Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 51

Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 varst svo mikil listakona og hafð- ir svo gaman af því að föndra með okkur, í jólaföndrinu voru málað- ar jólagjafir, búin til jólakort, sungið og hlustað á jólalög og borðuð pitsa og nammi, jólin voru þinn tími, elsku amma mín, þú varst jólin fyrir mér. Það verður skrítið að koma ekki til þín fyrir jólin í jólaföndur og að skreyta fyrir jólin, og að koma ekki til þín og fá kúmenbrauð með kæfu, lag- kökur, mömmukökur og heitt súkkulaði. Mitt fyrsta skipti til útlanda var þegar við nöfnurnar fórum saman til Færeyja, það var svo gaman hjá okkur eins og alltaf þegar við vorum saman. Amma, þú varst á við 10 mann- eskjur, alltaf að hjálpa öllum og kveð ég þig með trega, en ég veit að þú munt vaka yfir mér og halda í hönd mína í gegnum súrt og sætt. Þú munt alltaf eiga stór- an stað í hjarta mínu og minn- ingar um bestu ömmu sem hægt er að hugsa sér munu ylja mér um ókomin ár. Það eru ekki margir svona heppnir eins og ég að eiga svona gott samband við ömmu sína, þú varst svo dugleg að hringja allavega tvisvar á dag og athuga hjá öllum í kringum þig, ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast þér og alast upp með þér og í kringum þig. Í hinsta sinn er ég þig leit, sá af jörðu þig átti að taka. Með tár á hvarmi, ég vissi og veit, að yfir mér munt þú ávallt vaka. (Stefán Ólafur) Takk fyrir allt, elsku amma mín. Ég elska þig og sakna þín. Þín nafna, Kristný Pétursdóttir. Elsku amma mín, ég trúi ekki að ég þurfi að kveðja þig á þess- ari stundu. Mikið er ég farinn að sakna þín strax. Ég vil bara þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, elsku amma mín, þú varst svo góð við mig og við gerðum svo mikið skemmtilegt saman eins og þegar við fórum í glerið saman, bjugg- um til kort og svo gerðirðu líka svo góðar fiskibollur. Við bökuð- um saman, elduðum saman. Ég sakna þín svo mikið og ég vildi að ég gæti fengið að hitta þig aftur og faðma þig. Það verður skrítið að fara til Bolungarvíkur og hitta þig ekki. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Amma, ég elska þig. Ljúfurinn þinn, Pétur Tryggvi Pétursson. Elsku besta Didda mín. Lang- aði bara að óska þér góðrar ferð- ar og þakka þér allt sem þú hefur verið mér allt frá fyrstu tíð er þú varst að passa mig í „litla húsinu“ okkar og fram á síðasta dag. Líf okkar hefur verið svo samofið alla tíð og á ég allar þær minn- ingar og samverustundir með mér og verður það vel geymt. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Bestu þakkir, elsku frænka mín, fyrir alla þína hlýju, vænt- umþykju og velvilja í garð for- eldra minna alla tíð. Elsku Lúlli, Olli, Jónsi, Magga, Silla og ykkar fjölskyld- ur. Elsku Únna, mamma, Bogga, frændfólk, vinir og allir sem þótti vænt um elsku Diddu. Megi góð- ur Guð gefa okkur öllum styrk til að takast á við ótímabært fráfall þessarar elsku vinu. Megi hún hvíla í friði og bless- uð sé minning hennar. Kristín H. Karvelsdóttir. Þetta eru þung og jafnframt fátækleg orð sem ég hef ákveðið að hripa niður til minningar um elskulega frænku mína, Kristn- ýju Pálmadóttur. Ég vil byrja á að þakka þér, elsku Kristný fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mitt fólk í gegnum tíðina. Þú varst alla tíð full af ást og um- hyggju fyrir ástvini þína og alla í kringum þig. Þú hugsaðir vel til allra og máttir ekkert aumt sjá og varst alltaf fyrst til að veita hjálparhönd þeim sem það þurfti. Ég verð þér ætíð þakklátur fyrir alla hlýjuna og kærleikann sem þú sýndir ömmu og afa alla tíð og verður þér aldrei nægilega þakk- að fyrir það. Barnabörnin hændust öll að þér og ljómaðir þú alltaf þegar þú talaðir um þau og var þér mjög umhugað um að þeim farnaðist sem best í lífinu. Ég er afskap- lega þakklátur Mörthu ömmu fyrir að byrja með miðvikudags- kaffið sem alltaf var eftir morg- unsundið okkar, Kristný mín. Þær stundir sem við áttum í borðkróknum hjá ömmu mun ég aldrei gleyma. Við ræddum þar um daginn og veginn og beindust umræður okkar margsinnis til „sumar- landsins“ þar sem þú lýstir fyrir mér í smáatriðum þá miklu feg- urð sem þar er að finna. Ég veit að nú ertu komin í sumarlandið og er einnig sannfærður um að þar fá þeir ástvinir okkar sem farnir eru að njóta kærleika þíns og umhyggju. Mér hefur hlotnast sá heiður að syngja fyrir þig þegar þú verð- ur jarðsungin. Ég mun syngja lagið sem okkur báðum er svo kært, Liljuna. Ég mun syngja öll erindin þrjú, en þú hripaðir niður á blað ekki fyrir svo margt löngu þriðja erindið sem þér var svo kært og þú sagðir að ég ætti allt- af að syngja öll erindin. Ég mun gera það. Þetta er mér mikill heiður en jafnframt verð ég að biðja þig elsku vina að hjálpa mér því þetta verður mér erfitt, sökn- uðurinn er svo mikill. Ég treysti því að þú standir mér við hlið og haldir í höndina á mér og komir mér í gegnum þetta. Þú varst einstök kona og mun ég halda minningu þinni á lofti fyrir komandi kynslóðir. Minningu um konuna með stóra hjartað. Ég vil að lokum votta Lúlla, Möggu Lilju, Sillu, Jónsa, Olla og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð og megir þú hvíla í friði elsku vinan. Ég vil að lokum til- einka þér þetta ljóð sem ég samdi til minningar um þig. Ég vaknaði í morgun, það rigndi. Ég vissi það í hjartanu, að sumarið var búið. Það kvaddi með tárum. Þetta höfðu verið góðir tímar en þeir voru að baki. Blómin voru fölnuð, birtan þvarr og sál mín grét. Það húmaði. Það var komið haust. - Hjá henni. (Benni Sig.) Hinsta kveðja frá Sólvöllum. Benedikt Sigurðsson. Kristný mín, mig langar að skrifa þér örfá kveðjuorð nú að ferðalokum hér á jörð. Það var sem ský drægi fyrir sólu, bjartan dag í byrjun ágúst þegar Magga Lilja dóttir þín sagði mér frá veikindum þínum. Ég vissi ekki betur en þú værir þokkalega frísk, svo kom þessi vágestur sem krabbameinið er til þín. En þú brást við eins og hetja. Þetta væri verkefni sem þér væri fengið, þá væri að vinna í því eins og hægt væri. Enda var trúin svo sterk í þínu lífi og vissan um að meira tæki við að jarðvist lokinni. Við höfðum alltaf gaman af að rifja upp atburði frá uppvaxtarárum okkar og vorum sammála um að þau ár hefðu verið yndisleg. Myndbrot koma fram í hug- ann. Lítil ljósmynd af okkur litlum hnátum um 1 árs aldur sitj- andi á milli þúfna sælar og glaðar í sól og sumaryl. Vorskólinn. Því- líkt ævintýri að byrja í skóla. Það var svo skemmtilegt að við gátum varla beðið eftir næsta degi. Mér fannst nú alltaf að þú og Konni hefðuð verið leiðtogar okkar í bekknum. Þið voruð svo ákveðin, kraft- mikil og fylgduð öllu fast eftir. Það var mikið fjör og gaman hjá okkur enda fjölmennur bekkur. Manstu, þegar Sigurjón Jóhann- esson varð skólastjóri. Við bárum svo mikla virðingu fyrir honum. Hann hélt góðum aga en var um leið svo góður og skemmtilegur. Toppurinn var auðvitað að stund- um kom hann út með okkur krökkunum í frímínútum og tók þátt í risaleik o.fl. leikjum. Svo var hann líka félagi okkar. Við tókum nánast þátt í öllu sem var í boði. Við vorum í barnakór bæði í skólanum og sungum í kór við barnamessur. Við vorum líka í barnastúkunni, skátastarfi og dansnámskeiðum. Minnisstætt er líka þegar við vorum að læra að spila á gítar hjá Siggu Nóu. Hún var svo þolinmóð og góð við okkur. Svo lét hún okkur syngja með og þú varst ekki lengi að ná milliröddinni því þú varst svo lag- viss og með svo góða söngrödd. Við sungum mikið saman og lét- um okkur dreyma um að verða eins og Öskubuskur eða Tóna- systur þegar við yrðum stórar. Já, það var ljúft að láta sig dreyma, Kristný mín. Ekki urð- um við frægar, en í kirkjukórnum sungum við saman í milliröddinni í hartnær hálfa öld og þú gott betur. Við höfum svo sannarlega verið heppnar að vera í svo góðu, gefandi og skemmtilegu starfi sem kirkjukórinn er. Elsku Kristný. Þú varst mögn- uð kona. Glæsileg, yndisleg móð- ir, amma, langamma og eigin- kona. Þú varst mjög dugleg og afkastamikil. Öll þín verk báru vitni um vandvirkni, snyrti- mennsku og reglusemi. Allt lék í höndum þínum hvort sem var að sauma, prjóna, kortagerð og svo að ógleymdu öllu sem þú gerðir úr glerinu. Þar ber af verk þitt af Hólskirkju. Á kveðjustundu vil ég þakka þér af alhug fyrir allar okkar samverustundir í gegnum ára- tugi. Ég vil þakka þér fyrir alla þína tryggð við mig, stuðninginn og hvatninguna sem þú veittir mér ef eitthvað reyndist erfitt. Alltaf varst þú manna fyrst að hringja eða koma og telja kjark, trú og þor í mig. Það ber að þakka innilega. Ég sakna þín. Guð geymi þig, kæra vinkona, þín Erna. Elsku Kristný mín. Á ýmsu átti maður nú von, en að missa þig svona snemma úr lífi okkar var svo sannarlega ekki eitt af því. Það er alveg ljóst að í þessu lífi er margt sem maður á ekki að skilja og mun ekki skilja. Af hverju jafn yndisleg og góðhjört- uð kona, sem vildi öllum svo vel, þurfi að kveðja svona ung er mér fyrirmunað að skilja. Það eru mikil forréttindi að hafa kynnst þér, Kristný mín, því ljúfari konu er vart hægt að hugsa sér. Þær fjölmörgu yndis- legu minningar sem þú skilur eft- ir þig munu lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ég kveð þig með miklum söknuði. Guð geymi þig. Birkir Halldór Sverrisson. Fallin er frá um aldur fram kær vinkona, Kristný Pálmadótt- ir, eftir stutta en snarpa baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Allt frá bernskuárum mínum var Kristný órjúfanlega tengd Hólskirkju. Í meira en hálfa öld söng hún með kirkjukórnum og var þar einn af máttarstólpum nánast til hinstu stundar. Um langt árabil sungu þau öll systk- inin saman í kórnum, Guðrún, Gestur, Karvel og Kristný ásamt mági hennar og mágkonu. Og síð- ar bættust við dóttir hennar, og bróðurbörn. Það er því ekki of- sagt, að Kristný og fjölskylda hennar hafi átt drjúgan þátt í öfl- ugu söngstarfi við Hólskirkju um áratuga skeið. Kristný hafði unun af söng og kunni kynstrin öll af textum og sálmum. Hún hafði sérlega fallega altrödd, og bjó gjarnan til millirödd við þau lög sem sungin voru hverju sinni. Áhugi Kristnýjar á kirkju og kristni var ekki einskorðaður við sönginn. Það má segja að kirkju- legt starf og málefni kirkjunnar hafi verið hennar helsta áhuga- mál alla tíð. Það var því vel við hæfi, þegar nýtt safnaðarheimili var vígt og tekið í notkun í Bol- ungarvík árið 1995, að Kristný skyldi verða þar fyrsta húsmóð- irin. Störfum sínum þar sinnti hún af stakri samviskusemi og al- úð, sem var henni í blóð borin. Það var henni mikið kappsmál, að hafa þar allt í röð og reglu og vel útlítandi. Kristný var mikil fjölskyldu- kona og bar hag afkomenda sinna mjög fyrir brjósti. Þess nutu börnin, barnabörnin og síðustu árin barnabarnabörnin í ríkum mæli. Við eins og margir fleiri nutum góðvildar hennar og vin- áttu í gegnum árin. Fyrir það er- um við afar þakklát. Kristný færði fólki gjarnan óvæntar gjaf- ir, sem hún hafði oft unnið sjálf. Hún huggaði fólk, bað fyrir því og hvatti, þegar erfiðleikar steðj- uðu að. Fram á síðustu stundu var hugurinn hjá þeim sem áttu um sárt að binda. Við Guðrún erum í hópi fjöl- margra söngfélaga í Kirkjukór Bolungarvíkur, sem sungið hafa í áratugi á kirkjuloftinu í Hóls- kirkju, ásamt Kristnýju. Hún hefur nú sungið sinn hinsta tón, fögur altrödd hennar er hljóðnuð. Að leiðarlokum þökkum við og kórfélagar allir trygga vináttu og samstarf í árafjöld. Jafnframt eru hér færðar sérstakar þakkir frá sóknarnefnd Hólssóknar fyrir óeigingjart og fórnfúst starf í þágu kirkju og safnaðar um ára- tuga skeið. Eiginmanni Kristnýjar og ást- vinum öllum færum við hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Kristnýj- ar Pálmadóttur. Einar Jónatansson og Guðrún Bjarnveig. Elsku Kristný mín. Þú ert einn þeirra gimsteina sem ég kynntist í gegnum starf mitt. Þá myndaðist þráður sem aldrei slitnaði. Þú varst alltaf að hugsa um velferð annarra, enda hafðirðu oftast samband út af öðrum en sjálfri þér. Ég sagði oft við Kristnýju mína: ég veit ekki hvernig Bolvíkingar fara að þeg- ar þín nýtur ekki lengur við. Þú vildir öllum vel nær og fjær og þú trúðir svo sannanlega á mátt bænarinnar. Elsku vinkona. Þakka þér öll fallegu kortin og aðra listasmíði sem þú sendir mér. Það er mikill missir fyrir Bolvíkinga að missa Kristnýju, sem alltaf var á vakt- inni yfir velferð þeirra. Þó líkam- inn hverfi mun sál Kristnýjar svífa yfir Bolungarvík. Far þú í friði, mín kæra. Friður Guðs þig blessi. Alvar Óskarsson þakkar öll samtölin okkar á milli. Kristín Karlsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Þökkum öllum þeim sem veittu okkur aðstoð og stuðning vegna útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SJAFNAR B. GEIRDAL, sem fór fram föstudaginn 26. október s.l. Bragi Skúlason, Anna Þuríður Kristbjörnsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir, Ólafur Jón Guðmundsson, Hafdís Skúladóttir, Magnús Árnason, Sigríður Birna Bragadóttir, Sigurjón Þorsteinsson, Steinar Bragi Sigurjónsson, Anna Jóna Sigurjónsdóttir, Ámundi Steinar Ámundason, Grímur Arnar Ámundason, Hafdís Anna Bragadóttir, Björn Eyjólfsson, Sara Skúlína Jónsdóttir, Arnar Már Símonarson, Aron Frosti Arnarsson, Arnar Jón Ólafsson Geirdal, Skúli Bragi Magnússon, Ásdís Elfa Einarsdóttir, Árni Þórður Magnússon. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KARLS SIGURBJÖRNS KRISTJÁNSSONAR, Hljóðalind 5, Kópavogi. Hreindís Einarsdóttir, Einar Karl Karlsson, Jana Einarsdóttir, Guðbjörg Erna Karlsdóttir, Pétur F. Eyland, Sólveig Alda Karlsdóttir, Þórður Oddsson, Þuríður Alma Karlsdóttir, Kristján Örn Karlsson, Sólrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, HELGA ANTONSSONAR, Hvanneyrarbraut 49, Siglufirði. Júlía Hannesdóttir, Olgeir Helgason, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, Anton Helgason, Elín Jónsdóttir, Helga Hlín Helgadóttir, Kristján Rafn Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Harpa systir er látin og dag- arnir síðan hafa vægast sagt verið erfiðir. Ekkert virðist komast að nema minningarnar og nú fyrir nokkrum dögum datt mér ein saga í hug af henni sem er nú ansi lýsandi fyrir það hvernig manneskja hún var og hefur ávallt verið. Þessi saga fær mig sannarlega til þess að brosa í gegnum tárin. Harpa var ótrúlega ljúf og góð manneskja og var hún sér- staklega mikill dýravinur. Það sýndi sig sannarlega seinasta vetur, þegar lítill kettlingur birtist í glugganum hjá henni. Þetta var um miðnætti og hún komin upp í rúm. Hún kannaðist ekki við hann en eins og hún gerði oft fyrir nágrannakött sinn gaf hún honum að éta og drekka. Þegar hún fór að athuga ólina á kettlingnum uppgötvaði hún að hann átti heima hinum megin í hverfinu og hún hafði áhyggjur af því að greyið rataði Harpa Sif Sigurjónsdóttir ✝ Harpa Sif Sig-urjónsdóttir fæddist á Land- spítalanum í Reykjavík 4. apríl 1983. Hún lést á heimili sínu að Björtusölum 23 í Kópavogi 20. októ- ber 2012. Útför Hörpu fór fram í kyrrþey í Reynivallakirkju í Kjós 3. nóvember 2012. ekki heim til sín. Svo hún gerði sér lítið fyrir og smellti sér í kul- daskóna og úlpu utan yfir náttfötin sín og hélt af stað út í blindbyl og snjó til þess að labba upp í móti, gegnum allt hverf- ið, svo að kisi kæmist heim. Litla kettlingnum mátti nú heldur ekki verða kalt svo hún passaði hann vel innan undir úlpunni sinni. Þegar svo á leiðarenda var komið vildi hún ekki vera að ónáða heimilisfólkið svona seint að kvöldi svo hún lagði kisann litla fyrir utan útidyrnar og sneri til baka heim á leið til að komast loks að sofa. Við Harpa vorum miklar vin- konur og mjög samrýndar syst- ur og var hún mikið hjá okkur hér í Hafnarfirðinum. Það er óskaplega erfitt að sætta sig við það að stundirnar okkar saman verði ekki fleiri í þessu lífi en á sama tíma er ég þakklát fyrir allt sem við höfðum. Í seinustu vikunni sem hún lifði áttum við yndislegar stund- ir og langar samræður yfir kaffi- bollanum og áttum góða kveðju- stund tveimur dögum fyrir andlát hennar, þótt hvorug okk- ar hafi vitað á þeim tímapunkti að það yrði okkar seinasta. Fyrir það mun ég ævinlega vera þakklát. Þórey Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.