Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 50

Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 50
Áhugaverðar bækur berast á bókasafnið. Úlfar, Gyrðir og Álfrún eru á lista Hólmfríðar Andersdóttur á Amts- bókasafninu á Akureyri. Nokkrar góðar bækur að norðan. Rithöfundar koma í heimsókn. M ér virðist sem þetta verði góð bókajól. Þær bækur sem ég hef kynnt mér – og eru komnar til okkar í safnið – eru áhugaverðar,“ segir Hólmfríður Andersdóttir, bókavörður við Amtsbókasafnið á Akureyri. Þar hefur hún starfað um árabil og þekkir því hvað landinn vill lesa. Það finnst kannski allra best nú fyrir jólin þegar nýjar bækur koma út í hundraðavís. Suðurglugginn, Boxarinn og Milla Í Amtsbókasafninu á Akureyri eru keypt eintök af nánast öllum íslenskum bókum sem koma út. Gera margir sér því ferð í safnið til að fá forskot á sæluna ef svo má segja. Til að lifa af óbærilega bið eftir því að leyndarmálið mikla um hvað leynist í hörðu pökkunum er upplýst á aðfangadagskvöld. Á dögunum mættu konur úr Soroptimistaklúbi Akureyrar á upplestrarkvöld í safninu. Góður rómur var gerður að efni þeirra bóka sem þar var lesið úr og Hólmfríður valdi. „Ég les mikið, stundum eina bók á kvöldi. Mér finnst raunar óhjá- kvæmilegt annað en að fylgjast með og lesa eitthvað af því sem okkur berst,“ segir Hólmfríður. Af bókum góðum sem koma fyrir þessi jól nefnir hún Boxarann eftir Úlfar Þormóðsson, sem er eins konar ævisaga föður hans; skáld- söguna Suðurgluggann eftir Gyrði Elíasson og Millu eftir Kristínu Ómarsdóttur. Samband við Álfrúnu „Milla Kristínar er ofsalega skemmtileg. Þar fjallar hún um út- för orðanna, hvernig sum eru nán- ast gengisfelld eða dæmd til að hverfa úr daglegu máli. Nú er til dæmis ekki lengur talað um fóstr- ur heldur er talað um leikskóla- kennara,“ segir Hólmfríður. Bætir við að sömuleiðis sé bók Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Sigling um síkin, ljómandi góð. Í Bókatíðindum er síkjasiglingunni lýst sem uppgjöri gamalla elskenda. „Ég hef aldrei náð sambandi við bækur Álfrúnar fyrr en nú. Sigl- ing um síkin greip mig strax. Kannski er þroskamerki að hafa náð sambandi við Álfrúnu sem gott orð hefur farið af sem höf- undi.“ Myndir mér kunnuglegar Síðla sumars, í tengslum við 150 ára afmæli Akureyrarbæjar, sendi Sigmundur Ernir Rúnarsson, al- þingismaður og rithöfundur, frá sér bókina Eldhús ömmu Rún. Þar gerir hann bæ bernsku sinnar að yrkisefni; umhverfi öryggis og íburðarleysis. Sögur um fólk sem fór hávaðalaust í gegnum lífið. „Ég á mínar rætur hér á Ak- ureyri í sama umhverfi og Sig- mundur. Því eru þær myndir sem hann dregur upp í bókinni mér mjög kunnuglegar. Þetta er gamla Akureyri, bærinn eins og ég man hann,“ útskýrir Hólmfríður. Tímamót líkt og bæjarafmælið á Akureyri eru alltaf tilefni til ein- hvers konar útgáfu bóka, þar sem í senn er litið til baka og horft til framtíðar. Af þeim meiði er bókin Þekktu bæinn þinn, eftir Jón Hjaltason og fleiri höfunda. Þar er fjallað um höfuðborg hins bjarta norðurs, eins og Akureyri er stundum nefnd, frá ýmsum sjón- arhornum. Einnig kom út í sumar bókin Konur gerðu garðinn, saga Lystigarðsins á Akureyri sem nú er 100 ára. Höfundur hennar er landslagsarkitektinn Ásta Camilla Gylfadóttir. Tíu eintök af Arnaldi og Yrsu „Akureyrarbækurnar hafa verið mjög eftirsóttar. Raunar gildir það um allar nýjar bækur. Hver og einn lánþegi fær bókina í tíu daga og yfirleitt er hún farin úr húsi aftur strax á skiladegi,“ segir Hólmfríður. Þá meginreglu segir hún gilda hjá Amtsbókasafninu að kaupa átta til tíu eintök af bókum allra vinsælustu höfundanna, til dæmis glæpasögum Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurð- ardóttur. Það veiti raunar ekkert af svo ríflegum skammti. „Við höf- um gjarnan fengið helstu rithöf- undana til okkar í safnið fyrir jól- in. Að vísu hefur verið minna um slíkt síðustu ár, en nokkrir eru væntanlegir á næstunni, meðal annars á vegum forlaganna.“ Bækur eldast misjafnlega vel. Um sumar, til dæmis léttmeltar kiljur, má ef til vill segja að séu öðrum þræði neysluvara. Eru eft- irsóttar og umræddar um skamm- an tíma en falla svo í gleymsk- unnar dá. Glæpareyfarar sem áberandi hafa verið síðustu árin, t.d. sem sumarbækur, falla kannski einhverjar í þann flokkinn í fyllingu tímans. Öðrum bókum auðnast lengri lífdagar. Oft gildir það til dæmis um ævisögur al- þýðufólks. Þær kannski seljast ekki í stóru upplagi í jólabókaflóð- inu en lifa dágóðan tíma, hafi þær raunverulegt erindi við lesendur. Frábær og innihaldsrík „Oft kemur fólk til okkar í safn- ið og leitar beinlínis ráða. Spyr um eitthvað áhugavert að lesa. Það er vissulega af mörgu að taka en stundum hef ég bent fólki á bókina Veistu, ef vin þú átt. Þetta eru minningar Aðalheiðar Hólm Spans sem kom út árið 1995. Þarna segir Aðalheiður sem var verkakona frá sér og sínu, meðal annars frá lífi sínu hér heima og erlendis. Þetta er bók sem mér vera alveg barma- full af heilbrigðri skynsemi. Frá- bær bók og innihaldsrík,“ segir Hólmfríður sem kveðst hafa eðl- islægan áhuga á fólki – og þar með ævisögum. Og þær eru ófáar yfir hver einustu jól. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Golli Bókavörður „Ég les mikið, stundum eina bók á kvöldi,“ segir Hólmfríður Andrersdóttir sem starfað hefur á Amtsbókasafninu á Akureyri í áraraðir. Barmafull bók af heilbrigðri skynsemi ’Góð bókajól. Þær bækur sem ég hef kynnt mér – og eru komnar til okkar í safnið – eru áhugaverðar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lesmál Bókasöfn eru spennandi staðir, ekki síst fyrir jólin þegar jólabækurnar koma. 50 Jólablað Morgunblaðsins ...skrifborðslampar, útiljós, breytiklær, flúrljós, ljósa perur, dyrabjöllur, vírar, kaplar, rafhlöður, borðviftur, spennubreytar, fjöltengi, framlengingarsnúrur, símavörur, raflagnaefni, verkfæri og minni heimilistæki. Ármúla 19 • Sími 568 1620 • www.gloey.is • gloey@gloey.is Framtíðin er björt Verð 14.995,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.