Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 96

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 96
M öguleikarnir í mið- borginni eru miklir. Margir skemmti- legir frumkvöðlar í verslunar- og veit- ingarekstri hafa kosið að hefja feril sinn þar, því umhverfið er bæði hlý- legt og notalegt auk þess sem sókn- arfæri til skemmtilegra nýjunga blasa þar svo víða við hugmyndaríku fólki,“ segir Jakob Frímann Magn- ússon, framkvæmdastjóri Miðborg- arinnar okkar. Blómstrar í samkeppninni Í hugum margra samtvinnast jóla- undirbúningur á aðventu lífinu í mið- borg Reykjavíkur. Þrátt fyrir sam- keppni við verslunarmiðstöðvar blómstrar miðborgarsvæðið sem nær vestan frá gömlu höfninni og Kvos- inni að Hlemmi. Þarna eru Skóla- vörðustígur, Laugavegur, Banka- stræti og Austurstræti meginæðar. Fjölþætta starfsemi er einnig að finna við aðliggjandi götur. Á þessu svæði eru liðlega 300 verslanir og veitingastaðir, fyrirtæki sem öll hafa sérstöðu og sjarma. Skipulögð dagskrá í miðborginni hefst á fyrstu dögum aðventu. Á Ing- ólfstorgi, milli Austurstrætis og Að- alstrætis verður Jólabærinn svo- nefndi; markaður hönnuða, matgæðinga, handverksfólks og fleiri. Þar verður komið upp fallegum skreytingum svo torgið skarti hátíð- arbúningi. Fjölþætt viðburðadagskrá verður á staðnum og raunar mun miðborgarsvæðið allt iða af lífi. Atburðir á þremur stöðum „Svið helstu viðburða verða á þremur stöðum,“ segir Jakob. „Í fyrsta lagi á Ingólfstorgi og í annan stað á Skólatorgi sem er á skurð- punkti Skólavörðustígs, Laugavegs og Bankastrætis. Hið þriðja er Laugatorg sem er fyrir framan Kjör- garð við Laugaveg. Raunar má víkja nokkrum orðum sérstaklega að því hve starfsemin efst á Laugavegi, Karnabæjarsvæðinu svonefnda, er að sækja í sig veðrið. Þar hefur atgerv- isfólk tekið sig saman og markað sér sérstöðu á svæði sem hlotið hefur nafnið Vitahverfið,“ segir Jakob Frí- mann. Vitahverfið mætti á ensku nefna Lighthouse Village – the Creative Quarter. Í þeim vaska hópi sem stendur að rekstri þar er að finna fólkið að baki Kex Hostel, Kron, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, GK og fleiri fyrirtækjum. Þá hefur annar hópur látið að sér kveða sem eru gamalreyndir kaup- menn og fasteignaeigendur sem myndað hafa félagsskap til að vinna framgang sínum hagsmunum og hugðarefnum. Kjörlendi landnámsfólks Fleiri dæmi um Laugaveginn of- anverðan sem Jakob nefnir: hið nýja öfluga samvinnufélag ATMO sem ný- verið opnaði fjölbreytilegan rekstur að Laugavegi 91, þar sem verslunin Sautján var lengi. Fjöldi hönnuða og rekstraraðila hefur nú hafið starfsemi í þessu stórglæsilega og nýuppgerða verslunarhúsnæði. Meðal frumkvöðla þar eru Ásta Kristjánsdóttir, gjarnan kennd við Elm og Eskimo-models, og Rúnar Ómarsson, sem margir kenna við fjölþjóðlega hönnunarveldið Ni- kita. „Þetta framtak er til marks um hvaða möguleikar bjóðast í miðborg- inni; landnámsfólk í ýmsum skapandi greinum sér hvílíkt kjörlendi þetta er,“ segir Jakob Frímann. Með afli ljósgeislans Miðborgin verður hlýlegust og feg- urst á vetrum þegar hún er skreytt og færð í jólabúning. Sumt eru fastir póstar en annað er að festa sig í sessi, svo sem þrívíðar hreyfimyndir lista- teiknarans Gunnars Karlssonar af Grýlu og jólavættum ýmsum. Með afli ljósgeislans er myndunum varpað á ýmsa hentuga fleti svo sem flestir megi sjá og njóta. Einnig hefur Bragi Valdimar Skúlason skipulagt sér- stakan Miðborgar-jólaleik. Verður kort sem vísar veginn í leiknum fáan- legt í verslunum miðborgarinnar inn- an tíðar. Undir stærsta listaverk heims „Í dagsins önn gleymist stundum hve miðborgin hefur breyst mikið til batnaðar á undanförnum árum. Hún verður sífellt líflegri og bjartari,“ seg- ir Jakob Frímann. Hann segir svæðið í raun iða af lífi, erlendum ferðamönn- um og viðskiptamönnum hafi stór- fjölgað, ótal spennandi viðburði sé að finna í miðborginni allan ársins hring og vaxandi fjöldi verslana sé opinn fram eftir og um helgar. Í miðborg- inni sé risið alþjóðlegt ráðstefnu- og tónlistarhús undir stærsta listaverki heims og svo megi lengi áfram telja. Megi þetta meðal annars þakka því að af hálfu borgaryfirvalda séu mið- borgarmál nú meira í brennidepli en oftast áður – aukinheldur sem áhugi og áhrif þeirra sem að rekstri á svæð- inu standa fari sífellt vaxandi. sbs@mbl.is Miðborgin verður hlýlegust og fegurst á vetrum Lifandi svæði og 300 verslanir og veit- ingastaðir í mið- borginni. Dagskrá alla aðventuna. Jólamyndir á veggj- um og ratleikur. Vitahverfi er athvarf fyrir atgervisfólk. Morgunblaðið/Kristinn Reykavík „Miðborgin hefur breyst mikið á undanförnum árum,“ segir Jakob Frímann með heiminn í hendi sér. ’Í hugum margra sam- tvinnast jólaundirbún- ingur á aðventu lífinu í miðborg Reykjavíkur. Þrátt fyrir samkeppni við verslunarmiðstöðvar blómstrar miðborg- arsvæðið sem nær vestan frá gömlu höfninni og Kvosinni að Hlemmi. 96 Jólablað Morgunblaðsins Gjafakort Miðborgarinnar okkar er fáanlegt í öllum bókaverslunum miðborg- arinnar, það er Iðu við Lækj- argötu, Máli og menningu á Laugavegi og verslunum Ey- mundsson við Skólavörðustíg og í Austurstræti.Við- skiptavinurinn ákvarðar sjálfur upphæðina sem gjafa- kortið skal innibera hverju sinni og er upphæðin færð inn á umbúðir kortsins ásamt nafni kortþega og gefanda. Langflestir fullveðja rekstr- araðilar miðborgarinnar eru aðilar að kortinu og er upp- lýsingar um þá sem veita því viðtöku að finna netinu á mid- borgin.is Morgunblaðið/Golli Borgarys Margir gera öll sín innkaup í miðborginni. Gjafa- kortin gefast vel Jólabærinn á Ingólfstorgi verð-ur formlega opnaður miðviku- daginn 12.12.12 kl. 12:12.Og tólf er yfir og allt um hring. Þar verður að finna fjölmargar 12 laga plötur frá 12 tónum, 12 vörutegundir tengdar Jesú og lærisveinunum 12, gagnlegar upplýsingar um 12 spora kerf- ið, 12 ættkvíslir Ísraels, 12 gómsætar matartegundir í jóla- matinn, verk 12 íslenskra hönn- uða ásamt gjafavöru í miklu úr- vali, alíslenskum jólatrjám, jólaskrauti og sitthverju fleiru. Dagskrá Jólabæjarins á Ing- ólfstorgi verður að finna á vef miðborgarinnar og á jólavef Reykjavíkurborgar. midborgin.is visitreykjavik.is/christmas Ættkvíslir og íslensk hönnun Tólfunum kastað í Jólabænum Morgunblaðið/Golli Ingólfstorg Jón Gnarr borgarstjóri og Jakob Frímann í jólabænum í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.