Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 18
18 Jólablað Morgunblaðsins Tilvalin jólagjöf Snyrti-, nudd- og fótaaðgerðarstofa Langholtsvegi 17 Sími 553-6191 Fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu eða aðra sem þér þykir vænt um. Rauðu jólagjafakortin eru komin í sölu, með 20-25% afslætti og gilda í 3 mánuði. Eftir það gildir kortið sem inneign Nánari upplýsingar á eygló.is He i l s u l i n d Í sumar og haust hafa starfs- menn Ásgarðs, verndaðs vinnustaðar í Mosfellsbæ, unnið hörðum höndum og markvisst að framleiðslu muna sem til sölu verða á hinum árlega jólamarkaði vinnustaðarins, sem haldinn verður 1. desember næstkomandi. „Við ætlum að halda markaðinn eins og venjulega með pompi og prakt. Þar verður urmull góðra muna á boðstólum,“ sagði Óskar Albertsson, kokkur í Ásgarði og talsmaður vinnustaðarins. Fullt út úr dyrum Á markaðinum verða til sölu leik- föng sem unnin hafa verið í tré, leðurvörur, ýmiss konar munir unnir í tré og slípaðir steinar svo nokkuð sé nefnt. Af leikföngunum má nefna flugvélar, skip og dráttarvélar í öllum stærð- um og gerðum. „Munirnir eru allir unnir hér, þeir eru mjög eigulegir enda hand- verkið mjög fal- legt,“ sagði Óskar í samtali við Morg- unblaðið. „Ég býst við að hér verði fullt út úr dyrum á mark- aðinum, eins og venju- lega. Við munum bjóða upp á kaffi og heitt súkku- laði og kökuhlaðborð á vægu verði. Við njótum þar velvilja bakara sem stutt hafa við okkur og gefið okkur margt af góðu bakkelsi. Gestir okkar geta gætt sér á kræs- ingunum fyrir gott verð.“ Leggja hug og hjarta í vinnuna Ásgarður var stofnaður 1993 og var framan af með starfsemi sína í Lækjarbotnum upp af Reykjavík, en flutti síðar í núverandi húsnæði í Álfafosskvosinni í Mosfellsbæ. „Hér vinna 40 manns á öllum aldri undir leiðsögn sjö verkstjóra. Sumir hálf- an dag en aðrir allan daginn. Hér er gleðin alltaf við völd. Það leggja allir allt sitt í vinnuna, hug og hjarta. Hér hefur margt meistarastykkið farið í gegn,“ segir Óskar, sem er einn af stofnendum Ás- garðs. Hver dagur að Ás- garði byrjar með söng en með því hafa stað- armenn blásið frá sér áhyggjum hversdagsins og sungið inn glaðværð og afslappandi andrúmsloft sem ríkir í Ásgarði. Þar er unnið að því að þroska hinn mann- eskjulega þátt vinnunnar. Í því felst að framleiðslan er löguð að getu hvers og eins og honum hjálp- að við að ná valdi á hugmyndum og verkfærum og vinna með þau. Ekki er litið á fötlun sem vandamál í Ás- garði heldur sem möguleika og að í hverri manneskju sé heilbrigður kjarni sem vinna megi með. Þannig er reynt að aðstoða fatlaðan ein- stakling við að vinna með fötlun sína til að hæfileikar hans njóti sín sem best. Ágóðinn í ferðasjóð „Jólamarkaðurinn er orðin hefð hjá okkur og við hvetjum fólk sem flest að líta endilega til okkar, þiggja af okkur góðar veitingar og fallega muni. Tekjurnar af mark- aðinum notum við til að byggja upp staðinn og lítill hluti er lagður í ferðasjóð. „Við förum alltaf í eina vorferð á hverju ári. Þetta eru dagsferðir, í sumar fórum við til dæmis um Reykjanesið og skoð- uðum það. Við höfum líka farið austur fyrir fjall og á Vesturlandið. Auk þessa skreppum við stundum í fjöruferðir og sækjum okkur við- fangsefni til vinnslu,“ segir Óskar að lokum. agas@mbl.is Margt meistara- stykkið í Mosfellsbæ Fallegt handverk og urmull muna á árleg- um jólamarkaði Ás- garðs í Mosfellsbæ. Syngja glaðværðina inn í byrjun hvers dags. Landbúnaður Traktor úr tré dregur kerruna og hlassið. Dráttarklár Ekkert stoppar góða smiði fái þeir góða hugmynd. Ásgarður „Jólamarkaðurinn er orðinn hefð,“ segir Óskar Albertsson. Morgunblaðið/Styrmir Kári Listasmiðir Í Ásgarði vinna fjörutíu manns undir leiðsögn sjö verkstjóra. Vinnu er þannig háttað að allir njóti sín á eigin forsendum því allir eru hæfileikafólk, hver á sinn hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.