Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 46

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 46
46 Jólablað Morgunblaðsins S ú stund þegar jólin eru hringd inn kemst aldrei upp í vana. Í Hallgríms- kirkju er hefð fyrir því að aftansöngurinn á að- fangadagskvöld hefjist á því að Mótettukórinn gangi inn kirkjuna syngjandi sálminn Nóttin var sú ágæt ein. Þá er eins og himnarnir opnist og á þeirri stundu hellist yfir mig helg tilfinning, sem er ólýsanleg,“ segir Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Hall- grímskirkju. Dagskrá alla aðventuna Á aðventu og jólum verður fjöl- breytt dagskrá í Hallgrímskirkju. Fyrst ber auðvitað að nefna helgi- haldið alla sunnudaga og um há- tíðarnar. Hinn 2. desember, þegar 31. starfsár listvinafélags kirkj- unnar gengur í garð, verður frum- flutt verkið Jólaóratóría eftir Sig- urð Sævarsson tónskáld. Verkið er samið við latneskan texta Lúk- asarguðspjalls. Flytjendur eru kammerkórinn Schola Cantorum, einsöngvarar og tónlistarhópurinn Caput undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Björn Steinar verður við orgelið. Hinn 15. desember verða jóla- tónleikar Drengjakórs Reykjavík- ur í Hallgrímskirkju undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Næsta dag, 16. desember, er svo komið að tónleikunum Orgeljól þar sem Björn Steinar leikur þekkt jólalög frá 19. og 20. öld. Árinu lýkur svo með hátíðartón- leikum á gamlárskvöld þar sem Björn Steinar leikur með tromp- etleikurunum Ásgeiri Steingríms- syni og Eiríki Erni Pálssyni og Eggerti Pálssyni pákuleikara. Bach er stærsta nafnið Tónskáld aldanna hafa leitað í fjársjóð sögunnar af fæðingu barnsins í Betlehem. „Í raun er sá brunnur sem við organistarnir getum leitað í um jólin ótæmandi. Sjálfur nam ég orgelleik í Frakklandi og leita mikið í smiðju franskra tónskálda. Uppáhaldstónskáldið mitt er svo Johann Sebastian Bach, stærsta nafn kirkjutónlistarsögunnar, og er tónlist hans áberandi í Hall- grímskirkju á jólunum og allt árið um kring,“ segir Björn Steinar sem var organisti við Akureyr- arkirkju í tuttugu ár. Hann kom til Reykjavíkur 2006 og hefur síð- an verið organisti í kirkju Hall- gríms á Skólavörðuholtinu. Er jafnframt skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar. Þrjátíu sálmar „Í sálmabók þjóðkirkjunnar eru um það bil 30 jólasálmar. Hver öðrum fallegri. Auðvitað höfða sálmarnir misjafnlega sterkt til manns en kannski á Sjá himins opnast hlið með sinn mjúka fögn- uð sterkust ítök í mér. Þessi fal- legi sálmur er eftir Björn Hall- dórsson í Laufási en lagið er frá 14. öld,“ segir Björn Steinar og bætir við: „Mamma mín og amma sungu báðar í kirkjukórnum á Akranesi. Því vandist ég fljótt að sækja messur. Þátttakan í helgihaldinu er því mikilvægur hluti af jólunum fyrir mig og mína.“ sbs@mbl.is Með sinn mjúka fögnuð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Organisti Í raun er sá brunnur sem við organistarnir getum leitað í um jólin ótæmandi,“ segir Björn Steinar. ’Auðvitað höfða sálm- arnir misjafnlega sterkt til manns en kannski á Sjá himins opnast hlið með sinn mjúka fögnuð sterkust ítök í mér. Milli hátíða flytur Mótettukór Hall- grímskirkju Jólaóratoríu J.S. Bachs í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir verða 29. og 30. desember og eru hápunktur í margháttaðri dagskrá kórsins í ár, þar sem þrjátíu ára af- mæli hans er fagnað. Kórinn flytur verkið með Alþjóðlegu barokk- sveitinni í Haag. Einsöngvarar eru Herdís Anna Jónasdóttir sópran, kanadíski kontratenórinn Daniel Cabena, Benedikt Kristjánsson ten- ór og hinn virti svissneski bassa- söngvari Stephan MacLeod. Stjórn- andi er Hörður Áskelsson. Jólaóratórían er eitt af stórvirkj- um barokktímans, samin fyrir jólahátíðina 1734 og ætluð til flutn- ings á stórhátíðardögunum frá jóla- degi til þrettándans. Jólaboðskap- urinn er rakinn í gleðisöngvum, hugljúfum aríum og íhugulum sálmum, segir í kynningu. Um er að ræða flutning í svoköll- uðum upprunastíl þar sem þess er gætt að nálgast tónlist liðinna alda út frá forsendum hennar sjálfrar. Mótettukórinn hefur reglulega flutt Jólaóratóríu Bachs á sl. árum. Nú verður hún flutt í upprunastíl, í fyrsta sinn í Hörpu með barokk- sveitinni hollensku, sem skipuð er úrvalshljóðfæraleikurum sem eru á heimsvísu. sbs@mbl.is Hugljúfar aríur og sálmar íhugunar Söngur Módettu- kórinn hefur tekist á við mörg metn- aðarfull verk. Eins og himnarnir opnist, segir organisti Hallgrímskirkju. Fjöl- breytt tónlistarstarf í kirkjunni á aðventu. Jólaóratóría og Orgeljól eru tónleikar Björns Steinars. Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.