Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 16
16 Jólablað Morgunblaðsins AFF-heildverslun www.affari.nu • Sími 777 2281 Fæst í næstu gjafa- og blómaverslun M ér finnst nánast æv- intýri að teikna og hanna frímerki. Það er sömuleiðis hjartnæmt að fá að teikna jólafrímerkin því þeim fylgir innileiki hátíða og jólakveðja,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir mynd- listarkona. Þrjár milljónir jólakorta Myndefni jólafrímerkjanna 2012 er sótt í söguna af Nátttröllinu, sem er í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Sag- an er höfð eftir gamalli konu úr Rangárþingi og er þráðurinn sá að á bæ einum hafi sá sem átti að gæta húsa á jólanótt alltaf fundist ann- aðhvort dauður eða genginn af göfl- um. Framhaldið er ekki rakið frekar hér en sagan er, eins og Kristín Ragna kemst að orði, kynngimögnuð og mjög myndræn. Jólahald Íslendinga einkennist af föstum hefðum. Í því sambandi eru frímerkin einn af hinum föstu póst- um. Raunar bíða margir jólafrímerkj- anna alltaf með ofurlítilli eftirvænt- ingu og hafa meiningar um hvernig til hafi tekist. Þetta er mál sem allir geta haft skoðun á; frímerkin koma fyrir allra augu en í fyrra sendu Íslend- ingar um þrjár milljónir jólakorta. Þjóðsaga í nýjum búningi „Frímerki eru smá en ferðast víða og þurfa að standast tímans tönn í höndum safnara. Það er mjög krefj- andi verkefni að koma myndefni á framfæri á svona litlum fleti en það er einmitt sú glíma sem gerir frímerkja- hönnun svo spennandi, segir Kristín Ragna sem fékk óskina um að mynd- skreyta jólafrímerkin 2012 um mitt sl. ár. „Ég hafði frjálsar hendur með það val. Lagðist í grúsk og las ótal jóla- sögur. Ég hef alla tíð verið mjög hrif- in af þjóðsögum. Ég bjó í London sem barn og fékk litlar bækur með þjóðsögum frá Íslandi sendar í pósti. Sú mynd sem ég hafði af landinu mínu hefur eflaust litast af þessum sögum,“ segir Kristín Ragna og held- ur áfram: „Síðan þá hef ég lesið þjóðsögur ólíkra menningarsvæða og mig hefur lengi langað til að myndskreyta þjóð- sögur. Mér fannst þetta því kjörið tækifæri til að setja íslenska þjóð- sögu, er tengist jólunum, í nýjan bún- ing. Valdi svo Nátttröllið að lokum. Nátttröllið lét að sér kveða Frímerki er lengi í fæðingu og að mörgu þarf að huga. Í upphafi lagði Kristín Ragna fyrir stjórnendur Póstsins þá hugmynd að nota Nátt- tröllasöguna sem yrkisefni. „Þegar Pósturinn hafði samþykkt það þá hófst ég handa við að lesa sög- una gaumgæfilega, brjóta niður í frá- sagnareiningar og skissa þær myndir sem birtust í huga mér. Mig langaði til að kjarna nokkur atriði sögunnar í eina mynd og ég teiknaði því atburða- rásina á þann hátt að myndir fóru að tengjast innbyrðis. Þegar grunn- hugmyndin var komin fór ég að ein- falda teikningarnar því að mynd- bygging skiptir miklu máli á svona litlum fleti. Myndmálið þarf að vera skýrt og tjáningarríkt, segir Kristín Ragna og bætir við: „Á þessu stigi færði ég teikning- arnar inn í tölvu. Hreinteiknaði myndirnar þar og prófaði mig áfram með litina. Ég valdi að hafa fáa tákn- ræna liti ásamt gyllingu til hátíða- brigða. Þá bættist textinn líka við. Hann þurfti að falla vel að mynd. Þegar Póstsmenn voru búnir að sam- þykkja tillögur mínar tók við frá- gangur til prentunar. Þegar þar var komið sögu lét Nátttröllið sjálft að sér kveða og ég sat eftir með þursa- bit.“ Ótæmandi ímyndunarafl Kristín Ragna Gunnarsdóttir á að baki langan feril sem myndlist- armaður. Útskrifaðist úr grafískri hönnunardeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1992 og var síð- ar nemi við málaradeild skólans. Nam seinna bókmenntafræði og rit- list við Háskóla Íslands og útskrif- aðist með BA-próf þaðan 2006. „Ég hef alltaf teiknað mikið frá því að ég var barn. Hafði ótæmandi ímyndunarafl sem ég reyndi að beisla. Hef brennandi áhuga á sam- spili texta og mynda og hef kennt áfanga sem því tengjast við nokkra skóla og fræðslusetur,“ segir Kristín sem hefur mynskreytt nokkrar bæk- ur og hlotið verðlaun fyrir. Annars eru verkefnin af ýmsum toga – og í dag er efst á vinnuborðinu myndgerð að Njálu fyrir 80 metra langan refil – sem í samanburði við frímerkin sýnir að verkefnin eru bæði stór og smá. sbs@mbl.is Frímerkin eru fastur póstur Morgunblaðið/Sigurður Bogi List Hjartnæmt að fá að teikna jólafrímerkin því þeim fylgir innileiki og jólakveðja, segir Kristín Ragna Gunn- arsdóttir sem við myndagerð sína spinnur oft út frá gömlum skemmtilegum sögum úr þjóðararfi Íslendinga. Myndmálið skýrt og tjáningarríkt. Kynngi- mögnuð þjóðsaga á jólafrímerki ársins. Eru smá og ferðast víða, segir hönnuðurinn, Kristín Ragna Gunn- arsdóttir. Myndmál á litlum fleti. Póstur Myndirnar á jólafrímerkjum þessa árs eru í senn litríkar og lifandi. ’Les söguna gaumgæfi- lega, brýt niður í frá- sagnareiningar og skissa þær myndir sem birtust í huga mér. Mig langaði til að kjarna nokkur at- riði sögunnar í eina mynd og ég teiknaði því atburðarásina. Fyrir þessi jól er nauðsynlegt að koma jólakortunum snemma í póst. Aðfangadag ber að þessu sinni upp á mánudag og eru bréf borin út að morgni þess dags. Bréf og pakkar þurfa þó að fara í póst eigi síðar en 19. desember ef þau eiga að ná til viðtakanda á réttum tíma. Þarna er miðað við svonefndan A-póst sem borinn er út næsta dag. Um B-póst, sem koma þarf í afgreiðslu ekki síðar en 14. desember, gildir að Póst- urinn gefur sér þrjá daga til að koma honum til viðtakenda. Eru burðargjöld fyrir minnstu bréfin í þeim flokki ögn lægri en í A- flokki, en þar er burðargjald fyr- ir almenna bréfasendingu eða jólakort er 120 kr. Um bréf og böggla sem fara skulu til fjarlægra landa gildir að þeir þurfa að fara í póst ekki síð- ar en 5. desember. Sendingar til Evrópu þurfa að vera komnar á pósthús 12. desember og séu við- takendur á Norðurlöndunum er 14. desember dagsetningin sem fólk ætti að hafa bak við eyrað. www.postur.is Síðasti skiladagur innanlandspósts er 19. desember Kortin snemma í póst þetta árið Morgunblaðið/Heiddi Erill Aðventan er annatími hjá póstfólki, enda þurfa sendingar að komast tímanlega til viðtakenda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.