Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 97

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 97
Jólablað Morgunblaðsins 97 „Aðventan hér á Akureyri er eitt allsherjar æv- intýr og úr nægu að velja. Sjálf kýs ég að njóta þess að sækja hina ýmsu viðburði frekar en taka eldhússkápana í gegn. Geri það bara seinna,“ segir Hulda Sif Hermannsdóttir, við- burðastjóri hjá Akureyrarstofu. „Það er tilhlökkunarefni að sjá þegar ljósin eru tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi og á sama tíma byrj- ar hjartað í Vaðlaheiðinni aftur að slá. Mér finnst það algjörlega sam- ofið aðventunni að sækja tónleika þar sem jólatónlist er í aðal- hlutverki. Ég er búin að ákveða að hlýða á þau systkin Ellen og KK í Hofi en dauðlangar líka að mæta í aðventuveisluna hjá Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Þegar nær dregur jólum er nánast skylda að hlusta á kammerkórinn Hymno- diu flytja jólatónlist og ekki má gleyma tónleikum kirkjukóranna á Akureyri. Það er ljúft að geta gert jólainnkaupin í hlýjunni á Gler- ártorgi en mér hefur samt alltaf þótt vera mikill sjarmi yfir því rölta um miðbæinn á aðventunni. Ég t.d. leggja leið mína í miðbæinn 6. des- ember en þá verður þar kertakvöld. Ljós miðbæjarins verða að mestu slökkt og kerti sjá um lýsingu. Það er líka gaman að sækja leikhús; sjá snillingana þrjá; Gest Einar, Alla Bergdal og Þráinn Karlsson leika sjálfa sig og svo er stefnan tekin á lítið fallegt barnaleikrit hjá Leik- félagi Akureyrar.“ sbs@mbl.is Hulda Sif Hermannsdóttir Aðventan eitt allsherjar ævintýr „Íslensk tónlist er vettvangur einstæðrar sköp- unar og gleði. Því finnst mér vel til fundið að hún sé útnefnd sem jóla- gjöf ársins. Þetta er nokkuð sem alltaf gleður,“ segir Einar Bárðarson. Hann hefur á undanförnum árum verið at- kvæðamikill í tónlistarlífi landsins, staðið fyrir tónleikum, gefið út efni og verið umboðsmaður fjölmargra listamanna. Þar má meðal annars nefna Garðar Thór Cortes sem að þessu sinni heldur nýárstónleika norðan heiða og sunnan; í Graf- arvogskirkju sunnudagskvöldið 30. desember og Hofi á Akureyri 5. jan- úar. Sérstakir gestir Garðars á tón- leikum þessum eru faðir hans Garð- ar Cortes, Valgerður Guðnadóttir og söngflokkurinn Mr. Norrington. „Þegar fólk er að nálgast miðjan aldur er staðan oft sú að það á flest sem þarf á heimilið. Væntingar um jólagjafir verða því eðlilega aðrar – og íslensk tónlist stendur vel undir þeim. Til dæmis miðar á einhverja af þessum frábæru stórtónleikum svo sem Frostrósir, Jólagesti Björg- vins, í kirkjunum eru kórar landsins með einhverja skemmtilega dagskrá og svona gæti ég haldið lengi áfram. Já, og svo hafa margir nýir og skemmtilegir tónlistarmenn komið inn á sviðið að undanförnu. Fyrir nokkrum misserum vissi enginn hver söngvarinn Ásgeir Trausti væri, en nú selur hann hljómplötur í bílförmum eins og enginn sé morg- undagurinn.“ Einar Bárðarson Stendur undir væntingum „Jólalagakeppnin hefur gefið fjölda efnilegra laga- smiða frábært tækifæri til að koma lögunum sínum á fram- færi. Síðustu ár höfum við stund- um fengið í kringum 100 lög. Því er þetta dæmi farið að veita Evróvisjón harða keppni,“ segir Ólafur Páll Gunn- arsson, útvarpsmaður á Rás 2. Hann er lykilmaðurinn á bak við þessa keppni sem hefur unnið sér fastan sess í lífi landans. Bæði tónlist- arfólks og hlustenda út um landsins breiðu byggðir sem bíða eftir jóla- smelli ársins. Skilafrestur í keppninni þetta árið er til 1. desember, en lögin eiga að berast til RÚV í Efstaleiti á diski eða öðru stafrænu formi svo þau séu hæf til útvarpsspilunar. „Um leið og lög- in berast veljum við tíu lög og leik- um fyrir hlustendur. Í framhaldinu fá þeir alla dýrðina beint í æð og þegar líður á mánuðinn geta þeir svo valið jólalag ársins. Það er stemning í kringum þetta. Stundum fáum við lög frá reynsluboltum en líka mjög gott framlag frá nýliðum,“ segir Ólafur Páll. Sigurlagið í fyrra var Jólanótt, samið og flutt af ungliðasveitinni White Signal. Jólalag Rásar 2 árið 2010 var Jól með Brother Grass. Daníel Geir Moritz bar sigur úr být- um árið 2009 með Jólastress. Jóla- lagið árið 2008 var Betlehem í flutn- ingi Gretu Salóme Stefánsdóttur, sem var fulltrúi Íslendinga í Evr- óvisjón sl. vor. Ólafur Páll Gunnarsson Stemning í kringum þetta Morgunblaðið/Kristinn Ljós Fátt minnir jafnsterkt á nálægð jólanna og logandi kveikur á rauðu kerti. Stemningin verður góð og undir ljúfum tónum er lífið gott. Tónlistin er í aðalhlutverki Íslensk tónlist er jólagjöfin í ár. Í pakkanum geta verið geisla- eða mynddiskar og ekki er síðra að gefa eða jafnvel kaupa fyrir sjálfan sig miða á einhvern af þeim skemmtilegu tónlistarvið- burðum sem framundan eru. Hver nýtur lífsins með sínum hætti – en oft er falleg og töfrandi tónlist þar í algjöru aðalhlutverki. F A S TU S _E _0 5. 11 .1 2 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00 (Öll verð eru með vsk.) Fagmennskan fram í fingurgóma alvöru atvinnugræjur í eldhúsið Dualit brauðrist - rauð (2 brauðsneiðar) kr. 32.944,- Dualit blandari 41.722,- Yaxell japanskur stálhnífur - RAN 20cm kr. 15.808,- Emga þeytari frá kr. 1.013,- C&S glas kr. 766,- stk. (6stk í pakka) C&S vatnskanna kr. 5.585,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.