Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 66
66 Jólablað Morgunblaðsins
A
nnríki – þjóðbúningar og
skart er fyrirtæki í Hafn-
arfirði sem sérhæfir sig í
öllu sem viðkemur þjóð-
búningum. Fyrirtækið
eiga þau Hildur og eiginmaður henn-
ar, Ásmundur Kristjánsson.
„Við höfum verið með þetta fyr-
irtæki hér í eitt ár. Ég er klæðskera-
og kjólameistari og maðurinn minn er
að læra gullsmíði.“
Hildur bætir því við að þótt fyr-
irtækið sé ekki eldra en þetta þá hafi
hún rekið annað fyrirtæki sambæri-
legt í áratug og hafi starfað að þjóð-
búningagerð og kennslu í fimmtán ár.
Þekking á þjóðbúningum
Hildur hefur sjálf lengi haft áhuga
á þjóðbúningum. „Ég átti sjálf bún-
ing þegar ég var lítil, auk þess sem
móðir mín er handavinnukennari. Ég
ólst því upp við hannyrðir. Síðan
lærði ég í Iðnskólanum og lauk þaðan
bæði kjóla- og klæðskeraprófi, og er
meistari í báðum fögum í dag. Þá
lærði ég líka sagnfræði til að dýpka
enn þekkingu á þessu sviði.“
Í þessu sjónarmiði hefur Hildur
stundað rannsóknir á söfnum, til að
kynna sér þjóðbúninga, gerð þeirra
og sögu. „Þegar við hjónin stofnuðum
fyrirtækið okkar fyrir ári leituðum
við eftir samstarfi við Hafnarfjarð-
arbæ, og þeir hjá bænum tóku strax
jákvætt í það. Nú höfum við á þessu
ári tekið þátt í uppákomu í tengslum
við Bjarta daga, og vorum þá með
kynningu í Gúttó. Hinn 17. júní tók-
um við svo á móti fólki í Gúttó og
veittum upplýsingar og aðstoð þeim
sem vilja klæðast þessum búningum.
Fólk veit nefnilega ekki alltaf hvern-
ig á að bera sig að.“ Viðburðir á veg-
um Annríkis hafa mælst vel fyrir að
sögn Hildar og fleiri slíkir eru í at-
hugun.
„Jafnvel gæti verið um fastan við-
burð að ræða. Eftir að hafa starfað
við þetta í fimmtán ár og kennt
hundruðum manns að suma búninga
langar mig að þessi veröld verði sýni-
legri.“
Aðventusýning á búningum
Hafnarfjörður hefur enn á ný veitt
Annríki aðgang að Gúttó og næsti
viðburður verður sýning á þjóðbún-
ingum á fyrsta sunnudegi í aðventu,
sem ber upp á 2. desember.
„Þá munu nemendur mínir sýna
sitt handverk og sína búninga. Þá
kviknaði sú hugmynd að koma til
samstarfs við kirkjuna líka, því hún
er með hátíðarmessu fyrsta sunnu-
dag í aðventu.“
Þess má einnig geta að sömu dag-
ana eru orgeldagar í kirkjunni og
verða því orgeltónleikar á undan
messunni. „Við munum svo taka þátt
í hátíðarmessunni með þeim hætti að
nemendur Annríkis munu taka þátt í
messuhaldinu, uppábúnir í þjóðbún-
ingum. Milli k. 12 og 13 býður kirkjan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjóðlegt Hátíðarbúningur íslenskra kvenna er til í ýmsum útgáfum, sem eru allar jafn fallegar. Áhugi á þessari menningu fer vaxandi og sama gildir um önnur séríslensk gildi.
Notum þjóðbúninginn oftar
Það líður að þeim árstíma þegar flestir lands-
menn draga fram betri fötin. Guðrún Hildur
Rosenkjær hjá Annríki vill auka þekkingu fólks
og um leið notkun á þjóðbúningum.
Tíska „Við viljum varðveita handverkið og vekja athygli,“ segir Guðrún
Hildur Rosenkjær hér með þjóðbúningastúlkunni Söru Atladóttur.
upp á kaffi og þá munum við kynna
starfsemi okkar en kynna líka bún-
ingana. Þessa hefð og þetta ótrúlega
fjölbreytta og fallega handverk.“
Hildur bendir á að Annríki er að
vinna með sömu hefðir og handverk
og verið var að vinna með fyrir 200 ár-
um. „Fólki finnst það alltaf jafn
mögnuð tilhugsun, hvað hefðin er
gömul. Handverkið byggist beint á
því sem þá var.“
Arfur sem vert er að halda við
„Mér finnst oft sem fólk sé feimið
við þessa hefð,“ segir Hildur. „Feimið
við að sýna hefðina og tala um hana
og það sést einna best á því að þessi
hundruð sem sótt hafa námskeiðin
hjá mér eru ekki endilega að nota
búningana sína nógu mikið í fram-
haldinu. Við erum að reyna að vinna
svolítið með þetta og reyna að vinna á
feimninni.“ Hildur bendir réttilega á
að 17. júní séu ekki tiltakanlega marg-
ir sem klæðast búningunum sínum – á
meðan hópur fólks ætti einmitt að
gera einmitt það miðað við þann
fjölda sem hefur saumað sér búning á
umræddum námskeiðum undanfarin
15 ár. Aðspurð hvort ekki sé lag að
vekja athygli á þessum hefðum nú,
þegar töluvert afturhvarf er í fata-
tískunni og fatnaður sem sækir inn-
blástur til fortíðar í ríkum mæli er
vinsæll, samsinnir Hildur því.
„Það felst í því tækifæri en í fram-
haldinu er markmiðið að auka notk-
unina á búningunum að því marki að
þeir séu ekki bundnir ákveðinni tísku
heldur öðlist tímalaust gildi. Við höf-
um lagt hugtakið þjóðbúningur svolít-
ið til hliðar því það er miklu yngra en
búningarnir sjálfir; þetta voru jú ein-
faldlega fötin sem fólk klæddist,
hreinn og beinn fatnaður, en ekki ein-
hvern þjóðbúningur, þannig lagað.
Þjóðbúningur er nútímahugtak og
sparilegt í sér, og kannski þess vegna
er fólk svolítið feimið við að skarta
búningunum sínum. Það er verið að
setja búningana á stall. En um leið og
við viljum varðveita handverkið og
vekja á því athygli, þá er markmiðið
um leið að auka notkun búningsins.“
jonagnar@mbl.is
Jólaviðburðardagatal Reykjavíkur
verður kynnt í helgarblaðinu.
Fylgist með!
B
ra
nd
en
bu
rg