Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 6
H
ér á Íslandi eru það
aðallega skógrækt-
arfélögin sem rækta
þessi innlendu tré
sem seld eru,“ segir
Einar. „Skógarbændur eru reyndar
farnir að koma að þessu í auknum
mæli en Skógrækt ríkisins hefur að
mestu dregið sig út af þessum mark-
aði í seinni tíð. En hver sem rækt-
andinn er, þá er sá munur á inn-
lendum trjám og erlendum að
hérlendis fer fram umhverfisvænni
ræktun,“ bendir Einar á.
„Þetta er meiri verksmiðjufram-
leiðsla erlendis og við erum ekki að
nota eiturefni og áburð í sama mæli
eins og gert er til dæmis í Dan-
mörku, sem er upprunaland flestra
innfluttu trjánna. Við erum sem bet-
ur fer að mestu leyti laus við það hér.
Þá má bæta því við að það fylgir því
einnig mikil mengun að flytja trén
yfir hafið,“ bætir Einar við.
Tré úr útivistarskógum
„Trén sem seld eru á vegum skóg-
ræktarfélaganna eru flest úr útivist-
arskógum þeirra og það færist sífellt
í vöxt að fólk mæti sjálft á aðvent-
unni, velji sér tré og höggvi,“ segir
Einar. „Hér á höfuðborgarsvæðinu
fer fólk aðallega í Heiðmörk og
Hamrahlíðarsvæðið við Úlfarsfell,
en yfirleitt bjóða um fimm félög upp
á þessa þjónustu landið um kring.
Þegar nær dregur jólum setjum við
upp lista á heimasíðu okkar,
www.skog.is, yfir þá staði þar sem
boðið er upp á þetta.“
Auk framangreindra svæða má
nálgast tré í Hafnarfirði við Kald-
árselsveg skammt frá Hvaleyr-
arvatni. Þá sækja Garðbæingar sér
tré í nokkrum mæli í Smalaholt við
Vífilstaðavatn. Loks eru félög vítt og
breitt um landið sem bjóða upp á að
fólk komi og finni sér tré.
Furan sífellt vinsælli
Af þeim trjátegundum sem rækt-
aðar er hérlendis segir Einar Örn að
vinsælastar séu stafafuran og rauð-
grenið.
„Stafafuran hefur heldur verið að
sækja í sig veðrið seinni árin og
verður alltaf vinsælli og vinsælli.
Menn eru jafnvel farnir að tala um
hana sem íslenska jólatréð“, bætir
hann við. Sumir hafa að sögn Einars
veigrað sér við að velja stafafuruna
fyrst því hún hefur ekki þetta týp-
íska jólatrjáalag — ekki jafn reglu-
legur þríhyrningur að sjá og greni-
trén eru oft. En svo þegar fólk hefur
einu sinni prófað furuna þá vill það
oft ekkert annað. Aðspurður um
ástæður þessa svarar Einar því til að
líkast til sé barrheldni furunnar að
þakka. „Hún heldur barrinu betur
en nokkurt annað tré sem ræktað er
hér á landi. Sumir segja að ef vel er
hugsað um hana og þess gætt að
vökvi sé á fætinum, þá sé hægt að
nota furuna á páskunum líka,“ segir
Einar Örn og kímir við.
„Svo fyllir hún auðvitað húsið af
jólailmi; það fylgir henni ákaflega
góður ilmur, bæði sterkari og betri
en af öðrum barrtegundum. Það er
því oft talað um að furan komi með
jólin í húsið, þegar tréð er komið inn
og ilmurinn sem því fylgir.“
Fjallaþinurinn er fallegur
Þá er rauðgrenið alltaf vinsælt,
bendir Einar Örn á, og einnig hafa
skógræktarfélögin boðið upp á blá-
greni, sitkagreni og fjallaþin.
„Fjallaþinurinn er líka mjög fal-
legur og barrheldinn, auk þess sem
hann er talsvert svipaður að sjá og
danski norðmannsþinurinn. Reynd-
ar er liturinn aðeins frábrugðinn,
hann er heldur bláleitari, en annars
eru þetta ákaflega svipuð tré, enda
eru þau skyld. En það er hinsvegar
ekki eins mikið af honum og hinum
tegundunum og hann þar af leiðandi
fáséður hjá hefðbundnum jólatrjáa-
sölum; það er meira um að fólk sé að
velja hann úti í skógi.“
Einar Örn telur þó að hann eigi
eftir að sækja í sig veðrið á næstu ár-
um enda séu margir áhugasamir um
að prófa sig áfram með ræktun á
honum og að finna góð kvæmi sem
henta íslenskum aðstæðum og þá
verður hægt að markaðssetja hann í
auknum mæli sem jólatré.“
Meðhöndlunin mikilvæg
Um framangreindar tegundir
gilda í öllum aðalatriðum sömu lög-
málin þegar kemur að umhugsun og
umhirðu. „Rauðgrenið þarf reyndar
að hugsa aðeins meira um því þeirri
tegund er hættara við að fella barrið.
En annars gilda sömu lögmálin um
öll jólatrén. Þau skal geyma á köld-
um stað áður en þau eru sett upp,
setja þau út á svalir eða út í garð eft-
ir aðstæðum, og gott er að hafa það í
fötu með vatni meðan tréð er þar úti.
Loks er vert að hafa í huga þegar
tréð er tekið inn að saga aðeins neð-
an af fætinum, tvo til fimm senti-
metra, til að opna fótinn. Trjákvoðan
lokar alltaf fyrir sárið sem myndast
þegar tréð er sagað úti í skógi en
með því að saga af fætinum þegar
tréð er komið inn í stofu opnast fyrir
æðar trésins sem soga til sín vatn.“
Einar bætir því við að þegar tréð
er fyrst sett í fótinn er gott að hafa
heitt vatn í fætinum, jafnvel sjóðandi
heitt, því það liðki líka fyrir vatns-
upptökunni. „Og því betri sem
vatnsupptakan er þeim mun meiri
líkur eru jú á því að barrið haldist
lengi og vel. Þaðan í frá er svo fínt að
að fylla reglulega á með volgu vatni
og gæta þess vel að ekki tæmist á
milli. Þessu þarf að huga vel að því
trén geta verið býsna frek til vatns-
ins í fyrsta kasti. Það er ekki óal-
gengt þegar sett er snarpheitt vatn í
fótinn í fyrsta sinn að það hverfi á
skömmum tíma en svo kemst meira
jafnvægi á vatnsupptökuna þegar á
líður.“
Þess virði að nostra við tréð
Fyrir þá sem finna draumatréð
sitt í fyrra fallinu og þurfa að geyma
það í einhvern tíma áður en það er
sett upp þarf engar áhyggjur að hafa
af trénu, segir Einar.
„Það væsir ekki um tréð svo fremi
sem það er geymt í kulda þangað til
það er tekið inn og skreytt. Geri
hörkufrost er gott að taka tréð inn
með fyrirvara, koma því fyrir í bað-
karinu eða sturtubotni og þíða það
með því að láta renna aðeins á það.
Það er jú þess virði að nostra svolítið
við sjálft jólatréð! Hvað barrheldn-
ina varðar þá eru þinurinn og stafaf-
uran sérstaklega meðfærileg á með-
an grenið, einkum rauðgrenið, eiga
það til að fara úr nálum. „Samt á það
ekki að vera neitt vandamál svo
fremi sem hugsað er um tréð og þess
gætt að alltaf sé vatn á því,“ segir
Einar Örn.
„Þannig dregur maður mjög úr
barrfallinu. En trén standa svosem
ekki nema í tiltölulega stuttan tíma
svo að það kemur ekki að sök þó að
fáeinar nálar falli þegar líður á
jólahátíðina.“
Ljúf stund við leit að tré
Sérstaðan hjá skógræktarfélög-
unum er sú, segir Einar, að vissu-
lega er upplifunun önnur að fara út í
skóg, til dæmis með fjölskyldunni,
kúpla sig aðeins út úr jólastressinu,
njóta kyrrðar og fá ferskt loft í lung-
un og leita að draumatrénu.
„Þá hefur fólk úr fjölbreyttari
trjám að velja en á hefðbundnum
sölustöðum þar sem trén eru flest lík
að gerð og lögun,“ segir Einar. „Við
höfum séð fólk koma úr skóginum
með tré sem okkur myndi aldrei
detta í hug að bjóða á almennum
markaði. Ég man til dæmis eftir
konu sem fann þrítoppa grenitré í
Brynjudalsskógi og var alsæl með
það. Henni fannst það frábært vegna
þess að nú gat hún notað alla þrjá
toppana sína á eitt og sama tréð.“
Einar bendir ennfremur á að við
leit að jólatré kynnist fólk þeirri úti-
vistarparadís sem skógarnir eru á
aðventunni og komi því aftur til að
njóta þar útiveru á öðrum tímum
ársins.„Við sjáum oft fólk sem kom í
skóginn í jólatrjáaleit í desember
gera sér ferð þangað aftur næsta
sumar.“
Loks má nefna að með því að
kaupa jólatré af skógræktarfélög-
unum er fólk að styrkja ræktun úti-
vistarskóga og uppbyggingu aðstöðu
í þeim. „Fyrir hvert jólatré sem
skógræktarfélögin selja er hægt að
gróðursetja 30-40 ný. Þannig er fólk
í raun að stuðla að betri útivist-
arsvæðum fyrir sjálft sig og afkom-
endur sína. En í stuttu máli sagt þá
er það önnur og meiri upplifun en að
fara í verslun og velja þar tré, vil ég
meina, og börnunum þykir ólíkt
skemmtilegra að leita, í náttúrulegu
umhverfi, að hinu eina rétta jólatré.“
jonagnar@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Skógur Gott er að kúpla sig út úr jólastressinu, fá ferskt loft í lungun og leita að draumatrénu, segir Einar Örn.
Morgunblaðið/Kristinn
Heiðmörk Í jólahaldi margra er siður að fara í skógræktarsvæðin í nágrenni borgarinnar og fella jólatré.
Hið eina
rétta jólatré
’Meiri upplifun en að fara
í verslun og velja þar tré
... og börnunum þykir
skemmtilegra að leita, í
náttúrulegu umhverfi, að
hinu eina rétta jólatré
Ekki er ofsagt að jólatré séu einn mikilvægasti
þátturinn í jólahaldi landans, og þó víðar væri
leitað – alltént hvað skreytingaþáttinn varðar.
Einar Örn Jónsson hjá Skógræktarfélagi Ís-
lands er viskubrunnur þegar kemur að jóla-
trjám, umhirðu þeirra og öðru.
6 Jólablað Morgunblaðsins