Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 93
Hugtakið brandajól er stund-um notað þegar jól fallaþannig á vikudaga að margir
helgi- og frídagar koma í röð. Í þessu
sambandi er, samkvæmt gömlum
bókum, stundum talað um stóru og
litlu brandajól. Hvort er hvað er þó
ekki alveg skýrt.
Í ár ber aðfangadag, 24. desember,
upp á mánudag. Því á dagvinnufólk
frí frá eftirmiðdegi 21. desember og
mætir ekki aftur til vinnu fyrr en að
morgni þess 27. Þá koma tveir vinnu-
dagar og ekki er ólíklegt að einhverjir
slái hlutunum upp í kæruleysi, taki út
sumarfrísdaga og mæti ekki til vinnu
fyrr en eftir nýár. Engum vafa er því
undirorpið að telja má komandi hátíð
til brandajóla.
Horft til flestra frídaga
Ýmsan fróðleik um brandajól má
finna á netinu, til dæmis á vefsíðum
tengdum Háskóla Íslands. Í pistli á
vef Almanaks HÍ segir Þorsteinn Sæ-
mundsson stjarnfræðingur að áður
hafi menn lagt mismunandi skilning í
orðið brandajól „einkum þó hvað séu
stóru og litlu brandajól“, eins og hann
kemst að orði. Þær heimildir sem
vitnað hafi verið í, bendi eindregið til
að brandajól hafi upphaflega merkt
einungis það þegar jóladag bar upp á
mánudag. Þorsteinn segir að eftir að
hætt var að halda þrettándann heil-
agan hafi verið meira horft til þess
hvaða dagamynstur gæfi lengsta jóla-
helgi eða flesta frídaga. „Hin upp-
haflega merking stóru brandajóla
hefur gleymst, og loks hafa menn
gert litlu brandajólin að þeim stóru,“
segir stjarnfræðingurinn.
En hver er merkingin orðsins
brandajól. Um forlið orðsins, það er
branda, ætla ýmsir að þar sé átt við
eldibranda; það er loga frá snarkandi
eldi. Þetta er þó ekki víst og allt eins
talið vera alþýðuskýring.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Jól Siðir hátíðarinnar breytast lítið
og frídagar eru flestum kærir.
Brandajól
og fjöldi
frídaga
Góð pása framundan
um hátíðarnar.
Brandajól eftir bókinni.
Merkingin hefur breyst.
Yfirleitt fer verðmæti jóla-gjafa ekki yfir þau mörksem gilda. Hins vegar erum
við að koma þessum skilaboðum á
framfæri, svo komast megi hjá
misskilningi og sársauka,“ segir
Hörður Davíð Harðarson hjá Toll-
stjóra.
Verðmæti jólagjafa sem Íslend-
ingar fá frá vinum og ættingjum
erlendis má ekki fara yfir 10 þús-
und krónur, öðruvísi en að að-
flutningsgjöld leggist á það sem út
af stendur. Fylgi reikningur ekki
gjöfinni áætlar Tollstjóri verð-
mætið með hliðsjón af líklegu
smásöluverði á innkaupsstað.
Um gjöf sé að ræða
Mikilvægt er að bréf og bögglar
fari snemma í póst svo allt gangi
upp. Það er ekki síður mikilvægt
fyrir sendendur erlendis að ganga
þannig frá sendingunni að ljóst sé
að um gjöf sé að ræða. Þá verður
skv. nótu að gefa upp rétt verð-
mæti hennar, svo engin vafamál
komi upp við tollafgreiðslu. Þann-
ig þarf, sem fyrr segir, að vera
skýrt að um sé að ræða jólagjöf
og að tengsl séu milli gefanda og
þiggjanda. Af þessu leiðir að við-
mið þessi eiga ekki við um inn-
flutning í atvinnuskyni eða hluti,
sem fólk hér heima pantar til
dæmis í gegnum vefverslanir og
ætlar til gjafa.
Í fyrra voru skráðar böggla-
sendingar síðustu tvo mánuðina
fyrir jól um sex þúsund talsins. Að
sögn Harðar Davíðs hefur á því
borið að Íslendingar erlendis bjóð-
ist til að kaupa muni fyrir landa
sína og senda heim undir þeim
formerkjum að um gjafir sé að
ræða.
Skýrt og einfalt
„Ef grunur vaknar um að ekki
sé um gjöf að ræða er böggullinn
skoðaður og kallað eftir frekari
upplýsingum frá viðtakanda sé
þess þörf. Með skýrum upplýs-
ingum og einföldum reglum ætti
þetta allt að komast í gegn. Al-
mennt virðist verðmæti jólagjafa
ekki fara yfir 10 þúsund krón-
urnar, en í öðrum tilvikum, svo
sem í kringum fermingar, er verð-
mætið stundum meira og þá þarf
að greiða gjöld af því sem umfram
er,“ segir Hörður Davíð Harð-
arson.
sbs@mbl.is
Tíu þúsund er hámarkið
Tollurinn telur pakk-
ana. Verðmæti gjafa að
utan fari ekki yfir 10
þúsund krónur.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Innflutt Sendingar streyma til
landsins. Tollarar hafa vökult auga.
’Ef grunur vaknar um
að ekki sé um gjöf að
ræða er böggullinn
skoðaður og kallað eftir
frekari upplýsingum.
Jólablað Morgunblaðsins 93
Fáanlegt á Fosshotel.is
Verð frá 12.000 kr.
V I N A L E G R I U M A L LT L A N D
Gjafabréf Fosshótela
Vinaleg gjöf sem gleður