Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 87
Jólablað Morgunblaðsins 87
T
ónlistarmenningin hér í
kirkjunni byggist á
langri hefð. Við eigum
stóran hóp traustra vina
sem koma á aðventunni
og finnst slíkt ómissandi liður í
jólaundirbúningnum,“ segir Jón
Stefánsson, organisti og kórstjóri
Langholtskirkju í Reykjavík. Sem
endranær verður fjölbreytt tónlist-
ardagskrá í Langholtskirkju á
næstunni. Fólk á öllum aldri tekur
þátt í tónlistarstarfinu þar sem sér-
stök rækt er lögð við starf barna
og unglinga.
Unglinga- og barnakórar fyrst
Fyrstu jólatónleikarnir í Lang-
holtskirkju eru að kvöldi 9. desem-
ber. Þar koma fram Graduale No-
bili, stúlknakór
sem valið er í úr
hópi þeirra sem
lokið hafa ferli í
Gradualekór
Langholtskirkju.
Einnig kemur
fram Elísabet
Waage hörpu-
leikari. Flytja
þær m.a. Cere-
mony of Carols
eftir Benjamin Britten og Dancing
day eftir John Rutter.
Þriðjudagskvöldið 11. desember
eru tónleikar unglingakórsins
Graduale Futuri og söngdeildar
Langholtskirkju. Tónleikar kór-
skóla kirkjunnar eru tveimur dög-
um síðar. „Á jólaföstunni gefst
tækifæri til að fylgjast með blóm-
legu uppbyggingarstarfi kirkjunnar
frá Krúttakór til Gradualekórs
Langholtskirkju. Hinn sígildi jóla-
helgileikur Hauks Ágústssonar er
fluttur af kórskólabörnum,“ segir í
frétt frá Langholtskirkju.
Jólasöngvarnir eru hápunktur
Jólasöngvar í Langholtskirkju
eru á vissan hátt hápunktur tónlist-
arstarfsins í kirkjunni. Hinir fyrstu
eru síðla kvölds föstudaginn 14.
desember og verða svo endurteknir
næstu tvö kvöld á eftir. Þar koma
fram Kór Langholtskirkju, Gra-
dualekór Langholtskirkju og Tákn-
málskórinn undir stjórn Eyrúnar
Ólafsdóttur. Einsöngvari með
Táknmálskórnum er Kolbrún
Völkudóttir.
Aðrir einsöngvarar eru Guðrún
Matthildur Sigurbergsdóttir og
Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Einnig
Andri Björn Róbertsson sem tekið
hefur þátt í tónlistarstarfi Lang-
holtskirkju frá barnsaldri og stund-
ar í dag nám við konunglega
breska tónlistarskólans í London.
Sömuleiðis kemur fram Ruth Jenk-
ins, unnusta Andra Bjarnar, sem
einnig nemur við hinn konunglega
skóla í Lundúnum.
Koma fyrir hver einustu jól
„Þetta eru 35. jólasöngvarnir.
Við byrjuðum í Landakotskirkju
fyrir 35 árum og vorum tvö fyrstu
skiptin þar. Færðum okkur svo
hingað í Langholtið þegar kirkjan
hér var rétt tæplega fokheld. Þá
var sungið í brunagaddi en síðan
boðið upp á súkkulaði í safn-
aðarheimilinu í hléi. Þetta heppn-
aðist vel, Jólasöngvarnir urðu strax
í upphafi vinsælir og sumir gest-
anna koma til okkar fyrir hver ein-
ustu jól,“ segir Jón Stefánsson að
síðustu. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Söngur Tónlistarstarfið í Langholtskirkju er öflugt. Það gildir ekki síst á aðventunni enda eru listviðburðir þar fjölbreyttir og fjölsóttir.
Sungið
alla að-
ventuna
Söngurinn ómar í
Langholtskirkju. Góðir
dagar í desember.
Barna- og unglinga-
kórar og lítil krútt.
Jólasöngvar í 35 ár.
Jón Stefánsson
Jólagjöf sem
hentar öllum
Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál
að gefa réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina
og viðtakandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst
í næsta útibúi.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn