Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 87

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 87
Jólablað Morgunblaðsins 87 T ónlistarmenningin hér í kirkjunni byggist á langri hefð. Við eigum stóran hóp traustra vina sem koma á aðventunni og finnst slíkt ómissandi liður í jólaundirbúningnum,“ segir Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri Langholtskirkju í Reykjavík. Sem endranær verður fjölbreytt tónlist- ardagskrá í Langholtskirkju á næstunni. Fólk á öllum aldri tekur þátt í tónlistarstarfinu þar sem sér- stök rækt er lögð við starf barna og unglinga. Unglinga- og barnakórar fyrst Fyrstu jólatónleikarnir í Lang- holtskirkju eru að kvöldi 9. desem- ber. Þar koma fram Graduale No- bili, stúlknakór sem valið er í úr hópi þeirra sem lokið hafa ferli í Gradualekór Langholtskirkju. Einnig kemur fram Elísabet Waage hörpu- leikari. Flytja þær m.a. Cere- mony of Carols eftir Benjamin Britten og Dancing day eftir John Rutter. Þriðjudagskvöldið 11. desember eru tónleikar unglingakórsins Graduale Futuri og söngdeildar Langholtskirkju. Tónleikar kór- skóla kirkjunnar eru tveimur dög- um síðar. „Á jólaföstunni gefst tækifæri til að fylgjast með blóm- legu uppbyggingarstarfi kirkjunnar frá Krúttakór til Gradualekórs Langholtskirkju. Hinn sígildi jóla- helgileikur Hauks Ágústssonar er fluttur af kórskólabörnum,“ segir í frétt frá Langholtskirkju. Jólasöngvarnir eru hápunktur Jólasöngvar í Langholtskirkju eru á vissan hátt hápunktur tónlist- arstarfsins í kirkjunni. Hinir fyrstu eru síðla kvölds föstudaginn 14. desember og verða svo endurteknir næstu tvö kvöld á eftir. Þar koma fram Kór Langholtskirkju, Gra- dualekór Langholtskirkju og Tákn- málskórinn undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Einsöngvari með Táknmálskórnum er Kolbrún Völkudóttir. Aðrir einsöngvarar eru Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Einnig Andri Björn Róbertsson sem tekið hefur þátt í tónlistarstarfi Lang- holtskirkju frá barnsaldri og stund- ar í dag nám við konunglega breska tónlistarskólans í London. Sömuleiðis kemur fram Ruth Jenk- ins, unnusta Andra Bjarnar, sem einnig nemur við hinn konunglega skóla í Lundúnum. Koma fyrir hver einustu jól „Þetta eru 35. jólasöngvarnir. Við byrjuðum í Landakotskirkju fyrir 35 árum og vorum tvö fyrstu skiptin þar. Færðum okkur svo hingað í Langholtið þegar kirkjan hér var rétt tæplega fokheld. Þá var sungið í brunagaddi en síðan boðið upp á súkkulaði í safn- aðarheimilinu í hléi. Þetta heppn- aðist vel, Jólasöngvarnir urðu strax í upphafi vinsælir og sumir gest- anna koma til okkar fyrir hver ein- ustu jól,“ segir Jón Stefánsson að síðustu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Söngur Tónlistarstarfið í Langholtskirkju er öflugt. Það gildir ekki síst á aðventunni enda eru listviðburðir þar fjölbreyttir og fjölsóttir. Sungið alla að- ventuna Söngurinn ómar í Langholtskirkju. Góðir dagar í desember. Barna- og unglinga- kórar og lítil krútt. Jólasöngvar í 35 ár. Jón Stefánsson Jólagjöf sem hentar öllum Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að gefa réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og viðtakandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í næsta útibúi. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.