Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 92
Sum jólaverkefni Gæslumanna voru óvenjulegri en önnur. Svo bar til að um jól í kringum 1990 að hópur ungs skíðafólks á Ísafirði sem var á leiðinni til útlanda þurfti að komast suður á öðrum degi jóla. Landleiðin var ófær og tvísýnt var um flug, að sögn Guðjóns. Gæslumenn voru í fyrstu tregir til að ferja skíðafólkið. Vestra gáf- ust menn þó ekki upp ráðalausir. Hringdu í þingmann sinn, sem aft- ur talaði við ráðherra sem gekk í málið. Varðskipið tók hópinn um borð á Ísafirði, svo var sett á fullt stím til Reykjavíkur þangað sem var komið að kvöldi annars jóla- dags. Næsta morgun flaug svo skíðafólkið utan.Morgunblaðið/Árni Sæberg Á fullu stími frá Ísafirði Varðskipajól með skíðafólki 92 Jólablað Morgunblaðsins J ólatúrarnir voru skemmti- legir og ég baðst aldrei undan þeim. Stemningin um borð í varðskipunum á að- fangadagskvöld var hátíð- leg, þar sem við kannski lónuðum inni á einhverjum firðinum fyrir vestan. Vorum þó alltaf tilbúnir, enda þurfti oft og fyrirvaralítið að sinna óvenjulegum verkefnum og margvíslegri þjónustu við fólk í af- skekktum byggðum,“ segir Guðjón H. Finnbogason bryti. Sjómannsferill Guðjóns spannar áratugi. Hann byrjaði á farskipum og var hjá Landhelgisgæslunni í áraraðir og lengst á Tý. Hefur síð- ustu árin verið á Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Heimkomudagur var óþekkt stærð Þegar til baka er litið telst Guð- jóni svo til að hann hafi verið á að giska tíu sinnum til sjós um jól. Minnist einna þeirra þannig að komið var inn til Siglufjarðar á aðfangadagskvöld, hvar ferma átti Sambandsskipið Helgafelli fiski- mjöli. Bryggjugengið var hins vegar ekki tiltækt fyrr en að morgni annars dags jóla. „Við héldum því jólin með friði við bryggju á Siglufirði. Svo var mjölið lestað um borð og þá var stefnan tekin á Evrópu. Oft voru túrar á þessum árum kannski sex átta vikur og gátu oft tekið óvænta stefnu og heimkomudagur var óþekkt stærð.“ Vestur á fjörðum Guðjón réði sig til Gæslunnar árið 1990. Hver túr varðskipanna spannar að jafnaði rúmar tvær vikur og planið þannig að sjómenn sem voru úti um jólin áttu frí um áramót. „Landhelgisgæslan hefur sér- stakar skyldur gagnvart Vestfirð- ingum, með tillit til aðstæðna þar og rysjótts veðurfars. Við vorum því oft fyrir vestan, ég man aðeins eftir einum jólum við Austfirði,“ segir Guðjón. „Fyrir vestan var oft var lónað úti fyrir Núpi í Dýrafirði. Einhverntíma var ófært á landi og þá var stímið tekið inn á Önundarfjörð og innarlega í firð- inum var gúmmíbátur settur út. Í fjörunni beið sr. Gunnar Björns- son tilbúinn með hempuna og í framhaldinu fluttum við hann til kristnihalds og messugjörðar í einhverri byggðinni. Stundum fór- um við líka inn í Djúp í snúninga með sr. Baldur í Vatnsfirði. Og allt var þetta meira en sjálfsögð þjónusta við fólkið.“ Alltaf fiskur í hádeginu Jólamatur á skipum er með líku lagi og gerist í landi. Hamborg- arhryggur eða kalkúnn á að- fangadagskvöld og hangikjöt á jóladag. Saltfiskur og skata á Þor- láksmessu. Raunar er alsiða til sjós, þar sem um borð eru sár- svangir karlar sem sinna erf- iðisvinnu, að fiskur er á borðum í hádeginu sama hver dagurinn er. Hvað var á borðum á öðrum degi jóla segir Guðjón gjarnan hafa ráðist af aðstæðum. Þegar sinna hafi þurft erfiðum verkefnum og orkufrekum hafi þótt sjálfsagt að vera með eitthvað kjarngott í mat- inn. „Stundirnar í messanum á að- fangadagskvöld eru ljúfar í minn- ingunni,“ segir Guðjón. „Búið var að skreyta allt hátt og lágt og jólagjafirnar fallegar. Margir komu með jólagjafir að heiman og svo fengum við alltaf sendingu frá Hrönn, félagi sjómannskvenna. Oft voru þetta fallegir munir og stundum einhverjar flíkur. Ég man til dæmis eftir að hafa fengið tveggja þumla vettlinga og stund- um fengu strákarnir til dæmis peysur eða boli, sverir menn sem þurftu yfirstærð af XL en urðu að gera sér small-stærðina að góðu,“ segir Guðjón sem hinn 13. desem- ber fer í Evróputúr með Detti- fossi. Reyna á að fara rösklega yf- ir, vera ögn á undan áætlun og komast í heimahöfn á aðfangadag. Heim fyrir helgi jólanna „Þrátt fyrir að minningarnar um jól á hafinu séu ljúfar er auð- vitað alltaf best að vera heima með fjölskyldunni. Karlinn í brúnni verður bara að liggja á stönginni og gefa vel í á síðasta leggnum sem er Færeyjar-Ísland. Ef það gerist náum við heim, áður en helgi jólanna er hringd inn,“ segir Guðjón H. Finnbogason að síðustu. sbs@mbl.is Sigling til kristnihaldsins Morgunblaðið/Kristinn Sjómaður Guðjón Finnbogason er bryti á Dettifossi. Hann fer á sjó um miðjan desember. Fara á hratt yfir í Evróputúr og ná í höfn á aðfangadag. Brytinn hefur marga fjöruna sopið. Guðjón H. Finnbogason hefur verið mörg jól til sjós og líkað vel. Ham- borgarhryggur og hangikjöt og siglt með presta í messu. ’„Við héldum því jólin með friði við bryggju á Siglufirði svo var mjölið lestað og þá var stefnan tekin á Evrópu. Og oft voru túrar á þessum ár- um kannski sex, átta vik- ur, við gátum oft tekið óvænta stefnu og heim- komudagur var óþekkt stærð.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.