Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 90
Þ
etta er jólasaga með
boðskap, gleði og
gríni,“ segir Karen Ýr
Jóelsdóttir. Hún er
talsmaður og aðstoð-
arleikstjóri leikhópsins Borg-
arbarna sem frumsýna í Iðnó hinn
1. desember söngleikinn Jólaæv-
intýrið eftir Erlu Ruth Harð-
ardóttur sem jafnframt er leik-
stjóri. Þetta er í sjöunda sinn sem
Borgarbörn setja upp jólasýningu,
en hópinn skipa meðal annars
krakkar úr söng- og leiklistarskól-
anum Sönglist. Allar hafa sýning-
arnar notið mikilla vinsælda – því
hvað er skemmtilegra en fylgjast
með skemmtilegum og hæfi-
leikaríkum krökkum sem bók-
staflega blómstra á leiksviðinu.
Ævintýrapersónur úr Kúlunni
Þráðurinn í söngleiknum Jólaæv-
intýri er saga stúlkna á mun-
aðarleysingjahæli. Þeim áskotnast
jólaglerkúla sem er þeim töfrum
gædd að við hvern hristing birtast
ýmsar þekktar ævintýrapersónur
úr kúlunni. Þetta skapar bæði
spennu og gleði, eins og segir í
kynningu, en verra er þó að þær
persónur sem birtast eru ekki allar
góðar frekar en forstöðukona hæl-
isins.
„Leikritið er fullt af skilaboðum
og inniheldur vinsæl lög ásamt
skondnum textum, uppákomum og
dönsum,“ segir Karen Ýr. Nefnir í
því sambandi að Erla Ruth leik-
stjóri hafi til dæmis samið íslenska
texta við vinsæl erlend lög og í
leikritinu komi það mjög vel út.
Þar er til dæmis að finna Euphoria,
Call me maybe og Gangnam style.
Skilar sér til áhorfenda
„Æfingar á leikritinu hafa verið
mjög skemmtilegar og ég efa ekki
að það skili sér til áhorfenda,“ seg-
ir Karen Ýr sem hefur á aðvent-
unni á undanförnum árum tekið
þátt í þremur uppfærslum Borg-
arbarna; sem leikari í leikritunum
Réttu leiðinni fyrir jólin 2008 og
Maríu, asnanum og gjaldkerunum
2009. Þá var hún aðstoðarleikstjóri
auk þess að hafa ljósa- og hljóð-
stjórn með höndum í Óværuengl-
unum.
Frumsýning á Jólaævintýrinu er
sem fyrr segir 1. desember kl. 16.
Áformaðar eru alls 20 til 25 sýn-
ingar fram til 19. desember, oft
þrjár sýningar á dag. Sýningin tek-
ur um klukkustund en að henni
lokinni er áhorfendum boðið upp á
piparkökur og djús. Þá er jóla-
gjafasöfnun Borgarbarna fyrir
Mæðrastyrksnefnd orðin hefð – en
þá geta áhorfendur komið með
pakka, merktan aldri og kyni, á
sýningar og leikarar sjá um að
skila til Mæðrastyrksnefndar fyrir
jól. Miðarnir, sem kosta kr. 1.000,
fást í Iðnó – en fyrirspurnir má
senda á borgarborn@gmail.com
eða hafa samband í síma 861-6722.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikarar Jólaævintýrið er eftir Erlu Rut Harðardóttur. Þetta er í sjöunda sinn sem Borgarbörn setja upp jólasýningu, en hópinn skipa m.a. krakkar úr söng- og leiklistarskólanum Sönglist.
Borgarbörnin bjóða upp á leiksýninguna Jóla-
ævintýrið. Erla Ruth Harðardóttir er höfundur
og leikstjóri. Um 25 sýningar eru áformaðar.
Undirbúningur Helga Margrét Rúnarsdóttir og Karen Ýr Jóelsdóttir, t.h., stefna að frumsýningu 1. desember.
Ævintýri í Iðnó
90 Jólablað Morgunblaðsins
JÓLAPRÝÐI
PÓSTSINS 2012
Helstu útsölustaðir Jólaprýði:
• Pósthús um land allt
• Jólapósthús í Kringlunni, Smáralind,
Firðinum Hafnarfirði, Glerártorgi Akureyri
• Kraum, Aðalstræti 10, Reykjavík
• Verslun Frímerkjasölunnar, Stórhöfða 29
• www.stamps.is
Jólaprýðin sem Pósturinn býður viðskiptavinum sínum upp á
sjöunda árið í röð byggist á þjóðsögunni „Nátttröllið“.
Í pakkanum eru þrír 8 cm jólaóróar úr látúni með gullhúð í gylltu
bandi. Jólaóróarnir fást einnig í silfurlit. Auðvelt er að hengja þá upp
eða koma þeim fyrir á annan hátt. Jólaóróana hannaði Kristín Ragna
Gunnarsdóttir en hún hannaði einnig jólafrímerkin 2012.
Jólaóróarnir eru seldir 3 saman í pakka á 2.850 kr.