Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 58
58 Jólablað Morgunblaðsins Farsímastandur Hö nn un og fra m lei ðs la: Gu nn hi ld ur Kj ar ta ns dó tti r: ww w. 4p ho ne .is -A ug lýs in ga hö nn un :c oo ld es ign .is • Hirsla fyrir alla farsíma og hleðslutæki þeirra. • Íslensk hönnun og hugvit. • Margir litir • Gott verð Engar snúruflækjur eða týnd hleðslutæki. Snilld á heimilið og skrifstofuna. Útsölustaðir: Vodafone Síminn A4 Martölvan, Hornafirði Tölvun, Vestmannaeyjum Femin.is Aha.is Nammi.is Botninn 260 g hakkaðar möndlur 230 g flórsykur 4 eggjahvítur Möndlurnar kaupir Gurrý yfirleitt heilar og hakkar svo í smátt. Eggja- hvítur þeyttar þangað til þær eru vel stífar og gætið þess að ekkert af eggjarauðunni sleppi með. Flórsyk- urinn er sigtaður saman við möndl- urnar og svo blandað varlega saman við eggjahvíturnar. Þá er blandan sett, teskeiðarfylli í senn, á bökunar- plötu með smjörpappír. Bakað á 180°C í 10-12 mínútur þangað til botnarnir eru komnir með gull- inbrúnan blæ. Kremið 300 g smjör, við stofuhita 21⁄4 dl flórsykur 3 tsk vanillusykur 3 eggjarauður 3 msk instant-kaffiduft 1½ msk sjóðandi vatn Gott er að mýkja smjörið lítið eitt með því að hræra í því. Flórsykurinn er sigtaður saman við smjörið, þá vanillusykurinn. Eggjarauðum blandað saman við, einni í einu. Heita vatninu er blandað saman við kaffiduftið og kaffiblönd- unni svo hrært í mjórri bunu saman við smjörið. Gætið þess að kaffibland- an sé ekki mjög heit þegar hún er hrærð saman við smjörblönduna. Kreminu er svo smurt á tilbúna botnana og kökurnar kældar í frysti. Súkkulaðihjúpur Nóa-Síríus Konsum-suðusúkku- laði, brætt yfir vatnsbaði. Kældum kökunum er dýft í súkku- laðið og kremið þannig hjúpað. Að því búnu kældar á ný í frysti. Geymist þar þangað til tíminn er kominn til að njóta! K ökurnar, sem kenndar eru við leikkonuna goð- sagnakenndu Söru Bernhard, eru eftirlæti margra og Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan köll- uð, er þeirra á meðal. Hún er ann- áluð meðal vina og ættingja fyrir af- bragðsgóðar sörukökur og því liggur beint við að spyrja hvaðan hefðin er komin. Ólst hún ef til vill upp við sörubakstur? Góð uppskrift gulli betri „Nei, reyndar ekki. Ég man fyrst eftir sörum á mínu heimili þegar ég hef sjálfsagt verið í kringum tvítugt. Mamma keypti þá sörur af einhverri konu. Ég, sem hef alltaf haft gaman af því að baka, hugsaði með mér að ég gæti nú alveg búið þessar kökur til sjálf.“ Gurrý prófaði svo í fram- haldinu og gekk það heldur brösug- lega í fyrstu tilraun; uppskriftin, sem Gurrý fann í einhverju blaði, var ekki alveg að gera sig og hún segir að sig gruni að þar sé komin ástæðan fyrir því að margir gefast upp og leggja sörubaksturinn á hill- una – fyrsta skiptið lukkast ekki af því uppskriftin er ekki nógu góð. En hún var ekki á því að gefast upp. „Svo varð ég mér úti um betr- umbætta uppskrift, prófaði aftur og það gekk miklu betur. Þaðan í frá hefur mér ekki fundist þetta vera neitt stórmál. Þetta er í rauninni bara lítið mál.“ Aðspurð nánar út í uppskriftina sem gekk svona vel segist hún hafa sett hana saman úr því sem henni fannst best; uppskrift að botninum fann hún á einum stað og uppskriftina að kreminu annars staðar. Úr varð hennar eigin upp- skrift sem klikkar ekki. Best að baka þær ein Þeir þekkja þó sem reynt hafa að það er smáferill að búa til sörur. Botninn þarf að útbúa sér og krem- fyllinguna sömuleiðis. Oft koma því fleiri en einn að bakstrinum og skipta með sér verkum líkt og í verk- smiðju væri. Gurrý hefur þó að eigin sögn iðulega búið sörurnar til ein. „Það hefur komið fyrir að systir mín hefur verið með, og sömuleiðis frænka mín, en eftir sem áður finnst mér bara best að dúllast í þessu ein. Og það eru heldur aldrei nein vanda- mál.“ Gurrý veit hvað hún syngur í þessum efnum því fyrir nokkrum ár- um bakaði hún heil býsn fyrir jólin, nánar tiltekið árið 2008. Þá missti Gurrý vinnuna í kjölfarið á hruninu, eins og fjölmargar aðrar flugfreyjur gerðu í þeim samdrætti sem krepp- an olli á markaðnum, og varð sér úti um aukaskotsilfur í nóvember með því að baka sörur og selja í öskjum. „Ég hugsaði þá með mér: Hvað get ég gert sem ég kann en öðrum finnst ef til vill erfitt, og þá lágu sörurnar einhvern veginn bara beint við enda stutt til jóla á þeim tíma.“ Þar reyndist Gurrý veðja á réttan hest því fjölmargar vinkonur hennar í fluginu, sem líkast til lögðu ekki sjálfar í sörubakstur, gripu tækifær- ið og fengu hjá henni sörur. Mikilvægast við sörubakstur Þeir lesendur sem gefist hafa upp á sörubakstri vilja eflaust vita hvernig sérfræðingurinn Gurrý fer að til að fá fullkomnar sörur í hvert skipti, og hún er ekkert nema elsku- legheitin þegar hún er beðin um uppskriftina og hollráð í kringum baksturinn. „Það er gríðarlega mik- ilvægt að þeyta eggjahvíturnar fyrir botninn þangað til þær eru orðnar fullkomlega stífar. Aðeins þannig fæst þessi létta og ljúffenga mar- ensáferð á botninn þegar hann er bakaður. Þó það sé nú svo að maður ræðst ekki í sörubakstur fyrir minna en tvöfalda uppskrift þá hræri ég alltaf bara einfaldan skammt af botnunum í senn því það er nánast ógerningur að ná átta eggjahvítum stífþeyttum upp í topp, á meðan það er ekkert mál með fjórar.“ Einnig segir Gurrý það nauðsyn- legt að frysta kökurnar þegar búið er að setja kremið á botnana. „Þær eiga að vera grjótharðar þegar kem- ur að því að þekja kremið með heitu súkkulaði, því ef kremið er of lint getur smjörið sem það inniheldur tekið upp á því að skilja sig frá, leka niður og þá er illt í efni. Svo þarf líka að passa hitann á súkkulaðinu þegar búið er að bræða það. Það verður að gæta þess að súkkulaðið sé ekki blússandi heitt því þá verður miklu erfiðara að koma því á smjörkrems- fyllinguna.“ Gurrý segir handtökin fljót að komast upp í vana eða hefð og þá gangi þetta allt saman fljótt og vel fyrir sig. Þessi bakstur vill greinilega lagið hafa. Innsiglaðar til aðfangadags Þeir sem standa Gurrý næst eru svo heppnir að fá hjá henni sörur fyrir jólin á hverju ári. Hún bakar því dágóðan slatta af kökum fyrir jólin, nú sem endranær. Að eigin sögn tekur hún venjulega einn dag í að klára baksturinn og býr þá til sör- ur fyrir heimilið, foreldra sína, syst- ur og fleiri. Þótt hún hafi gaman af bakstrinum þá er alltaf kærkomið augnablik þegar allar sörurnar eru tilbúnar. „Það er alltaf ákveðið „mó- ment“ þegar ég er búin að setja súkkulaði á sörurnar. Þá eru alltaf fáeinar sem eru ekki eins fallegar að sjá og hinar, og þá fara þær í ísskáp- inn og allir fá eina söru um kvöldið, með malti og appelsíni. Hinar fara í innsiglaðar öskjur og geymast til jóla! Innsiglið er ekki rofið fyrr en eftir kvöldmat á aðfangadagskvöld.“ jonagnar@mbl.is Sörurnar innsiglaðar til aðfangadags Sörukökur eru mikið hnossgæti sem margir útbúa fyrir jólahátíð- ina. Þó er það svo að margir veigra sér við að búa til sörur. Það er þó minna mál en margur heldur, segir Guðríður Matthíasdóttir, flug- freyja hjá Icelandair, sem gerir sörur á hverju ári. Morgunblaðið/Kristinn Sælgæti Það er viss kúnst að baka sörur en þó ekkert til að stressa sig yfir um of, segir Gurrý Matthíasdóttir sem bakar gómsætar sörur fyrir hver jól og finnst ekki mikið mál. Það vill þó lagið hafa og vert að hafa heilræði sérfræðingsins í huga, sem býr að mikilli reynslu þegar sörur eru annars vegar. ’Svo varð ég mér úti um betrumbætta uppskrift, prófaði aftur og það gekk miklu betur. Þaðan í frá hefur mér ekki fundist þetta vera neitt stórmál. Morgunblaðið/Golli Sörurnar hennar Gurrýjar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.