Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 22

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 22
22 Jólablað Morgunblaðsins Í hangikjötinu fylgjum við þeirri aðferð sem á uppruna sinn í sveitum á Íslandi. Kjötið er verkað, lagt í pækilinn og reykt,“ segir Viktor Steingrímsson hjá Slát- urfélagi Suðurlands á Hvolsvelli. Þar á bæ hefst jólatörnin í lok nóvember; verkun og vinnsla á kjöti sem fer á hátíðarborð lands- manna. Hefur skorað hátt Hangikjötið frá SS hefur á und- anförnum árum skorað hátt meðal matgæðinga sem fengnir hafa ver- ið til að leggja dóm á kjöt og krás- ir. Því er mikið lagt undir til að halda sessi. Kjötvinnsla SS á Hvolsvelli er ein hin stærsta á landinu og starfsemin umfangs- mikil. Eðli málsins samkvæmt tek- ur hún að verulegu leyti mið af neysluvenjum landsins á hverjum tíma. Pylsur og grillkjöt kemur sterkt inn yfir sumarið og þegar líða fer á haust byrjar jólatörnin. Frampartar og læri „Við byrjum í jólavinnslunni venjulega viku af nóvember. Í kjötskurðinum standa tíu til fimm- tán manns með hnífinn við borðið og úrbeina dilkakjötið, sem skila okkur frampörtum og lærum sem fara svo í reyk. Miðum þá við að hvert stykki sé einhvers staðar á bilinu 1,2 til 1,4 kg og þannig í lög- un að neytendum líki,“ segir Vikt- or og heldur áfram: „Já, þetta eru yfirleitt dilkar sem við tökum beint úr frosti og vinnum. Þó gerist stundum að dilkarnir séu úrbein- aðir strax að hausti eftir sláturtíð, sem breytir svo sem engu um gæðin. Allt okkar hangikjöt er úr- beinað fyrir reykingu og ekki fryst eftir reyk.“ Lurkar og tað Birkið skapar bragðið. Það er galdurinn í hangikjötsvinnslu SS en þar eru notaðir íslenskir birkil- urkar frá Skógræktinni. Birki og tað úr fjárhúsum sunnlenskra bænda er sett í ofninn og reykt í tvo sólarhringa eða svo og þá er kjötið orðið vel reykt og tilbúið. „Þetta er allt gert samkvæmt hefðum sem ná langt aftur í tím- ann. Ég hef unnið hér í bráðum tuttugu ár og við höfum ekkert breytt aðferðinni,“ segir Viktor sem með sínu fólki framleiðir tugi tonna af hangikjöti fyrir þessi jól. „Vinnslan fyrir jólin, þar með talið á hangikjötinu, er törn. Raunar einn skemmtilegasti tími ársins hér í kjötvinnslunni. Og við leggj- um mikinn metnað í þessa fram- leiðslu, sérveljum kjötið, höfum salt og önnur hjálparefni í hár- réttum hlutföllum og fylgjum mjög nákvæmum verklýsingum. Í raun er hangikjötsvinnslan ákveðið stolt okkar – enda er þessi gæðavara eitt af því sem fólk tengir SS sterkt og sérstaklega við,“ segir Viktor Steingrímsson að síðustu. sbs@mbl.is Birkið skapar bragðið Hangikjötið frá SS fær jafnan góða dóma. Gamlar aðferðir við vinnsluna. Reykt í tvo sólarhringa. Skemmtileg törn fyrir jólin, segir Viktor Steingrímsson. ’Hangikjötið frá SS hefur iðulega skorað hátt meðal matgæðinga sem fengnir hafa verið til að leggja dóm á krásirnar. Því er mikið lagt undir til að halda sessi. Ljósmynd/Guðmundur Svavarsson Reykur Viktor Steingrímsson með læri í ofni. Framleiðslan hjá SS er nú í fullum gangi en frá SS fara tugir tonna af hangikjöti á markað fyrir jól. Matur Oddur Árnason verksmiðjustjóri og Viktor Steingrímsson. Framleiðsla SS fær góða dóma eins og verðlaun og viðurkenningar vitna um. Ýmsar aðferðir eru til við að sjóða hangikjöt. Vont er hafa vatni í potti bullsjóðandi og sjóða kjötið of lengi. Þá er öruggt að kjötið verður þurrt og rýrnar mikið, segir í leiðbeiningum Landssamtaka sauðfjárbænda. Góð aðferð er að láta kjötið malla við vægan hita. Margir nota þá aðferð að setja kjötið í pott með köldu vatni, hita rólega að suðu. Slökkva síðan undir pott- inum þegar suðan er komin upp en láta hann standa á hellunni og láta kjötið kólna í soðinu. Þannig fæst mátulega soðið kjöt, safaríkt og meyrt. Sumir vilja þó ívið þurrara kjöt og þá má láta það malla nokkra stund. Annars er sama hver aðferðin er, best er að láta kjötið kólna í soðinu um stund. Gott er að nota kjöthitamæli við suðu á hangikjötið og mæla kjarnhita, sem ætti alls ekki að fara yfir 70°C. Algengast er að sjóða kjötið bara í vatni en margir bæta einni til tveimur matskeiðum af sykri eða púð- ursykri út, malti, lárviðarlaufi eða lauk, svo eitthvað sé nefnt. sbs@mbl.is Mátulega soðið, safaríkt og meyrt Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hangikjöt Metnaður er lagður í hangikjötsvinnslu. Margt þarf síðan að hafa í huga þegar kjötið er soðið. Margt þarf að hafa í huga þegar sjóða skal hangikjöt. Ekki heitara en 70 gráður og malt eða lauf í pottinn. Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fallega jólaskeiðin frá Ernu Jólaskeiðin 2012 er hönnuð af Sóleyju Þórisdóttur. Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri. Verð: 18.500.- stgr. Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.