Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 20

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 20
20 Jólablað Morgunblaðsins J ólaþorp að erlendri fyr- irmynd hafa í seinni tíð sprottið upp á Íslandi. Slík þorp hafa verið reist um mörg hundruð ára skeið á meginlandinu, allt frá miðöldum, á aðventunni. Uppruni þeirra er í hinum þýskumælandi hluta Evr- ópu; í Þýskalandi, Austurríki, Suð- ur-Týrol og Alsace en nú rísa jóla- þorp út um heim allan. Í Vínarborg frá 1294 Heimildir eru til um jólamarkað í Dresden í Þýskalandi frá árinu 1434 og í Strasbourg í Frakklandi hefur jólamarkaður verið haldinn ár hvert frá 1570 og því rís jóla- þorp þar í borg í 442. sinn í ár. Nú til dags eru um 250 smáhýsi á markaðinum í Dresden og sækja hann 1,5-2 milljónir gesta ár hvert. Enn eldri er jólamarkaðurinn í bænum Bautzen sem er nokkra tugi kílómetra austur af Dresden, en hans er fyrst getið í skráðum heimildum árið 1384. Og forveri allra jólamarkaða var líkast til svo- nefndur Desembermarkaður, hald- inn í Vínarborg árið 1294. Í flestum bæjum og borgum Þýskalands og Austurríkis eru jólaþorpin opnuð í upphafi aðvent- unnar. Þessir markaðir ganga ým- ist undir heitinu Weihnachtsmarkt en einnig Christkindelsmarkt, eða í bókstaflegri merkingu jólabarns- markaðurinn. Jafnan er aðaltorg viðkomandi bæja undirlagt en þorpin hafa stækkað ef eitthvað er með árunum og teygja sig því um nærliggjandi götur. Og önnur þorp rísa jafnvel í öðrum borgarhverf- um og úthverfum. Fíkjur, leikföng og möndlur Í húsum og sölubásum þorpanna kennir margra grasa, ekki bara matvæli og drykkir heldur einatt annað er tilheyrir árstíðinni; fíkju- og plómufígúrur, hnetubrjótar, ristaðar og sykraðar möndlur, bækur, leikföng, handverk ýmiss konar og jólaskraut. Þá er oftast slegið upp pulsugrilli og boðið upp á heitt og yljandi glögg. Hvort sem er í Þýskalandi, Frakklandi eða um aðrar jarðir er söngur og jóladans ómissandi þátt- ur í lífi þorpanna – og algengt er einnig að þar séu framdir ýmsir jólasiðir. Táknmynd af Maríu mey og Jesúbarninu í jötunni á þar og sinn stað. Milljónir gesta Jólamarkaðirnir hafa víðast hvar mikið aðdráttarafl og koma menn til dæmis um langan veg til að upplifa stemninguna í jólaþorpum í Dortmund, Erfurt, Nürnberg, Dresden, Stuttgart og Augsburg. Um tvær milljónir sækja mark- aðina í Nürnberg og Dresden, rúmlega þrjár í Stuttgart og jóla- þorpið í Dortmund dregur til sín flesta gesti, rúmlega 3,5 milljónir. Í því er að finna rúmlega 300 smá- hýsi. Og þar sem ekki rúmast allt á einu torgi hefur þróunin í Berlín verið sú, að þar er að finna yfir 70 jólamarkaði víðs vegar um borg- ina. Ljósadýrðin er einstök Í Frakklandi er Strasbourg í Al- sace-héraði austast í landinu höf- uðstaður frönsku jólaþorpanna. Markaðurinn umhverfis dómkirkj- una ber enn sitt gamla heiti þýskr- ar mállýsku heimamanna, Christk- indelsmärik, en hann hefur verið haldinn frá 1570. Í ár verða 12 mismunandi jólaþorp í Strasbourg. Á Parísarsvæðinu er að finna urmul jólaþorpa en þeirra stærst rís jafnan við Miklaboga á La De- fense-torginu, innan um háhýsi viðskiptahverfisins. Eftir að skyggja tekur er ljósadýrðin þar einstök og upplifunin eins og í nýrri veröld. Þorpið á Ódáins- vallabreiðgötunni, Champs Ely- sées, gefur því lítið eftir. Í dag er svo komið, að ekkert franskt þorp er svo lítið að þar spretti ekki upp jólaþorp eða jóla- markaður utandyra. agas@mbl.is Bæjarhlið Í Strasbourg í Frakkland er jólaþorp nú 442. árið í röð svo hefðin er orðin ótrúlega sterk. Franskt Óraunveruleikablær hvílir yfir stærsta jólaþorpi Parísar, sem er stendur inn á milli glerjaðra glæshúsa í borginni á bökkum Signu. Upplifunin eins og í nýrri veröld Jólaþorp má finna í öllum bæjum og borgum í Mið-Evrópu. Aldagamall uppruni í Vínarborg. Sykraðar möndlur, bækur og handverk í hávegum. ’Söngur og jóladans eru ómissandi þættir í lífi þorpanna – og algengt er einnig að þar séu við- hafðir ýmsir jólasiðir. Táknmynd af Maríu mey og Jesúbarninu í jötunni eiga þar og sinn stað. Veisla Í frönsku jólaþorpi fást m.a. pylsur, hangilæri og annað kjötmeti. Litríkt Sneisafullt hús af smávörum í jólaþorpi í Lyon í Frakklandi. Fallegt Hægt er að ráfa um jólaþorpin og virða fyrir sér vöruúrvalið. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Mikið úrval af kjólum og tunicum fyrir öll tækifæri Stærðir 40-58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.