Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 98
98 Jólablað Morgunblaðsins
Þ
ar kemur meðal annars fram að
orðið „aðventa“ er dregið af lat-
nesku orðunum Adventus Dom-
ini. Orðin merkja „koma Drott-
ins“ og hefst hún á 4. sunnudegi
fyrir jóladag, sem í daglegu tali nefnist
fyrsti sunnudagur í aðventu. Aðventukrans-
inn sjálfur er talinn vera upprunninn í
Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar og barst
hann til Danmerkur í kringum 1940. Þaðan,
eins og svo margt annað, mun hann hafa
borist til Íslands og mun fyrst í stað að-
allega hafa verið notaður til að skreyta búð-
arglugga en á árunum milli 1960 og 1970 var
í auknum mæli farið að nota hann á inni á
heimilum til skrauts.
Sígrænn og eilífur hringur
Aðventukransinn byggist á norður-
evrópskri hefð þar sem hið sígræna greni
táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn
táknar eilífðina. Í kransinum eru fjögur
kerti:
Hið fyrsta heitir Spádómakertið og
minnir á fyrirheit spámanna Gamla testa-
mentsins er höfðu sagt fyrir um komu
frelsarans.
Annað kertið nefnist Betlehemskertið,
eftir fæðingarstað Jesú og minnir á þá stað-
reynd að það var ekkert rúm fyrir hann
heldur lá hann í jötu í fjárhúsi þar í borg.
Þriðja kertið nefnist Hirðakertið en
snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru
sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum.
Fjórða kertið nefnist síðan Englakertið
og minnir okkur á þá sem báru mannheimi
fregnirnar.
Fyrir um 45 árum orti norski rithöfund-
urinn Sigurd Muri (1927-1999) ljóð um kertin
fjögur í aðventukransinum sem nefnist „Nå
tenner vi det første lys“. Ljóðið er iðulega
sungið við sænskt lag frá 1898 eftir Emmu
Christinu Köhler (1858-1925). Það var svo
Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrverandi
kennari og safnvörður í Reykjavík, sem
þýddi ljóðið yfir á íslensku og heitir það „Við
kveikjum einu kerti á“. Er það í dag einn
þekktasti aðventusálmur okkar Íslendinga.
Þýðing Lilju Sólveigar hljómar svo:
Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda’ í líking manns.
Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.
Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.
Heimild: Vísindavefur.hi.is
Morgunblaðið/Kristinn
Aðventukrans Fáar skreytingar eru eins huggulegar og fallegur aðventukrans. Slíka má fá í öllum
stærðum og gerðum úti í búð. En það er líka hægur leikur að búa sjálf til fallegan grenikrans heima.
Hátíðarkrans
og kertin með
Það er ómissandi hluti jólahaldsins að setja upp aðventu-
krans í einhvers konar útfærslu. Siðurinn er þó ekki ýkja
gamall hér á landi, þótt útbreiddur sé um allt land nú til
dags, eins og lesa má um á Vísindavef Háskóla Íslands.
Jólaþorpið á Thorsplani í miðbæHafnarfjarðar verður opnað ídag. Það hefur verið uppi fyrir
hver jól frá 2003 og hefur unnið sér
sess. Þar hefur verið komið upp fag-
urlega skreyttum jólahúsum þar
sem er á boðstólum fallegt hand-
verk, kakó og bakkelsi, kerti, kúlur,
myndverk, skartgripi og fleira. Fjöl-
breytt skemmtidagskrá er alla dag-
ana sem opið er en þorpið er opið all-
ar helgar til jóla frá 13-18. Þá er opið
til 22 á Þorláksmessukvöld.
Sending frá Fredriksberg
Dagskráin í Jólaþorpinu í dag er
fjölbreytt. Kl. 14 sýnir Leikfélag
Hafnarfjarðar atriði úr Jólasveina-
vísum Jóhannesar úr Kötlum og kl.
14.30 flytur hópur frá Listdansskóla
Hafnarfjarðar verkið Jólaknús. Kl.
17 verða ljósin á jólatrénu svo tendr-
uð við hátíðlega athöfn. Þar afhendir
danski ræðismaðurinn á Íslandi,
Ernst Hemmingsen, Hafnfirðingum
jólatréð fyrir hönd Fredriksbergs,
vinabæjar Hafnarfjarðar. Þá flytur
ávarp Margrét Gauja Magnúsdóttir,
forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
Forskot á sæluna
Raunar var tekið einskonar for-
skot á sæluna í jólaþorpinu sl.
fimmtudag þegar þangað mættu
börn frá leikskólum Hafnarfjarð-
arbæjar á Thorsplan. Skreyttu þau
jólatréð og var það einskonar upp-
taktur að því ævintýri sem verður í
hjarta Hafnarfjarðar alla aðventuna.
sbs@mbl.is
Tónlist Jólasveinar mæta og syngja hátt og snjallt fyrir gesti og gangandi.
Jólaþorpið í Hafn-
arfirði verður opnað í
dag og ljósin tendruð.
Fallegt handverk, kerti,
kúlur og myndverk.
Ljósmynd/Steinunn Þorsteinsdóttir.
Fjölsótt Margir leggja leið sína í
jólaþorpið, enda margt að sjá.
Jólaþorpið skreytt og
fjölbreytt dagskrá
Bankastræti 3 | S. 551 3635
House of Holland Sokkabuxur
- ævintýri líkast