Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 90

Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 90
Þ etta er jólasaga með boðskap, gleði og gríni,“ segir Karen Ýr Jóelsdóttir. Hún er talsmaður og aðstoð- arleikstjóri leikhópsins Borg- arbarna sem frumsýna í Iðnó hinn 1. desember söngleikinn Jólaæv- intýrið eftir Erlu Ruth Harð- ardóttur sem jafnframt er leik- stjóri. Þetta er í sjöunda sinn sem Borgarbörn setja upp jólasýningu, en hópinn skipa meðal annars krakkar úr söng- og leiklistarskól- anum Sönglist. Allar hafa sýning- arnar notið mikilla vinsælda – því hvað er skemmtilegra en fylgjast með skemmtilegum og hæfi- leikaríkum krökkum sem bók- staflega blómstra á leiksviðinu. Ævintýrapersónur úr Kúlunni Þráðurinn í söngleiknum Jólaæv- intýri er saga stúlkna á mun- aðarleysingjahæli. Þeim áskotnast jólaglerkúla sem er þeim töfrum gædd að við hvern hristing birtast ýmsar þekktar ævintýrapersónur úr kúlunni. Þetta skapar bæði spennu og gleði, eins og segir í kynningu, en verra er þó að þær persónur sem birtast eru ekki allar góðar frekar en forstöðukona hæl- isins. „Leikritið er fullt af skilaboðum og inniheldur vinsæl lög ásamt skondnum textum, uppákomum og dönsum,“ segir Karen Ýr. Nefnir í því sambandi að Erla Ruth leik- stjóri hafi til dæmis samið íslenska texta við vinsæl erlend lög og í leikritinu komi það mjög vel út. Þar er til dæmis að finna Euphoria, Call me maybe og Gangnam style. Skilar sér til áhorfenda „Æfingar á leikritinu hafa verið mjög skemmtilegar og ég efa ekki að það skili sér til áhorfenda,“ seg- ir Karen Ýr sem hefur á aðvent- unni á undanförnum árum tekið þátt í þremur uppfærslum Borg- arbarna; sem leikari í leikritunum Réttu leiðinni fyrir jólin 2008 og Maríu, asnanum og gjaldkerunum 2009. Þá var hún aðstoðarleikstjóri auk þess að hafa ljósa- og hljóð- stjórn með höndum í Óværuengl- unum. Frumsýning á Jólaævintýrinu er sem fyrr segir 1. desember kl. 16. Áformaðar eru alls 20 til 25 sýn- ingar fram til 19. desember, oft þrjár sýningar á dag. Sýningin tek- ur um klukkustund en að henni lokinni er áhorfendum boðið upp á piparkökur og djús. Þá er jóla- gjafasöfnun Borgarbarna fyrir Mæðrastyrksnefnd orðin hefð – en þá geta áhorfendur komið með pakka, merktan aldri og kyni, á sýningar og leikarar sjá um að skila til Mæðrastyrksnefndar fyrir jól. Miðarnir, sem kosta kr. 1.000, fást í Iðnó – en fyrirspurnir má senda á borgarborn@gmail.com eða hafa samband í síma 861-6722. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikarar Jólaævintýrið er eftir Erlu Rut Harðardóttur. Þetta er í sjöunda sinn sem Borgarbörn setja upp jólasýningu, en hópinn skipa m.a. krakkar úr söng- og leiklistarskólanum Sönglist. Borgarbörnin bjóða upp á leiksýninguna Jóla- ævintýrið. Erla Ruth Harðardóttir er höfundur og leikstjóri. Um 25 sýningar eru áformaðar. Undirbúningur Helga Margrét Rúnarsdóttir og Karen Ýr Jóelsdóttir, t.h., stefna að frumsýningu 1. desember. Ævintýri í Iðnó 90 Jólablað Morgunblaðsins JÓLAPRÝÐI PÓSTSINS 2012 Helstu útsölustaðir Jólaprýði: • Pósthús um land allt • Jólapósthús í Kringlunni, Smáralind, Firðinum Hafnarfirði, Glerártorgi Akureyri • Kraum, Aðalstræti 10, Reykjavík • Verslun Frímerkjasölunnar, Stórhöfða 29 • www.stamps.is Jólaprýðin sem Pósturinn býður viðskiptavinum sínum upp á sjöunda árið í röð byggist á þjóðsögunni „Nátttröllið“. Í pakkanum eru þrír 8 cm jólaóróar úr látúni með gullhúð í gylltu bandi. Jólaóróarnir fást einnig í silfurlit. Auðvelt er að hengja þá upp eða koma þeim fyrir á annan hátt. Jólaóróana hannaði Kristín Ragna Gunnarsdóttir en hún hannaði einnig jólafrímerkin 2012. Jólaóróarnir eru seldir 3 saman í pakka á 2.850 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.