Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
✝ Kári Valgarðs-son fæddist á
Sauðárkróki 13.
júlí 1942. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 7.
nóvember 2012.
Foreldrar hans
eru Jakobína Ragn-
hildur Valgarðs-
dóttir, f. 2.ágúst
1921 og Valgarð
Einar Björnsson,
bifreiðarstjóri, f. 30. nóvember
1918, d. 15. október 2000. Systk-
ini Kára eru: Birna Ingibjörg, f.
2. desember 1944, d. 27. júní
1947, Valgarð Hafsteinn, f. 16.
febrúar 1949, María Jakobína, f.
28. apríl 1952 og Sverrir, f. 12.
desember 1954.
Hinn 31.12. 1969 giftist Kári
eiginkonu sinni Huldu Tóm-
asdóttur, fulltrúa hjá Íslands-
pósti, f. 4. apríl 1942, d. 2. ágúst
2011. Foreldrar Huldu voru
Tómas Björnsson, trésmiður á
Sauðárkróki, f. 27. ágúst 1895,
d. 3. október 1950 og Líney Sig-
urjónsdóttir húsmóðir, f. 25.
2011. 3) Kári Arnar, f. 1983, í
sambúð með Kristínu Ingu
Þrastardóttur, f. 1986. Dóttir
þeirra er a) Sara Björk, f. 2010.
Kári lauk gagnfræðaprófi á
Sauðárkróki 1958 og prófi frá
Iðnskólanum á Sauðárkróki
1963. Hann vann á Keflavík-
urflugvelli árið 1959 og var til
sjós frá Grundarfirði árið 1960
áður en hann byrjaði að læra
smíði á Litlu Trésmiðjunni á
Sauðárkróki sem síðar varð
Trésmiðjan Borg hf. Árið 1966
gerðist hann eigandi að Tré-
smiðjunni Borg ásamt fleirum
og var framkvæmdastjóri henn-
ar 1971-1979. Eftir það var hann
verkstjóri o.fl. þar til hann lét af
störfum 30. apríl síðastliðinn.
Hann var einn af stofnfélögum
Björgunarsveitarinnar Skag-
firðingasveitar árið 1965. Hann
var í slökkviliði Sauðárkróks og
í bæjarmálum fyrir lista óháðra
(K-listann) og var einnig virkur
þátttakandi í starfi UMSS og
Leikfélagi Sauðárkróks á yngri
árum. Kári var félagi í Lions-
klúbbi Sauðárkróks um langt
árabil til dauðadags. Helstu
áhugamál hans voru veiðar og
golf.
Kári verður jarðsunginn frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 17.
nóvember 2012, og hefst athöfn-
in kl. 14.
júní 1904, d. 19.
mars 1986. Kári og
Hulda hófu búskap
á Kambastíg 6,
Sauðárkróki en
fluttu síðan á
Smáragrund 21.
Kári og Hulda eign-
uðust þrjú börn: 1)
Ragnar Þór, f.
1962, í sambúð með
Freyju Jónsdóttur,
f. 1965. Börn þeirra
eru: a) Davíð Arnar, f. 1989, í
sambúð með Rakel Stein-
arsdóttur, f. 1981. Sonur Rakel-
ar af fyrra sambandi er Sindri
Már, f. 2002. b) Agnes Huld, f.
1991, í sambúð með Haraldi
Antoni Haraldssyni, f. 1985, c)
Ágústa Líney, f. 1997. 2) Linda
Dröfn, f. 1965, gift Ragnari
Grönvold, f. 1959. Börn þeirra
eru: a) Arna Rún, f. 1991, b)
Daníel Karl, f. 1994, c) Elvar
Páll, f. 2000. Sonur Ragnars af
fyrra hjónabandi er Elías Þór, f.
1983, í sambúð með Rakel Huld
Baldursdóttur, f. 1983. Dóttir
þeirra er Ísabella Emma, f.
Elsku tengdapabbi.
Það er skrítið að hugsa til þess
að nú sért þú farinn frá okkur. Ég
er enn að átta mig á því að þú
komir ekki til okkar aftur í Rau-
ðavaðið. Þú komst reglulega til
okkar eftir að Hulda kvaddi okk-
ur og gistir og lékst mikið við
Söru Björk sem þér þótti svo
gaman og henni líkaði það mjög
vel. Iðulega bað hún þig að setjast
við eldhúsborðið og ná í blað og
blýant og þú áttir að teikna með
henni Óla prik og afabíl. Einnig
þótti henni mikið sport að fá að
fara með þér í bílinn og sitja í
framsætinu og fá að flauta. Á
kvöldin þegar Sara Björk var
sofnuð þá nýttum við tímann vel
til þess að spila manna og það
þótti þér mjög skemmtilegt. Hún
er búin að spyrja mikið eftir þér
og skilur ekki af hverju afi Kári sé
ekki kominn til okkar til Reykja-
víkur. Það er erfitt að útskýra það
fyrir rúmlega tveggja ára gömlu
barni.
Það var mjög gaman að hafa
þig í mat og oft var farið að spá í
kvöldmatinn á meðan hádegis-
maturinn var borðaður. Það var
þrennt sem var í uppáhaldi hjá
þér og þú baðst mig oft um að
elda, en það voru kótelettur sem
við vorum að reyna að hafa alveg
eins og Hulda var vön að gera
þær. Síðan voru það fiskibollur í
dós með heimatilbúnum jafningi
og þú baðst mig að hringja í móð-
ur þína til að fá uppskriftina að
sósunni og mikið ofboðslega sem
þetta er gott en þetta hafði ég
ekki borðað í mörg ár. Svo varstu
alltaf til í að fá fisk ef við vorum
búin að borða of mikið af kjöti.
Síðastliðin þrjú sumur höfum
við alltaf farið með þér í ferðalag
til að spila golf og markmiðið okk-
ar var að reyna að spila sem flesta
golfvelli á Íslandi. Við vorum búin
að plana að næsta sumar skyldum
við fara á Vestfirðina, því það var
eini landshlutinn sem við áttum
eftir að fara á til að spila golf. Við
fórum síðan einu sinni á ári og
tókum þátt í Skagfirðingamótinu í
golfi og ég var yfirleitt með þér í
golfbíl og við gátum spjallað og
hlegið, hvort sem golfið gekk vel
eða ekki, enda var það aukaatriði.
Þú varst alltaf tilbúinn að að-
stoða og hjálpa ef þess þurfti og
nú í september komstu til okkar
og hjálpaðir okkur að setja upp
hillur í geymslunni og síðasta
verkið þitt fyrir okkur var að gera
upp barnarúmið okkar sem þú
pússaðir og lést lakka og komst
svo með það til okkar nú í október
fyrir ófæddu stelpuna okkar sem
er væntanleg í desember.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Takk fyrir allt, elsku tengda-
pabbi. Þín verður sárt saknað.
Kristín Inga.
Að tengdafaðir manns sé einn
af manns bestu og traustustu vin-
um er ekki sjálfgefið.
Ég kynntist Kára haustið 1988.
Hann kom í bæinn og þau Linda
ákváðu að fara út að borða um
kvöldið og vildi Kári að ég kæmi
með. Hún hringdi í mig til að til-
kynna að mér væri boðið með
þeim um kvöldið. Eðli málsins
samkvæmt var mér mjög í mun að
koma vel fyrir þegar ég hitti
pabba hennar í fyrsta skipti. En
allt breyttist þegar á daginn leið.
Rétt áður en ég lagði af stað til að
sækja Lindu, hringdi hún aftur til
að láta mig vita að henni seinkaði í
vinnunni. Ég færi bara og hitti
pabba hennar og hún kæmi aðeins
seinna. Mér leist nú ekki meira á
en svo að hafa hana ekki mér til
halds og trausts við mín fyrstu
kynni af pabba hennar. Þegar ég
svo að lokum hitti Kára byrjaði ég
á að kynna mig með miklum form-
legheitum, því hverjum er ekki í
mun að koma vel fyrir þegar mað-
ur hittir mögulegan tengdaföður
sinn í fyrsta sinn. Okkur var boðið
að panta drykki fyrir matinn.
Kári hélt það nú og bauð mér að
velja. Í þeirri trú að ég héldi frek-
ar andlitinu, þáði ég rauðvínsglas,
því ekki vildi ég annað en koma
fram af hógværð og kurteisi, en
Kári sló mig út af laginu þegar
hann pantaði sér „einn sterkan“.
Mér létti mikið, því þarna hlyti ég
að hafa skorað nokkur stig. En
eftir nokkurra mínútna samveru
með Kára var tónninn í raun sleg-
inn fyrir okkar samskipti það sem
eftir var. Kári dæmdi ekki fólk
eftir öðru en því sem það var í
raun og veru. Ég gat strax andað
léttar og var feginn að finna þessa
sameiginlegu áherslu okkar.
Sjálfur var ég alinn upp við að
bera virðingu fyrir mér eldra
fólki, en það var ekki í anda Kára,
heldur bæri maður einfaldlega
virðingu fyrir fólki almennt. Ein-
hvern veginn varð það að órjúf-
anlegum hluta tilverunnar þegar
maður heimsótti Kára og Huldu á
Smáragrundina, að allt frá okkar
fyrstu kynnum var eins og ég
hefði þekkt þau alla tíð. Svo blátt
áfram og hlýleg var þeirra návist.
Örlætis þeirra nutum við oft
sem næst þeim stóðum, jafnvel
svo að oft þótti manni nóg um.
Bæði vildu þau frekar gefa en
þiggja og fannst mér oft sem á
mig hallaði í þeim efnum, en það
máttu þau aldrei heyra á minnst.
Sjálfur var Kári mjög blátt áfram
og tók sjálfan sig aldrei hátíðlega.
Hann naut þess að segja frá og
helst ef hann gat komið því að, að
gera grín að sjálfum sér. Ósjaldan
sagði hann í góðlátlegu gríni: „Ég
þakka ykkur fyrir ónæðið“ þegar
hann var kvaddur með kossi á
kinn.
Kári var listasmiður, en hafði
yfirleitt aðra fyrir lofinu og hikaði
ekki að leita ráða annarra. Hann
hallmælti fólki sjaldan, en ef svo
bar við fylgdi yfirleitt á eftir: „Oh,
það er óvíst að maður hefði nokk-
uð gert betur.“ Þetta var einn
þeirra mörgu mannkosta sem
hann bjó yfir og ég tók eftir í fari
hans.
Ég er þakklátur forsjóninni að
hafa fengið að njóta samvista
Kára og Huldu þann tíma sem við
þekktumst. En sjaldan fellur epl-
ið langt frá eikinni og ávaxta Kára
og Huldu njótum við nú, tengda-
og barnabörnin.
Að þessum orðum sögðum
þakka ég fyrir samfylgdina, kæri
vin.
Ragnar Grönvold.
Hann afi minn er farinn.
Það er margt sem ég get sagt
um hann afa, en afi fór alltof fljótt,
eftir situr mikill söknuður. En í
hjarta mér eru margar minningar
sem ég ætla að halda vel uppá.
Nú veit ég að þú ert í hlýjum
örmum ömmu og veit að fleiri æv-
intýri bíða ykkar.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Elsku afi.
Takk fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman, þær eru margar
og mun ég varðveita þær vel í
hjarta mínu.
Þinn afastrákur,
Davíð.
Okkar elsku góði afi.
Þú ert sá besti á því leikur enginn vafi.
Þú átt ábyggilega eftir að lesa fyrir
okkur ljóð
og hjá þér munum við alltaf vera góð.
Út um allt viljum við hendur þínar
leiða.
Einn daginn fáum við kannski að fara
með þér að veiða.
En hvað sem þú gerir og hvar sem þú
ert
að þá hefur þú okkar litlu hjörtu snert.
Því þú ert svo góður og þú ert svo klár
hjá þér munum við ekki fella nein tár.
Því heima hjá afa er alltaf gaman að
vera
því þar getum við látið mikið á okkur
bera.
En afi okkar kæri við viljum að þú vitir
nú
okkar allra besti afi, það ert þú!
(Katrín Ruth 1979)
Þú munt alltaf eiga stóran
hluta í hjarta mínu og minningar
um þig munu alltaf lifa. Þú varst
alltaf til í að gera allt fyrir mann
þegar mann vantaði eitthvað og
ekki lengi að redda því. Þú kvadd-
ir þennan heim alltof fljótt, það
var svo margt nýtt og spennandi
sem beið þín á næsta ári. Hvíldu í
friði, elsku besti afi, og þín verður
sárt saknað.
Kveðja,
Agnes Huld og
Haraldur Anton.
Elsku afi minn.
Stari upp í loftið um andvaka nætur.
Úti er vindur og himinninn grætur.
Hugurinn fullur af hugsunum er.
Að líða brátt að degi fer.
Reyni að finna réttu orðin til að segja,
án þeirra er skárra að þegja.
Drottinn ákvað þig að taka
og þú kemur ekki til baka.
Stolt er af honum afa.
Betri lækni var ei hægt að hafa.
Ef ég stappaði niður fótum og grét
hann afi mig skellihlæja lét.
Ég ætíð mun hans sakna.
Upp úr þessari martröð þrái að vakna.
Í minnið festi brosið bjarta
og kveð þig afi með söknuð í hjarta.
Kveðja,
Ágústa Líney.
Lífið getur verið skrítið og oft
hreinlega ósanngjarnt. Kári
frændi, eins og við systkinin köll-
uðum hann, hefur kvatt okkur eft-
ir stutt veikindi. Rúmlega ár er
síðan Hulda eiginkona Kára
kvaddi og er það huggun okkar að
þau eru sameinuð á ný. Ljúfar og
góðar minningar eigum við um
elskulegan frænda okkar og
kveðjum hann með fallegu ljóði
um fjörðinn okkar fallega.
Skín við sólu Skagafjörður skrauti
búinn, fagurgjörður.
Bragi ljóðalagavörður, ljá mér orku
snilld og skjól!
Kenn mér andans óró stilla; ótal sjónir
ginna villa,
dilla, blinda, töfra, trylla, truflar augað
máttug sól.
Hvar skal byrja? Hvar skal standa? Hátt
til fjalla? Lágt til stranda?
Bragi leysir brátt úr vanda, bendir mér
á Tindastól!
(Matthías Jochumsson)
Minning þín mun lifa með okk-
ur alla tíð. Við biðjum góðan Guð
að styrkja ömmu Bínu, Ragga,
Lindu, Kára Arnar og fjölskyldur
þeirra á erfiðum tíma.
Guðmundur, Valgerður,
Róbert Hlynur og
Ólöf Ösp Sverrisbörn.
Mig langar að minnast Kára
Valgarðssonar vinar míns sem
lést á Landspítalanum við Hring-
braut 7. nóvember sl. eftir stutta
Kári S.
Valgarðsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, takk fyrir allt
á þessum stutta tíma sem
ég hafði með þér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín afastelpa,
Sara Björk
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir og tengda-
móðir,
LAUFEY KRISTJÁNSDÓTTIR,
Flétturima 4,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn
10. nóvember.
Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 19. nóvember kl. 13.00.
Blessuð sé minning hennar.
Sigurður Guðmundsson
Hafdís Engilbertsdóttir, Baldvin Steindórsson,
Kristján Eggert Engilbertsson,
Sif Jónsdóttir, Jón Arnar Sigurjónsson,
Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Kristinn S. Helgason,
Andri Már Ingólfsson, Valgerður Franklínsdóttir.
✝
Ástkær bróðir minn,
SIGURGEIR RAGNARSSON,
Grund,
Hornafirði,
lést miðvikudaginn 7. nóvember.
Útför fer fram frá Bjarnaneskirkju í Nesjum
laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ásta Ragnarsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
PÉTUR AXELSSON,
fyrrverandi útibússtjóri,
Túngötu 22,
Grenivík,
lést á Grenilundi, Grenivík, þriðjudaginn
13. nóvember.
Útför hans fer fram frá Grenivíkurkirkju
laugardaginn 24. nóvember kl. 14.00.
Erla Friðbjörnsdóttir,
Anna Pétursdóttir, Kristinn Skúlason,
Birgir Pétursson, Aðalheiður Jóhannsdóttir,
Sigurbjörg Helga Pétursdóttir, Jón Bragi Skírnisson,
Friðbjörn Axel Pétursson,
Jón Ásgeir Pétursson, Elín Berglind Skúladóttir,
Guðrún Hildur Pétursdóttir, Helgi Teitur Helgason,
afa- og langafabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA HREINSDÓTTIR,
Króki,
Gaulverjabæjarhreppi,
áður til heimilis að
Kársnesbraut 85,
Kópavogi,
andaðist laugardaginn 10. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Lilja María Gísladóttir,
Ingvar Hreinn Gíslason,
tengdabörn og barnabörn.
✝
Okkar kæra
ÞÓRHILDUR BERGÞÓRSDÓTTIR
andaðist á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn
6. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu
mánudaginn 19. nóvember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rósamunda Káradóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞORSTEINA SIGURBJÖRG
ÓLAFSDÓTTIR,
Hraunbúðum,
áður til heimilis að Hólagötu 9,
Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum fimmtudaginn 15. nóvember.
Útförin verður gerð frá Landakirkju 24. nóvember kl. 14.00.
Gunnar Ólafsson, Erla Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Ólafsdóttir, Birgir Pálsson,
Sigurður Ólafsson, Birna Jóhannesdóttir,
Guðbjörg Ólafsdóttir, Eiríkur Bogason,
Sesselja Ólafsdóttir, Gunnar Berg Sigurjónsson,
Ólöf Erla Ólafsdóttir, Stig Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.