð
einkenna bankahrun og gjald-
miðlaþurrð myndi valda algjöru
upplausnarástandi. Slík baktrygg-
ing er hins vegar afar dýrkeypt og
getur snögglega gert skuldlausan
ríkissjóð að afar skuldsettum rík-
issjóði. Ríkisstjórn sem sér um
skuldsettan ríkissjóð fer oftar en
ekki í að skera niður í heilbrigð-
isþjónustu, hækka skatta og selja
eignir svo dæmi séu nefnd.
Fyrir utan þær hættulegu efna-
hagssveiflur sem slík peningafram-
leiðsla skapar getur hún hæglega
orðið til þess að tiltölulega skuld-
laust þjóðfélag getur á stuttum tíma
orðið skuldum vafið. Þetta gerðist á
Íslandi og er enn að gerast.
Í raun má segja að núverandi
kerfi þrýsti á afar magnþrungnar og
hættulegar eignatilfærslur sem
enda allar á því að bankinn verður
ríkari og valdameiri á meðan flestir
þeir sem taka lán frá bankanum
verða skuldsettari og efnaminni.
Umræðuna hvernig koma megi í
veg fyrir að bankar auki pen-
ingamagn í umferð, hvernig færa
megi þessa rafrænu peningafram-
leiðslu til Seðlabanka Íslands, þarf
að taka og það þarf að taka hana fyrr
en seinna.
Eftir Viðar H.
Guðjohnsen » Þetta gerðist á Ís-landi og er enn að
gerast.
Viðar H. Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur.
Þræll bankans
Tilfinningar eru
vanmetin rök. Nú
reka eflaust margir
upp stór augu og
hugsa með sér að
þannig sé ekki hægt
að meta tilfinningar.
Gott og vel, en hvern-
ig getum við þá skil-
greint tilfinningu ein-
staklingsins til maka,
barna, ættingja eða
vina? Er þá bara rökleysa að tala til
dæmis um ást?
Nei, tilfinningar eru fullgild rök í
samfélaginu. Við skilgreinum okkur
og tökum afstöðu með hliðsjón af
þeim.
Ég hef lengi ferðast um landið og
haft af því ómælda ánægju og gleði.
Við sem njótum útiveru og ferðalaga
lítum á landið með djúpri tilfinn-
ingu. Við tökum ástfóstri við það,
viljum vernda það og verja. Vegna
þessa tökum við stundum afstöðu
gegn framkvæmdum sem við teljum
að séu ekki réttlætanlegar. Það er
gott að vera náttúruverndarsinni í
Sjálfstæðisflokknum, ekki síst út frá
tilfinningalegum sjónarmiðum.
Tilfinningaleg rök fá okkur líka til
að staldra við, líta með gagnrýnum
augum á samfélagið. Þess vegna
sættum við okkur ekki við afleið-
ingar kreppunnar, hvorki á eigin
skinni né annarra. Við viljum berj-
ast gegn atvinnuleysinu, óréttinum
vegna skuldastöðu heimilana, ólög-
legu gengistryggingunni, vondu
verðtryggingunni og fátæktinni.
Vegna sömu tilfinn-
inga hafna ég átaka-
stjórnmálum síðustu
ára, vil að við reynum
frekar að sameina þjóð-
ina í uppbygging-
arstarfinu, verkefnum
sem vinstri stjórnin
hefur vanrækt.
Undanfarin ár hef ég
ritað daglega pistla á
bloggsíðu mína, sigsig-
.blog.is. Ég hef tekið
þátt í óvæginni sam-
félagsumræðu, leyft mér að berja á
ríkisstjórninni, varið Sjálfstæð-
isflokkinn þegar þess hefur verið
þörf og vakið athygli á góðu starfi
og hugmyndum.
Í hverjum mánuði les fjöldi fólks
pistla mína sem bendir til að því
finnist sjónarmið mín og áherslur
vera áhugaverð.
Ég óska eftir stuðningi í 6. sætið
og hvet um leið sjálfstæðismenn til
að fjölmenna á kjörstað og leyfa sér
breytingar, hleypa nýju og öflugu
fólki á þing.
Höfnum átaka-
stjórnmálum
Eftir Sigurð
Sigurðarson
Sigurður Sigurðarson
» Við viljum berjast
gegn atvinnuleysinu,
óréttinum vegna skulda-
stöðu heimilana, ólög-
legu gengistrygging-
unni, vondu
verðtryggingunni og fá-
tæktinni.
Höfundur er rekstrarráðgjafi.