Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 14

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 14
14 Jólablað Morgunblaðsins Laugavegi 53, s. 552 3737 – Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Kjóll 7190 Peysa 6390 Jakki 9895 Sk yrta frá 4850 Peysa 6590 Bux ur frá 4750 V örurnar eru frá merki sem kallast Affari og er sænskt. „Þetta eru af- skaplega vandaðar og fallegar vörur,“ segir Sigríður, eða Systa eins og hún er kölluð. „Þarna á meðal eru handgerð kerti frá bænum Osby í Svíþjóð, ásamt úrvali kerta annars staðar frá í Evrópu. Gjafa- og heimilisvaran er annars framleidd í Svíþjóð, Dan- mörku og Indlandi, en þaðan eru til dæmis afar snotrir handgerðir vegg- rammar. En almennt er yfirbragð varanna frá fyrirtækinu ákaflega fallegt og rómantískt og ólíkt flestu sem hefur fengist hér á landi hingað til.“ Tilbúið úr endurnýttu efni Stór hluti vöruúrvalsins frá Af- fari er búinn til úr eldra og áður notuðu hráefni. Meðal jólavaranna í ár eru til dæmis falleg hreindýr sem vafin eru úr teppaafgöngum. Þá má nefna kertastjaka sem voru áður stólfætur og könnur úr endur- unnu smíðastáli með handfangi úr steypustyrktarjárni. „Þá byggist hönnunin á mörgum vörum þeirra á gömlum hugmyndum, samanber vatnsflöskurnar sem minna á vatns- brúsana úr seinna stríði, með bandi sem minnir á hálsband og útlitið er allt eins og þær séu komnar til ára sinna, þótt glænýjar séu.“ Það á reyndar við um margar vörur frá þeim, bendir Systa á, að leitað er í gamla tímann eftir útliti og áferð, rétt eins og í hlutunum búi dálítil saga, eins og er svo móðins nú um stundir. Með heildsöluna í bílskúrnum Vörurnar hafa ekki fengist hér áð- ur, en hvaðan kom Systu hugmyndin að taka að sér umboðið? „Ég rakst á þetta merki gegnum annað fyrirtæki sem ég kem að, en það tiltekna fyr- irtæki átti til fáeinar vörur frá Affari og notaði til skrauts. Ég staldraði við þessar fallegu vörur, varð mér undir eins úti um símanúmerið og setti mig í samband. Fljótlega eftir þetta var ég svo komin með umboðið fyrir vörurnar hér á landi.“ Hlutirnir hafa gerst hratt síðan og í dag nær dreifing litlu heildsölunnar, sem Systa rekur úr bílskúrnum mínum, til ellefu blóma- og gjafavöruversl- ana í Reykjavík og víðsvegar um landið. Öndvegis ilmkerti Kertin frá Affari eru að sama skapi framleidd með gæði í huga, eins og Systa útskýrir. „Í kertunum er sojavax eins og notað er við arómaþerapíur, sem tryggir hreinni bruna, og í ilmkertunum er paraf- ínolía. Kertin brenna líka mjög vel, þau duga í um 60 klukkustundir og brenna alveg niður í stað þess að hola myndist í kertið þegar kveik- urinn brennur og svo situr maður upp með fullt af afgangs vaxi, eins og stundum vill verða. Svo eru kertakrukkurnar svo verklegar, með loki og hvaðeina, að þegar kertið er búið er hægt að nota hana undir ým- islegt – bómullina á baðinu eða bara hvað sem vera skal.“ Jólavörur með rómantískum blæ Frá Affari kemur líka myndarleg lína af jólavörum, sem Systa segir engu að síður geta gengið allan árs- ins hring. „Yfirbragðið er í senn náttúrulegt og dálítíð rómantískt, og þessi litríka jóla- og gjafavara gerir fólki auðvelt að skapa persónulegan stíl. Heimilið verður einhvern veg- inn áhugaverðara þegar búið er að nostra svolítið við það, og ekki spillir þegar ilmur af jólum liggur í loft- inu.“ Mikið af skrautinu er úr gleri með antikáferð, og þær vörur sem eru unnar úr viði eru líka með dálítið gamaldags yfirbragði, og má í því sambandi nefna handmálaðar tré- kúlur. „Þá erum við með úrval af af- skaplega huggulegum lituðum kertaglösum sem gefa frá sér hlý- lega og fallega birtu þegar kveikt er á kertunum.“ Hljómar eins og einmitt það sem þarf inn á heimilið í skammdeginu, ekki síst jólamánuðinum. www.affari.nu jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Heimilislegt „Vörurnar eru oft eins og saga búi í þeim, þó nýjar séu,“ segir Sigríður Jónsdóttir. Endurnýtt Þessi fallegu jólahreindýr eru úr gömlum teppaafgöngum. Jólaljós Kertin eru úr vönduðu sojavaxi sem tryggir hreinni bruna. Rómantískar vörur fyrir jólin – og allt árið Það tilheyrir oftar en ekki jólahaldinu að finna eitthvað fallegt til að skreyta híbýlin með. Sigríður Jónsdóttir rekur litla heildsölu með huggulegum heimilisvörum sem framleiddar eru meðal annars úr endurnýttum efniviði. ’Heimilið verður áhuga- verðara þegar búið er að nostra svolítið við það, og ekki spillir þegar ilmur af jólum liggur í loftinu. Hátíðarskap Vörurnar frá Affari gefa hlýlegt yfirbragð og hátíðlegt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.