Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 30
Listilegur SLF býður upp á jólakúlur og -óróa ár hvert. Viðfangsefnið að
þessu sinni er jólasveinninn Stúfur sem er hönnun Þórunar Árnadóttur.
J
ólin eru tími kærleika. Þetta er
sá tími sem fólk vill láta gott
af sér leiða og hjálpa þeim
sem þurfa á aðstoð að halda.
Til eru fjölmörg góðgerð-
arsamtök og styrktarfélög sem
bjóða upp á fallegar og skemmti-
legar vörur til styrktar sínu félagi.
Jólin eru frábær tími til að styðja við
þau og ein leið til þess er að kaupa
einhverjar af þeim vörum sem þau
bjóða og setja í jólapakkana. Með
því ertu ekki einungis að gefa þeim
sem þú afhendir gjöfina heldur einn-
ig einhverjum öðrum.
Blaðamaður kynnti sér vörur
þriggja félaga sem bjóða upp á fal-
legar gjafavörur sem tilvaldar eru í
jólapakka. Lista yfir fleiri félög má
finna á vefsíðu Almannaheilla. Gef-
um margfalt um jólin.
Stuðningur í ýmsum myndum
Hlutverk Krabbameinsfélags Ís-
lands er að styðja og efla í hvívetna
baráttuna gegn krabbameini hér á
landi. Það er gert m.a. með því að
fræða og stuðla að þekkingu, efla
rannsóknir, stuðla að leit að krabba-
meinum á byrjunarstigi, vinna að
bættri meðferð og umönnun þessara
sjúklinga og styðja við þá og að-
standendur eins og við getum. Að
auki leggur starfsfólk Krabbameins-
félagsins áherslu á að berjast fyrir
bættum hag þessa hóps eins og því
er unnt. Ragnheiður Haraldsdóttir,
forstjóri Krabbameinsfélagsins, seg-
ir styrktaraðila í lykilhlutverki og án
þeirra væri lítið gert. Hún segir
þetta vera fjölbreyttan hóp og
stuðningurinn birtast í margvíslegri
mynd.
„Mér finnst Íslendingar sýna það
og sanna, fyrirtæki, einstaklingar og
félög, að þeir vilja standa saman og
leggja hver öðrum lið þegar á þarf
að halda. Við erum þakklát fyrir
þann stuðning sem okkur er veittur
og gætum þess að nýta hann sem
allra best og árangursríkast.“
Hjá Krabbameinsfélaginu er
hægt að fá ýmsar vörur til styrktar
félaginu. Einnig er hægt að gerast
velunnari félagsins og hafa margir
hverjir kosið að gefa vinum og ætt-
mennum þá jólagjöf. Það er að
greiða mánaðarlega í velunnarasjóð
Krabbameinsfélagsins fyrir hönd
þeirra. Á vefsíðu félagsins, krabb.is,
er hægt að fá ýmislegt fallegt í jóla-
pakkana. Sælgæti, skart og hrærivél
eru aðeins lítið brot af því.
Velvild skiptir sköpum
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
hefur í yfir 60 ár verið frumkvöðull í
þjónustu við fötluð börn og ung-
menni. Meginmarkmið félagsins er
að stuðla að aukinni orku, starfs-
hæfni og velferð fólks með fötlun,
einkum barna.
Helstu verkefni félagsins felast í
rekstri Æfingastöðvarinnar þar sem
fram fer umfangsmesta sjúkra- og
iðjuþjálfun barna á landinu og
rekstri sumar- og helgardvalar fyrir
fötluð börn og ungmenni í Reykja-
dal. Einnig stendur félagið að
rekstri sumardvalar á Stokkseyri í
samstarfi við foreldrafélag Kletta-
skóla.
„Sú mikla velvild sem Styrkt-
arfélagi lamaðra og fatlaðra hefur
verið sýnd í gegnum tíðina hefur
skipt sköpum fyrir starfsemina og
gert félaginu kleift að skapa þá um-
gjörð sem það starfar við í dag,“ seg-
ir Berglind Sigurgeirsdóttir, mark-
aðs- og kynningarstjóri SLF.
Allt uppbyggingar- og þróun-
arstarf félagsins byggist á fé sem
safnað er í gegnum fjáraflanir eða
hlotnast félaginu á annan hátt svo
sem gjafir og styrkir frá ein-
staklingum, fyrirtækjum og fé-
lagasamtökum. SLF býður upp á
gullfallegar jólakúlur og jólaóróa og
hafa fremstu listamenn landsins
hannað hlutina, en nýjar kúlur og
óróar eru seld hver jól og er þetta
því skemmtilegur gripir til að safna.
Kærleikskúla síðasta árs var hönnuð
af friðelskandi Íslandsvininum Yoko
Ono, en í ár er það listakonan Hrafn-
hildur Árnadóttir, einnig þekkt sem
Shoplifter, sem hannar kúluna. Kúl-
an er kynnt hvert ár við hátíðlega at-
höfn í Listasafni Reykjavíkur og af-
hent verðugri fyrirmynd úr hópi
fatlaðra. Viðfangsefni jólaórans í ár
er jólasveinninn Stúfur. Óróann
sjálfan hannar í ár vöruhönnuðurinn
Þórunn Árnadóttir og kvæðið sem
fylgir með er eftir Braga Valdimar
Skúlason, kenndan við Baggalút.
Óróinn og kúlan eru til sölu frá 5.-19.
desember og allar nánari upplýs-
ingar eru á www.kaerleikskulan.is
og www.jolaoroinn.is.
Vonin er sígild
Gréta Ingþórsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna.
„Eftir að heilaæxli lagði dóttur
mína, tæplega níu ára, að velli fyrir
fimm árum fékk ég hálsmen að gjöf
frá skyldmenni í Svíþjóð. Það var
keypt af sænska Barncancerfonden,
sem er svipað félag og SKB. Ég var
þá komin í stjórn SKB og lagði til að
félagið gerði eitthvað svipað. Á
sænsku hálsmenunum stendur
HOPE – HOPE – HOPE en við
ákváðum að hafa íslensku, ensku og
latínu: VON – HOPE – SPES. Einn
stjórnarmanna hafði góð tengsl við
fyrirtæki erlendis sem útfærði óskir
okkar fyrir sanngjarnt verð. Við lét-
um fyrst framleiða silfur- og stál-
hálsmen, síðan stálhring í leðuról og
nýjasta viðbótin er leðurarmband
með stálhring. Þessir gripir eru ein-
faldir og fallegir og eiga alltaf við,
hvort sem veikindi hafa barið að dyr-
um eða einhver vill senda vini eða
ættingja fallega kveðju. Vonin er sí-
gild.“
Skartið sem Gréta nefnir er hægt
að kaupa í gegnum heimasíðu félags-
ins, www.skb.is, eða með því að
hringja í félagið. Einnig er boðið upp
á jólakort og faðirvorið innrammað.
arnasigrun@gmail.com
Morgunblaðið/Ómar
Stuðningur Meginmarkmið Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er að stuðla að velferð fólks með fötlun, einkum
barna. Sindri, sem hér er með föður sínum Páli Guðbrandssyni, kemur í þjálfun á æfingastöðina tvisvar í viku.
Líknarstarf Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins,
segir styrktaraðila í lykilhlutverki. Án þeirra væri lítið gert.
Von SKB hefur látið hanna falleg hálsmen. Á menið er orðið
von letrað á íslensku, ensku og latínu: VON HOPE SPES.
Í jólapakkann SKB býður upp á ýmsan varning sem hægt er
að kaupa til styrktar félaginu.
Margfaldar jólagjafir
Mikið og óeigingjarnt starf fer fram hjá ýmsum styrktarfélögum.
Með því að kaupa varning af þeim til jólagjafa er verið að styðja við
starfsemi þeirra. Mörg styrktarfélög bjóða upp á fallegar jólagjafir.
Stuðningur Gripir SKB eru einfaldir og fallegir og eiga alltaf við, segir
Gréta Ingþórsdóttir hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.
Velunnarar Hjá Krabbameinsfélaginu fást ýmsar vörur.
Einnig er hægt að ganga í hóp velunnara félagsins.
30 Jólablað Morgunblaðsins
Guðlaugur A Magnússon
Skólavörðustíg 10
101 Reykjavik
www.gam.is
S: 562 5222