Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 16
16 Jólablað Morgunblaðsins
AFF-heildverslun
www.affari.nu • Sími 777 2281
Fæst í næstu gjafa-
og blómaverslun
M
ér finnst nánast æv-
intýri að teikna og
hanna frímerki.
Það er sömuleiðis
hjartnæmt að fá að
teikna jólafrímerkin því þeim fylgir
innileiki hátíða og jólakveðja,“ segir
Kristín Ragna Gunnarsdóttir mynd-
listarkona.
Þrjár milljónir jólakorta
Myndefni jólafrímerkjanna 2012 er
sótt í söguna af Nátttröllinu, sem er í
þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Sag-
an er höfð eftir gamalli konu úr
Rangárþingi og er þráðurinn sá að á
bæ einum hafi sá sem átti að gæta
húsa á jólanótt alltaf fundist ann-
aðhvort dauður eða genginn af göfl-
um. Framhaldið er ekki rakið frekar
hér en sagan er, eins og Kristín
Ragna kemst að orði, kynngimögnuð
og mjög myndræn.
Jólahald Íslendinga einkennist af
föstum hefðum. Í því sambandi eru
frímerkin einn af hinum föstu póst-
um. Raunar bíða margir jólafrímerkj-
anna alltaf með ofurlítilli eftirvænt-
ingu og hafa meiningar um hvernig til
hafi tekist. Þetta er mál sem allir geta
haft skoðun á; frímerkin koma fyrir
allra augu en í fyrra sendu Íslend-
ingar um þrjár milljónir jólakorta.
Þjóðsaga í nýjum búningi
„Frímerki eru smá en ferðast víða
og þurfa að standast tímans tönn í
höndum safnara. Það er mjög krefj-
andi verkefni að koma myndefni á
framfæri á svona litlum fleti en það er
einmitt sú glíma sem gerir frímerkja-
hönnun svo spennandi, segir Kristín
Ragna sem fékk óskina um að mynd-
skreyta jólafrímerkin 2012 um mitt
sl. ár.
„Ég hafði frjálsar hendur með það
val. Lagðist í grúsk og las ótal jóla-
sögur. Ég hef alla tíð verið mjög hrif-
in af þjóðsögum. Ég bjó í London
sem barn og fékk litlar bækur með
þjóðsögum frá Íslandi sendar í pósti.
Sú mynd sem ég hafði af landinu
mínu hefur eflaust litast af þessum
sögum,“ segir Kristín Ragna og held-
ur áfram:
„Síðan þá hef ég lesið þjóðsögur
ólíkra menningarsvæða og mig hefur
lengi langað til að myndskreyta þjóð-
sögur. Mér fannst þetta því kjörið
tækifæri til að setja íslenska þjóð-
sögu, er tengist jólunum, í nýjan bún-
ing. Valdi svo Nátttröllið að lokum.
Nátttröllið lét að sér kveða
Frímerki er lengi í fæðingu og að
mörgu þarf að huga. Í upphafi lagði
Kristín Ragna fyrir stjórnendur
Póstsins þá hugmynd að nota Nátt-
tröllasöguna sem yrkisefni.
„Þegar Pósturinn hafði samþykkt
það þá hófst ég handa við að lesa sög-
una gaumgæfilega, brjóta niður í frá-
sagnareiningar og skissa þær myndir
sem birtust í huga mér. Mig langaði
til að kjarna nokkur atriði sögunnar í
eina mynd og ég teiknaði því atburða-
rásina á þann hátt að myndir fóru að
tengjast innbyrðis. Þegar grunn-
hugmyndin var komin fór ég að ein-
falda teikningarnar því að mynd-
bygging skiptir miklu máli á svona
litlum fleti. Myndmálið þarf að vera
skýrt og tjáningarríkt, segir Kristín
Ragna og bætir við:
„Á þessu stigi færði ég teikning-
arnar inn í tölvu. Hreinteiknaði
myndirnar þar og prófaði mig áfram
með litina. Ég valdi að hafa fáa tákn-
ræna liti ásamt gyllingu til hátíða-
brigða. Þá bættist textinn líka við.
Hann þurfti að falla vel að mynd.
Þegar Póstsmenn voru búnir að sam-
þykkja tillögur mínar tók við frá-
gangur til prentunar. Þegar þar var
komið sögu lét Nátttröllið sjálft að
sér kveða og ég sat eftir með þursa-
bit.“
Ótæmandi ímyndunarafl
Kristín Ragna Gunnarsdóttir á að
baki langan feril sem myndlist-
armaður. Útskrifaðist úr grafískri
hönnunardeild Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands árið 1992 og var síð-
ar nemi við málaradeild skólans.
Nam seinna bókmenntafræði og rit-
list við Háskóla Íslands og útskrif-
aðist með BA-próf þaðan 2006.
„Ég hef alltaf teiknað mikið frá því
að ég var barn. Hafði ótæmandi
ímyndunarafl sem ég reyndi að
beisla. Hef brennandi áhuga á sam-
spili texta og mynda og hef kennt
áfanga sem því tengjast við nokkra
skóla og fræðslusetur,“ segir Kristín
sem hefur mynskreytt nokkrar bæk-
ur og hlotið verðlaun fyrir. Annars
eru verkefnin af ýmsum toga – og í
dag er efst á vinnuborðinu myndgerð
að Njálu fyrir 80 metra langan refil –
sem í samanburði við frímerkin sýnir
að verkefnin eru bæði stór og smá.
sbs@mbl.is
Frímerkin eru fastur póstur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
List Hjartnæmt að fá að teikna jólafrímerkin því þeim fylgir innileiki og jólakveðja, segir Kristín Ragna Gunn-
arsdóttir sem við myndagerð sína spinnur oft út frá gömlum skemmtilegum sögum úr þjóðararfi Íslendinga.
Myndmálið skýrt og
tjáningarríkt. Kynngi-
mögnuð þjóðsaga á
jólafrímerki ársins. Eru
smá og ferðast víða,
segir hönnuðurinn,
Kristín Ragna Gunn-
arsdóttir. Myndmál á
litlum fleti.
Póstur Myndirnar á jólafrímerkjum þessa árs eru í senn litríkar og lifandi.
’Les söguna gaumgæfi-
lega, brýt niður í frá-
sagnareiningar og skissa
þær myndir sem birtust í
huga mér. Mig langaði
til að kjarna nokkur at-
riði sögunnar í eina
mynd og ég teiknaði því
atburðarásina.
Fyrir þessi jól er nauðsynlegt að
koma jólakortunum snemma í
póst. Aðfangadag ber að þessu
sinni upp á mánudag og eru bréf
borin út að morgni þess dags.
Bréf og pakkar þurfa þó að fara í
póst eigi síðar en 19. desember ef
þau eiga að ná til viðtakanda á
réttum tíma. Þarna er miðað við
svonefndan A-póst sem borinn er
út næsta dag. Um B-póst, sem
koma þarf í afgreiðslu ekki síðar
en 14. desember, gildir að Póst-
urinn gefur sér þrjá daga til að
koma honum til viðtakenda. Eru
burðargjöld fyrir minnstu bréfin í
þeim flokki ögn lægri en í A-
flokki, en þar er burðargjald fyr-
ir almenna bréfasendingu eða
jólakort er 120 kr.
Um bréf og böggla sem fara
skulu til fjarlægra landa gildir að
þeir þurfa að fara í póst ekki síð-
ar en 5. desember. Sendingar til
Evrópu þurfa að vera komnar á
pósthús 12. desember og séu við-
takendur á Norðurlöndunum er
14. desember dagsetningin sem
fólk ætti að hafa bak við eyrað.
www.postur.is
Síðasti skiladagur innanlandspósts er 19. desember
Kortin snemma í póst þetta árið
Morgunblaðið/Heiddi
Erill Aðventan er annatími hjá póstfólki, enda þurfa sendingar að komast tímanlega til viðtakenda.