Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 20
20 Jólablað Morgunblaðsins
J
ólaþorp að erlendri fyr-
irmynd hafa í seinni tíð
sprottið upp á Íslandi. Slík
þorp hafa verið reist um
mörg hundruð ára skeið á
meginlandinu, allt frá miðöldum, á
aðventunni. Uppruni þeirra er í
hinum þýskumælandi hluta Evr-
ópu; í Þýskalandi, Austurríki, Suð-
ur-Týrol og Alsace en nú rísa jóla-
þorp út um heim allan.
Í Vínarborg frá 1294
Heimildir eru til um jólamarkað
í Dresden í Þýskalandi frá árinu
1434 og í Strasbourg í Frakklandi
hefur jólamarkaður verið haldinn
ár hvert frá 1570 og því rís jóla-
þorp þar í borg í 442. sinn í ár. Nú
til dags eru um 250 smáhýsi á
markaðinum í Dresden og sækja
hann 1,5-2 milljónir gesta ár hvert.
Enn eldri er jólamarkaðurinn í
bænum Bautzen sem er nokkra
tugi kílómetra austur af Dresden,
en hans er fyrst getið í skráðum
heimildum árið 1384. Og forveri
allra jólamarkaða var líkast til svo-
nefndur Desembermarkaður, hald-
inn í Vínarborg árið 1294.
Í flestum bæjum og borgum
Þýskalands og Austurríkis eru
jólaþorpin opnuð í upphafi aðvent-
unnar. Þessir markaðir ganga ým-
ist undir heitinu Weihnachtsmarkt
en einnig Christkindelsmarkt, eða
í bókstaflegri merkingu jólabarns-
markaðurinn. Jafnan er aðaltorg
viðkomandi bæja undirlagt en
þorpin hafa stækkað ef eitthvað er
með árunum og teygja sig því um
nærliggjandi götur. Og önnur þorp
rísa jafnvel í öðrum borgarhverf-
um og úthverfum.
Fíkjur, leikföng og möndlur
Í húsum og sölubásum þorpanna
kennir margra grasa, ekki bara
matvæli og drykkir heldur einatt
annað er tilheyrir árstíðinni; fíkju-
og plómufígúrur, hnetubrjótar,
ristaðar og sykraðar möndlur,
bækur, leikföng, handverk ýmiss
konar og jólaskraut. Þá er oftast
slegið upp pulsugrilli og boðið upp
á heitt og yljandi glögg.
Hvort sem er í Þýskalandi,
Frakklandi eða um aðrar jarðir er
söngur og jóladans ómissandi þátt-
ur í lífi þorpanna – og algengt er
einnig að þar séu framdir ýmsir
jólasiðir. Táknmynd af Maríu mey
og Jesúbarninu í jötunni á þar og
sinn stað.
Milljónir gesta
Jólamarkaðirnir hafa víðast hvar
mikið aðdráttarafl og koma menn
til dæmis um langan veg til að
upplifa stemninguna í jólaþorpum í
Dortmund, Erfurt, Nürnberg,
Dresden, Stuttgart og Augsburg.
Um tvær milljónir sækja mark-
aðina í Nürnberg og Dresden,
rúmlega þrjár í Stuttgart og jóla-
þorpið í Dortmund dregur til sín
flesta gesti, rúmlega 3,5 milljónir.
Í því er að finna rúmlega 300 smá-
hýsi. Og þar sem ekki rúmast allt
á einu torgi hefur þróunin í Berlín
verið sú, að þar er að finna yfir 70
jólamarkaði víðs vegar um borg-
ina.
Ljósadýrðin er einstök
Í Frakklandi er Strasbourg í Al-
sace-héraði austast í landinu höf-
uðstaður frönsku jólaþorpanna.
Markaðurinn umhverfis dómkirkj-
una ber enn sitt gamla heiti þýskr-
ar mállýsku heimamanna, Christk-
indelsmärik, en hann hefur verið
haldinn frá 1570. Í ár verða 12
mismunandi jólaþorp í Strasbourg.
Á Parísarsvæðinu er að finna
urmul jólaþorpa en þeirra stærst
rís jafnan við Miklaboga á La De-
fense-torginu, innan um háhýsi
viðskiptahverfisins. Eftir að
skyggja tekur er ljósadýrðin þar
einstök og upplifunin eins og í
nýrri veröld. Þorpið á Ódáins-
vallabreiðgötunni, Champs Ely-
sées, gefur því lítið eftir.
Í dag er svo komið, að ekkert
franskt þorp er svo lítið að þar
spretti ekki upp jólaþorp eða jóla-
markaður utandyra.
agas@mbl.is
Bæjarhlið Í Strasbourg í Frakkland er jólaþorp nú 442. árið í röð svo hefðin er orðin ótrúlega sterk.
Franskt Óraunveruleikablær hvílir yfir stærsta jólaþorpi Parísar, sem er
stendur inn á milli glerjaðra glæshúsa í borginni á bökkum Signu.
Upplifunin eins
og í nýrri veröld
Jólaþorp má finna í öllum bæjum og borgum í Mið-Evrópu. Aldagamall
uppruni í Vínarborg. Sykraðar möndlur, bækur og handverk í hávegum.
’Söngur og jóladans eru
ómissandi þættir í lífi
þorpanna – og algengt er
einnig að þar séu við-
hafðir ýmsir jólasiðir.
Táknmynd af Maríu mey
og Jesúbarninu í jötunni
eiga þar og sinn stað.
Veisla Í frönsku jólaþorpi fást m.a. pylsur, hangilæri og annað kjötmeti.
Litríkt Sneisafullt hús af smávörum í jólaþorpi í Lyon í Frakklandi.
Fallegt Hægt er að ráfa um jólaþorpin og virða fyrir sér vöruúrvalið.
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Verslunin
Belladonna
á Facebook
Mikið úrval af kjólum og
tunicum fyrir öll tækifæri
Stærðir
40-58