Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gerðu það sem þú hefur látið sitja á hakanum undanfarnar vikur. Ef þú þarft að undirrita pappíra skaltu fá þá til að yfirfara þá áður. 20. apríl - 20. maí  Naut Það freistar þín að reyna eitthvað nýtt svo þú skalt fyrir alla muni láta það eftir þér. Sýndu þolinmæði og stattu storminn af þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að halda þig sem mest við dagskrána, því nú er ekki rétti tíminn til þess að breyta út af. Annaðhvort verðurðu að leggja meira á þig, eða gæta þess að lofa ekki upp í ermina. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Dagurinn hentar vel til að kynna ykk- ur hugmyndir sem eru óvenjulegar og jafnvel byltingarkenndar. Gerðu áætlun um það hvernig þú getur best unnið að heilbrigðri sál í hraustum líkama. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Straumarnir milli þín og ákveðinnar manneskju eru nánast áþreifanlegir. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þess að þú standir ekki í vegi fyrir metnaðarfullum tilburðum samstarfs- manns þíns. Fólk dáist að styrk þínum og ákveðni að ná vilja þínum fram. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert tilfinninganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfi- leikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Spyrðu sjálfa/n þig að því hvort þér finnist hlutirnir vera að þróast í rétta átt. Nú verður ekki lengur slegið á frest þessum litlu hlutum sem úr lagi hafa farið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vinkona þín getur veitt þér mik- ilvægan stuðning í dag. Gættu þess bara að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillits- semi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér er það óvænt ánægja hvað þú uppskerð fljótt árangur erfiðis þíns. Láttu hlutina ganga smurt heima fyrir. Viðræður við vin um vonir þínar og drauma fyrir fram- tíðina gætu borið óvæntan ávöxt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er rangt að telja að allt við- gangist bara ef það kemst ekki upp. Pen- ingar eru viðkvæmt umfjöllunarefni, ekki síst þar sem aldrei virðist nóg af þeim í umferð. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinir og vandamenn sækjast eftir tíma þínum og þú átt að láta þeim hann í té eftir fremsta megni. Mundu að sjaldan veld- ur einn þá tveir deila. Karlinn á Laugaveginum stóð áhorninu við Vegamótastíginn þegar ég hitti hann. Hann var póli- tískur að venju og leist ekki á blik- una: Gulnuð loforð, orð án efnda upp á banka. Ráðstjórnar með rauða þanka ríkisstjórnin lætur danka. Ég fékk í vikunni gott bréf frá gömlum samþingmanni mínum, Ingvari Gíslasyni, sem mér þykir rétt að birta í heild: Nýlega var til grafar borin nyrðra Dómhildur Jónsdóttir frá Akureyri, prestsfrú á Skagaströnd, fyrrum kona sr. Pét- urs Ingjaldssonar. Veturinn 1942- 43 var Dómhildur í bekk með mér í MA og átti þá (í febrúar held ég) 17 ára afmæli. Það var siður okkar þá að minnast afmælisdaga bekkjar- systkina með söng og húrrahrópi, ef kennari gaf leyfi til. Þennan dag var Björgvin Guðmundsson, tón- skáld, með tónfræðitíma snemma dags. Hann tók vel beiðni okkar um að gera afmæli Dómhildar verðug skil og gerði gott betur en að þvæla okkur að syngja Hún á afmæli í dag (sem Björgvin þótti hálfflatneskju- legt) því að hann flutti af munni fram afmælisvísu til Dommu, svo- hljóðandi: Hann, sem öllum ævi skóp, eins því hagi þanninn, að úr biðla ærnum hóp hún eignist besta manninn. Ég fullyrði ekki, en trúi því, að hann hafi ort vísuna á staðnum, enda vissum við að Björgvin var ágætlega skáldmæltur og orðvís of- an á allt annað og fljótur að hugsa. Nú langar mig að kenna þér þessa vísu og vita hvort nokkur, sem les, þekkir vísuna og veit betur en ég um höfund hennar, ef svo væri. Þessu er hér með komið á fram- færi. Og svo hittist svo á, að nú í vikunni kenndi Sigurður H. Guð- jónsson hrl., framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, mér tvær vís- ur, sem Páll S. Pálsson hrl. hafði kennt honum: Lífs míns sól fer lækkandi, loks hún hverfur sýnum; fer nú óðum fækkandi framhjátökum mínum. Ég er allur úr mér genginn, ekki veit ég hvað því veldur, því kvennamaður er ég enginn og ekki drykkjumaður heldur. Og nú er spurningin hvort nokk- ur þekki til þessara vísna frekar en hér er sagt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þekkir nokkur vísurnar? Í klípu „ÉG VEIT AÐ ÉG ÆTLAST TIL MIKILS, EN ÞÚ ÞARFT AÐ FARA ÚT Í ÓBYGGÐIR OG LEIKA Á DAUÐANN EINU SINNI ENN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „NÚ, ÞETTA ER GOTT. HÉR SEGIR: „FYRIR- TÆKIÐ OKKAR LEITAÐI ALLRA LEIÐA VIÐ AÐ TRYGGJA AÐ SVÍNIÐ MYNDI EKKI ÞJÁST.““ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna að hann ætlar að spyrja að einhverju mikilvægu. HLAUPTU HEIM OG SÆKTU MÚS! HÓST! GRETTIR! ER ÞESSIFJÖÐUR AF ÞÉR? LÍT ÉG ÚT EINS OG KANARÍFUGL? Hvers vegna eru mörg íslensk nú-tímaheimili með frasa á ensku upp um alla veggi? Frasa á borð við: keep calm and carry on, relax, home og annað í þessum dúr? Ekki svo að skilja að Víkverji sé andsnúinn ensku og enskuslettum. Þvert á móti grípur hann til þeirra oft og tíðum ef út í það er farið. En það er önnur saga. x x x Er þetta tilkomið vegna þess aðþegar fólk er statt í tilteknum rýmum á heimilinu, þá viti fólk ekk- ert hvar það er? Því síður hvernig það eigi að haga sér? Og þess vegna þurfi það á ensku textunum að halda til að leiðbeina sér um hvernig skuli bera sig að í lífinu? x x x Já, þarna á skenknum (borð-stofuskápnum, fyrir þá sem það kjósa) stendur Home, þá hlýt ég að vera inni á heimili. Aha! Og á veggn- um hangir innrammaður texti: keep calm and carry on. Alveg rétt, ég er hjá Gunnu frænku sem er ósjaldan föst í eigin æsingi og getur þar af leiðandi sig hvergi hrært. Þess vegna þarf hún á þessum mætu leið- beiningum á að halda; að slaka á og halda gangi sínum áfram. x x x Relax á baðherberginu þykir Vík-verja einkar kátlegt. Svo ekki sé nú talað um enskar setningar sem eru skrifaðar á vegginn við rúmgafl- inn í svefnherbergjum fólks. Ætli þetta sé angi af þeirri tísku að vera með flennistórar myndir af stór- borgum? Kannski í þeim tilgangi að bjóða útlendinginn í sjálfum sér vel- kominn? Veit ekki, en töff eru þær og setja svo sannarlega stórborgar- brag yfir heimilið. x x x Annars er nú ágætt að býsnast afog til. En hverjum er frjálst að búa heimili sín eftir eigin höfði. Kannski er Víkverji bara forn í hugsunarhætti. Hann væri helst til í að klína myndum og minnisskjöldum af Jóni Sigurðssyni í hvert einasta herbergi. Og útsaumuðum myndum með „drottinn blessi heimilið“. víkverji@mbl.is Víkverji Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“ (Lúkasarguðspjall 19:10) Langtímaleiga www.avis.is 52.100 kr. á mánuði og allt innifalið nema bensín!* Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. *Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu. Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.