Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 76

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 76
76 Jólablað Morgunblaðsins N ú fyrir skemmstu opn- aði Tivoli í Kaupa- mannahöfn hlið sín, búið undir jólatíðina og að þessu sinni er slegið á ævintýrastrengi rússneskra jóla og þau látin mæta hinum nor- rænu. Hinn rússneski jólasveinn sem nefndur er Faðir Frosti stikar um á svæðinu og lætur mynda sig í bláhvítum loðfeldi sínum með gest- um. Flutt er rússnesk þjóðleg tón- list, leikin og sungin. Þjóna óræðum draumi Umgjörð þessa er litskrúðug eft- irgerð af dómkirkju sánkti Basils í Moskvu. Um innviði hennar ekur lest sem gestir geta tekið sér far með til að láta koma sér á óvart. Enga krossa er að sjá á turnspírum sánkti Basils í Tivoli heldur gefur þar að líta gyllt hreindýr. Inn á milli turnspíranna stendur síðan hátt jólatré, lítið eitt keilulaga, prýtt marglitum ljósum sem tendruð voru af Föður Frosta er jólatíðin hófst um miðjan nóv- ember. Vetrarstef rússneskra jóla með gliti og glaðlegum litum er látið þjóna óræðum draumi í vitund manns og Snædrottning H.C And- ersens kemur óvart upp í hugann. Gervisnjórinn glitrar á sígrænum trjám og glansandi jólaskreytingar senda auganu fjörleg ljósblik sín. Ungir og aldnir ganga um með barnslega gleði í andliti. Hinir full- orðnu leitast við að gleðja börnin og láta eftir sér að gleyma því eitt augnablik að mest er þetta nú gert til að nálgast það sem budda þeirra geymir. Töfraheimur mætir hverjum þeim Ilmur af lakkrís og heimagerðum brjóstsykri í lögun fyllir vitin. Annan ilm af smákökum og vöfflum sem verið er að baka leggur frá kaffihúsi og austrænan keim af kryddi ber fyrir nef þegar minnst varir. Í kliði gangandi mannfjöldans vill svo til að hljóðin í fólki sem skemmtir sér í misháskalegum hringekjum berast eyranu eins og í kvöldstillu þó garð- urinn sé umlukinn iðandi umferð stórborgarinnar. Tivoli er fyrir löngu orðið næsta samgróið ímynd Kaupmannahafnar; rétt eins og Sívaliturn eða Litla haf- meyjan úti við Löngulínu. Lengi enn munu Íslendingar eins og allra þjóða kvikindi önnur leggja leið sína um Tivoli. Það sem fólki mætir ræðst mjög af sinni og auga þess sem í hlut á hverju sinni. Sjálfum hefur mér fundist að í þessum nafnkunna skemmtigarði sé leitast við að láta töfraheim ævintýra mæta hverjum þeim sem þangað kemur sér til skemmtunar og afþreyingar. revthorir@hotmail.com Skilti Vegir liggja til allra átta og Ísland í norðri er ágætt viðmið. Glóðir Hér er farið að hitna í kolunum og fjör farið að færast í leikinn. Með gliti og glaðlegum litum Tívolí í Köben komið með jólasvip. Rússnesk ævintýri og jólasveinninn er Faðir Frosti. Töfraheimur, skrifar séra Þórir Jökull Þorsteinsson. Þórir Jökull Þorsteinsson Sveinki Hinn rússneski Faðir Frosti bregður á leik með gestum. Hringekja Kaupmannahafnarbúar í Tívolí nú á aðventu. Dagskráin er fjölbreytt og svæðið með hátíðarsvip. Tívolí Kastalar og turnspírur eru fagurlega skreyttar jólalitunum. Ljósm/Þórir Jökull Ilmur af jólum Kalkúnakryddið frá Pottagöldrum er ómissandi á Jólakalkúnann. Uppskrift á pottagaldrar.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.