Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 41
sú fjárfesting verður að vera í réttu hlutfalli við það sem Íslendingar sjálfir fjárfesta. Aldrei næst sátt um annað. En hvað er til ráða? Mín skoðun er sú að nálgast verði málið af mikill varúð og að ekki megi rasa um ráð fram í neinum ákvörðunum. Jafnframt er mik- ilvægt að efla samstöðu meðal þjóð- arinnar um hvað skuli gera. En til þess þarf ráðrúm. Því legg ég til eftirfarandi skref sem stjórn- málaflokkarnir ættu auðveldlega að geta náð saman um í ljósi hinna miklu hagsmuna: Gjaldeyrishöft verði hert og framlengd til þess að ná utan um allar eignir skilanefndanna. Hvort heldur sem er þær erlendu eða inn- lendu. Þær eignir sem eru á innláns- reikningum og flokkast undir skila- nefndir og aflandskrónur verði sett- ar inn á reikninga sem ekki bera vexti. Jafnframt verði allar eignir kröfuhafanna sem breytast munu í reiðufé á næstunni settar inn á þessa reikninga. Gerð verði nákvæm grein fyrir stöðunni: Hverjar eru skuldbind- ingar Íslendinga nákvæmlega? Hvernig verður endurgreiðslum af erlendum skuldum háttað í framtíð- inni? Hver er líklegasta sviðsmynd varðandi gjaldeyrisöflun þjóð- arinnar á næstu árum? Hvað ráða Íslendingar við mikinn viðskipta- afgang án þess að stofna sér í efna- hagslega hættu? Lýst verði yfir því að gjaldeyr- ishöft sem snúa að almenningi og fyrirtækjum sem ekki stunda spá- kaupmennsku verði afnumin innan skamms. Hér er reyndar komin upp sú sérstaka staða að senda þarf tvöföld skilaboð. Annars vegar að það sé verið að herða gjaldeyrishöft til muna en um leið að það eigi að af- létta þeim af öllum almenningi og fyrirtækjum. Það er vandasamt verk að setja þá yfirlýsingu fram á trúverðugan hátt en óumflýjanlegt. Því þarf samstöðu. Eftir að þessi skref hafa verið stigin þarf að taka ákvörðun um hvernig losa skuli innilokaðar eignir erlendra aðila úr gildrunni, eignir sem nema allt að 3.000 milljörðum króna. Sú ákvörðun verður að taka mið af greiðslugetu þjóðarinnar til framtíðar með hagsmuni hennar í fyrirrúmi. Ráðamenn eiga eingöngu að huga um hagsmuni Íslendinga – kröfuhafar hugsa um sína. Það má ekki endurtaka Icesave-ævintýrið og undirgangast hvað sem. Senni- lega þarf að afskrifa stóran hluta eignanna og það mun kalla á við- brögð erlendra aðila. Lögsóknir, hótanir og hræðsluáróður munu einkenna alla þá umræðu. En hvað er það miðað við hagsmuni þjóð- arinnar okkar? Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir alvarleika málsins, því fyrr getum við horft óttalaus til framtíðar. Við brugðumst rétt við hruni bankanna og ég óska að við berum gæfu til að bregðast rétt við þessari vá. Höfundur er prófessor og þing- maður í NA-kjördæmi. Jö kl ab ré f Skuldabréf milli gamla og nýja Landsbanka Hlutabréf í Arion og Íslandsbanka Innstæður A Ríkisskuldabréf Innstæður B Skilanefndir UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 www.falkinn.is KYNNA& 2.670 ÞÚS. KR.* D i e s e l . i s | K l e t t h á l s 1 5 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 7 8 5 2 5 2 | d i e s e l @ d i e s e l . i s www.fiat500.is SKANNAÐU KÓÐANN OG SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR NÝR FIAT 500 LOUNGE 2012 VERÐ KR. FIAT 500 LOUNGE - STJARNAN Á VEGINUM Glerþak með sólskyggni Útvarp með geislaspilara og MP3 spilara (4 hátalarar +2 tweeterar) BLUE&ME með AUX tengi: Bluetooth tækni, handfrjáls, raddgreining og rafrænn hljóðspilari með USB og AUX tengi Króm pakki: hliðar gluggarammar með krómi, króm útblástursrör, króm listar á fram og afturstuðara, króm gírhnúður 15” álfelgur á 185/55/ R15 dekkjum G R A F IK E R .IS *Miðað við gengi á euro 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.