Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 8

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 8
G uðbjartur Ellert Jóns- son er ekki einungis fjármálastjóri Norð- urþings og staðgengill bæjarstjóra á Húsa- vík. Hann er líka veiðimaður af lífi og sál og vandist því snemma að ganga til rjúpna, leggjast fyrir gæsir ásamt því að stunda stangveiði. Nýt- ur hann gæða þeirra sem náttúran veitir. Læri margt í veiðiferðum „Frá því að ég man eftir mér gengum við systkinin með pabba til rjúpna ásamt því að kynnast að- stæðum við gæsaveiðar. Á þessum árum lærðum við að fara með skot- vopn, lesa í náttúruna og bera virð- ingu fyrir umhverfi okkar,“ segir Guðbjartur Ellert. „Allar götur síðan hefur það verið hluti af lífi mínu að mæta náttúrunni með öllu því sem hún hefur að bjóða. Það er um leið krefjandi en spenn- andi að láta hið óvænta reyna á til- finningarlegt veiðieðli og þol. Sam- spil manns og náttúru er gefandi og það eru fjölmargir þættir, verkefni og jafnvel hættur sem maður glímir við í hverri veiðferð og því margt hægt að læra í veiðiferðum.“ Guðbjartur Ellert glímir oft við krefjandi verkefni í starfi sínu. „Eft- ir kynni mín af glímunni við náttúr- una ásamt reynslu úr íþróttunum á ég auðveldara með að finna lausnir. Það er mitt mat að öllum sé hollt að mæta, njóta og virða náttúruna, hvort heldur sem er í veiði, göngu eða með annarri útivist. Náttúran er óútreiknanleg rétt eins og mann- fólkið og góður skóli þegar kemur að því að leysa flókin verkefni.“ Aflar fjölskyldunni jólarjúpna Guðbjartur segir að alla sína ævi hafi það verið sjálfgefið hlutverk að afla fjölskyldunni rjúpna í jólamat- inn. Sá háttur sé enn við lýði. Vissu- lega hafi fjölskyldan stækkað en þá séu það bara fleiri sem afla. „Pabbi veiddi aldrei meira en þurfti og sú hefur í raun verið staðan hjá okkur hinum. Eðlilega hafa kom- ið tímabil þar sem mikið var af fugli og mikið veitt en ekkert úr hófi þó. Eftir að rjúpnaveiðidögum var fækkað og magnið takmarkað hef ég reynt að fylgja þeirri reglu. Þó um leið reynt að tryggja að allir fái í jólamatinn, alla vega í það minnsta að smakka. Það hefur tekist fram að þessu.“ Losnar við áreiti í óbyggðum En það er ekki bara rjúpnaveiðin sem höfðar til Guðbjarts Ellerts, því einnig veiðir hann töluvert mikið af gæs og rennir svo fyrir fisk, bleikju, urriða og lax. „Ég hef svo undanfarin fjögur ár fengið úthlutað hreindýr og því mik- ið um villibráð á heimilinu. Stór hluti af veiðieðlinu held ég að sé vegna ná- lægðarinnar við náttúruna. Það að komast fjarri mannabyggðum, jafn- vel einn með sjálfum sér, og reyna á kunnáttu sína í náttúrulæsinu er orkugefandi og því auðvelt að hlaða batteríin fyrir önnur átök í lífinu. Kosturinn við óbyggðirnar er fyrst og fremst að losna við daglegt áreiti eins og tölvupóstinn, símann og rest- ina af samskiptamiðlunum sem óneitanlega verða að vera eftir heima.“ Veiðieðlið var sterkast á yngri ár- um, segir Guðbjartur Ellert; ákefð- in, krafturinn, áræðið og allt sem því fylgir hafi gefið sér mikið. Í dag sé þetta rólegra en tilfinningin hin sama. Sósan hennar mömmu Viðmælandi okkar kveðst hafa al- ist upp við að öll villibráð væri heimagerð. Bæði amma hans og móðir hafi eldað rjúpur og gæsir og það með sama hætti. „Það er með þetta eins og allt ann- að. Matur eins og hjá mömmu er bestur og því hef ég reynt mitt allra besta til að ná sósunni hennar, steik- ingunni og í raun allri matseldinni. Það hefur gengið seint en ég held að ég sé að nálgast þetta,“ segir Guð- bjartur Ellert. „Rjúpur voru bara í matinn einu sinni á ári heima og mamma eldaði þær á sinn hátt sem var eins og amma gerði það. Ég hef haldið í þessa hefð og ef rjúpur eru eldaðar á öðrum tíma hjá mér er það alls ekki með sama hætti og jóla- rjúpan enda nánast heillög matseld. Á Þorláksmessu er það lyng-, berja- og rjúpnalyktin sem umlykur mig og er kveikjan að jólahátíðinni minni og einhvern veginn hefur það verið all- ar götur frá því að ég man eftir mér. Þennan dag eru rjúpurnar ham- flettar og gerðar klárar fyrir að- fangadag.“ Við matseld kveðst Guðbjartur fylgja gömlum fjölskyldusið. „Legg rjúpnaskipið í mjólk yfir nóttina. Á aðfangadag fer sjálf matargerðin fram en þá fara fram hinar ótrúleg- ustu hanteringar við steikingu og suðu. Sósan, sem vissulega er fjöl- skylduleyndarmál, er lykillinn að öllu og tryggir hinn fullkomna jóla- mat. Sennilega hefur hugtakið um matarást verið byggt á jólarjúpum – svo fullkominn er maturinn.“ Vel birgur af villibráð Guðbjartur Ellert segir gæsaveið- ar sínar í haust hafa gengið ágæt- lega. „Ég byrjaði uppi á Möðrudal á Mývatnsöræfum í heiðagæs. Svo þegar leið á tímabilið lagðist ég fyrir grágæsina í Kelduhverfi og Öx- arfirði. Þetta safnaðist saman og ég náði þeim skammti sem ég þarf eða um fjörutíu fuglum. Stangveiðin gekk líka ágætlega en töluvert magn af bleikju og urriða hafði ég úr Deildarvatni á Melrakkasléttu, sem er einstök náttúruperla. Ég endaði svo skemmtilegt veiðitímabil í Jöklu í laxveiði. Í lok ágúst fór ég svo á Hallormsstaðarheiði í hreindýr þar sem ég felldi fallega belju. Ég er því vel birgur af villibráð og er núna að tryggja að allir í fjölskyldunni fái rjúpur.“ Veiði ekki í óhófi Fjármálastjórinn á Húsavík hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að gefa fjölskyldunni villibráð í jólagjöf. „Í þeim pakka er yfirleitt að finna gæsir, hreindýr, reykta bleikju, urr- iða og lax, svartfugl og síðast en ekki síst rjúpur. Þetta hefur mælst vel fyrir enda ekki allir sem komast á veiðar. Það kann eflaust einhver að gera athugasemd við þessa veiði mína en ég þekki tímana tvenna og veiði ekki í óhófi. Ég fylgi þeim leik- reglum sem fyrir mig voru lagðar á unglingsárunum,“ segir nátt- úrubarnið Guðbjartur Ellert Jóns- son að lokum. agas@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Rjúpa Veiði á þessum eftirsótta fugli er takmörkuð vegna slakrar stofn- stærðar. Skyttur veiða því hóflega, en þó þannig að dugi í jólamatinn. Rjúpnalyktin er kveikjan að jólahátíðinni Guðbjartur Ellert Jónsson er veiðimaður af lífi og sál. Hann veiðir svo allir fái í jólamatinn og matbýr eftir uppskriftum frá mömmu. Gæs, hreindýr, reykt bleikja, urriði, lax og svartfugl fara í jólapakkann. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Matargerð Guðbjartur Ellert segir rjúpnaveiðna, sem og umstangið við steik og suðu, veita sér mikla ánægju. ’Sósan, sem vissulega er fjölskylduleyndarmál, er lykillinn að öllu og tryggir hinn fullkomna jólamat. Sennilega hefur hugtakið um matarást verið byggt á jólarjúpum – svo fullkominn er maturinn! 8 Jólablað Morgunblaðsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.