Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 28

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 28
’Okkar frítími snýst mjög mikið um mat. Annaðhvort að afla hans eða borða, lífið snýst mikið um það hjá okkur og bara gaman að því í rauninni. Í því er mikil fjöl- breytni, að vera ýmist niðri við vatn eða uppi á heiðum. H jónin Anna Borgþórs- dóttir og Pétur Hilmarsson verja drjúgum hluta frí- tíma síns í viðfangs- efni tengd mat og þá sérstaklega öflun hans. Þau stunda stangveiði, tína ber, rækta sitt eigið grænmeti, ganga til rjúpna og fara á heiðar til hreindýraveiða. Drjúgur tími fer svo í verkun aflans og loks að mat- búa hann og snæða. Drífa sig sjálfur til fjalla „Hreindýraveiðarnar eru orðnar umfangsmestar. Við hófum að fara á hreindýraveiðar 2007, höfum farið sex sinnum og alltaf náð dýri. Ég reyni stundum að fara líka á rjúpnaveiðar, hef að vísu ekki kom- ist þetta haustið,“ segir Pétur í samtali við Morgunblaðið. – Verður hreindýr á jólaborðum ykkar? „Já örugglega, en það er engin ein lína í þessu hjá okkur, rjúpa ef hún næst, annars hreindýr og stundum hvort tveggja ef ekki hafa náðst nógu margar rjúpur. Það hef- ur þó verið siður í fjölskyldu kon- unnar að hafa rjúpu á jólum og eft- ir sölubannið í kjölfar friðunar rjúpunnar var komið tilefni til að drífa sig sjálfur til fjalla. Fá sér byssuleyfi, veiðikortið og allt það sem fylgir,“ segir Pétur. Allt er nýtt af skepnunni Nú er svo komið að Anna er einnig orðin fullgild skytta og hafa þau farið saman á hreindýraveiðar. Á síðasta ári var byssan í hennar höndum en í þetta sinnið hafði Pét- ur heppnina með sér. „Okkur finnst gaman að vinna með mat sem við höfum aflað sjálf með einhverjum hætti. Erum þó í sjálfu sér engin náttúrubörn og hvorugt úr sveit; ég er af Suð- urnesjum en hún úr höfuðborg- inni.“ – Verkið þið allan aflann sjálf? „Við höfum látið úrbeina fyrir okkur á Egilsstöðum, en annað gerum við sjálf, verkum fisk og fugla eftir þörfum. Við búum sjálf til hreindýrapaté og fleira, allt er nýtt af skepnunni. Þá höfum gert mikið af því að grafa fisk, silung og lax,“ segir Pétur og gefur boltann til konu sinnar varðandi matseld- ina. Eldar kjötið sem minnst „Það er ekki hægt að tala um einhvern uppáhaldspart af dýrinu. Hryggurinn er náttúrlega alltaf voðalega fínn, en annars er þetta kjöt allt saman mjög gott,“ segir Anna og heldur áfram: „Og það er um að gera að leyfa kjötinu að njóta sín og elda það og krydda sem minnst. Maður getur svo leikið sér meira með meðlætið og sósuna. Alla vega eru allir í fjöl- skyldunni sammála um að hafa kjötið léttsteikt. Ég byrja á því að snöggsteikja það á pönnu ef um stærri stykki er að ræða og hæ- gelda það síðan smástund í ofni þar til kjöthitinn hefur náð 60°C. Ef stykkin eru smá snöggsteikir maður þau bara á pönnunni og pakk- ar þeim inn í álpappír meðan sósan er búin til úr kjötkraftinum. Sósan er ekki svo mikill galdur, skal ég segja þér. Það er hægt að leika sér með hana, stundum er ég með vill- isveppi í henni, en meg- inuppistaðan í henni er villibráðarkraftur, blá- berjasulta og púrtvín og að sjálfsögðu rjómi. Þá nota ég í hana mulin einiber,“ segir Anna og í orðunum liggur ótví- ræður áhugi á matseld. Við viljum það svolítið rautt – Og þetta slær alltaf í gegn hjá þér? „Já, já. Við höfum alltaf skotið kýr og af þeim fæst einstaklega gott kjöt, þær eru svo meyrar og fínar, þannig að matseldin klikkar aldrei. Hryggurinn og lærið eru kannski í uppáhaldi en þetta kjöt er bara allt saman gott, hvaðan af skepnunni sem það kemur. Hakkið er hægt að leika sér með, það má nota það í hamborgara, kolagrillaða að sjálfsögðu, lasagna og svo er voða vinsælt að fá gamaldags buff, eins og mamma gerði í gamla daga, með spæleggi ofan á og grænum baunum. Það kemur mjög vel út og því má sjá að ýmislegt er hægt að gera úr aflanum. – Brúkar þú einhverja sérvisku í undirbúningnum og matseldinni? „Við látum verka kjötið, kjötiðn- aðarmaður á Egilsstöðum hefur gert það fyrir okkur. Meðhöndlunin á kjötinu er undirstaðan. Það skipt- ir öllu máli að kjötið fái góðan tíma til að meyrna við rétt hitastig. Ég veit ekki hvað um sérvisku skal segja, helst þó það að við viljum hafa kjötið léttsteikt, rétt rúmlega hrátt. Við viljum það svolítið rautt, leyfa kjötinu að njóta sín. Ég held þó að þetta sé engin sérstök sér- viska og það verður að gefa því góðan tíma til að þiðna, maður mat- reiðir aldrei frosið kjöt.“ Hreindýr yfirleitt á jólaborðum Anna Borgþórsdóttir segir að á sínu heimili sé hreindýrakjöt ekki bara á borðum um jólin. Þau hafi alltaf verið með heilt dýr í veiðinni og kjötið sé því drjúgt. „Við reynum að vera með rjúpur, ég ólst upp við að þær væru í jóla- matinn. Líklega næst það ekki núna og því reikna ég með að það verði hreindýr í aðalrétt. Í eftirrétt hef ég verið með einfalt súkkulaðifrauð og heimagerðan ís, það er alltaf mjög gott og vinsælt. Annars hef ég líka búið til tíramísú, sem er mjög gott. Áður en við fórum í hreindýra- veiðina vorum við að leika okkur svolítið með dádýr. Mér fannst það koma vel út af þessu innflutta kjöti. Mér fannst innflutt rjúpa hins veg- ar ekki spennandi, það er allt annar matur en íslenska rjúpan. Þannig að ég elda hana ekki,“ segir Anna og bætir við: „Svo talað sé um hreindýr þá finnst mér íslenska hreindýrið til dæmis betra en það finnska. Það ís- lenska er bragðmeira, það er annað sem þessi dýr éta en í Finnlandi. Ég væri til í að smakka grænlenskt hreindýr, hef ekki gert það. En annars finnst mér villibráð bera af öðrum mat og lambið gæti svo sem alveg talist til hennar.“ Af viðræðum við Önnu og Pétur mætti ætla að þau tengdust mat- vælagreinum eða veitingabrans- anum, svo mjög er þeim matur kær, öflun hans og verkun. „Nei, nei,“ svarar Anna spurð um það. „Ég er hins vegar alin upp við kart- öflurækt á Korpúlfsstöðum og mik- inn veiðiskap í minni fjölskyldu. Pétur hefur svo fallið mjög vel inn í þann farveg. Okkar frítími snýst mjög mikið um mat. Annaðhvort að afla hans eða borða, lífið snýst mik- ið um það hjá okkur og bara gaman að því í rauninni. Í því er mikil fjöl- breytni, að vera ýmist niðri við vatn eða uppi á heiðum.“ Átta tíma vosbúð í eltingarleik við hreindýr Og Anna bætir að lokum við sögu er hún er spurð hvort ekki séu ein- hver eftirminnileg eða óvenjuleg at- vik sem hún kunni að segja frá af veiðiskap þeirra hjóna. Sagan berst á heiðarnar fyrir austan. „Jú, jú, í fyrra lögðum við upp á heiðarhálsinn fyrir ofan Skriðdalinn í þvílíkri svartaþoku að engum datt í hug að fara á veiðar nema Sigurði Aðalsteinssyni, leiðsögumanni okk- ar. Þennan dag skyldi ég fella mitt fyrsta dýr og ég hafði satt að segja ekki mikla trú á að það tækist í þokunni. En, það hafðist. Þetta var átta tíma vosbúð og hjörðin æðandi framhjá okkur í þokunni án þess að við yrðum hennar vör nema þegar hún var alveg við nefið á okkur. Þetta var alveg ótrúleg veiðiferð og skemmtileg. Þokunni létti aldrei, hún sat á sínum stað. Eftir nokkrar atrennur náðum við að lokum að nálgast dýrin áveðurs þannig að þau urðu okkar ekki vör. Það hafð- ist að sjá grilla í skepnurnar þegar aðeins rofaði til á milli þokulagð- anna. Skotið geigaði ekki.“ agas@mbl.is Morgunblaðið/Golli Veiðifólk Þau Pétur K. Hilmarsson og Anna Berþórsdóttir leggja sig eftir villibráðinni og matbúa af listfengi. Villibráðin ber af öðru Pétur Hilmarsson og Anna Borgþórsdóttir eru veiðifólk af lífi og sál. Þau veiða sjálf í jólamat- inn og hafa alltaf náð hreindýri. Kjötið á að fá að njóta sín og ekki krydda það mikið, en það má leika sér frekar með meðlætið og sósuna. 28 Jólablað Morgunblaðsins Hreindýr Hreindýravöðvi, læri eða hrygg- ur úrbeinað Smjör Ólívuolía Mulin einiber Ferskt rósmarín Nýmulinn svartur pipar Olía og smjör hitað á pönnu með einiberjum og rósmaríni. Kjötið brúnað við góðan hita á öllum hliðum og piprað eftir steikingu. Bakað í ofni við lágan hita smástund eða þar til kjötið nær 60° hita. Saltað með mal- don eftir smekk ef vill eftir steikingu. Sósa kjötkraftur (oscar eða soð af beinum) vel af rjóma 1 msk. bláberjasulta púrtvín eftir smekk (villisveppir ef vill í stað sultu) Grænmetisgratín Grænmeti eftir smekk, til dæmis sætar kartöflur, kartöflur, gulrætur olía ferskt rósmarín eða garða- blóðberg hvítlaukur salt og svartur nýmulinn pipar döðlupálmasíróp (fæst á La Go- mera á Kanaríeyjum) eða hlyns- íróp (fæst í næstu búð) Bakað í ofni við 200° í 45 mínútur eða þar til grænmetið er mátulega steikt. Rauðkál Rauðkál Gult epli smátt skorið Smjör Krækiberjasaft Edik Brot af kanilstöng Negulnaglar (1-2) Salt oh nýmulinn svartur pipar Rauðkálið er látið krauma smá- stund í smjörinu, síðan er allt sett út í og soðið við vægan hita þar til rauð- kálið er tilbúið. Eplasalat Gul epli í bitum Léttsoðinn sellerístöngull, smátt skorinn Sýrður rjómi Salt og nýmulinn svartur pipar Má setja smá þeyttan rjóma ef vill Öllu blandað saman í skál.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.